Leigumiðlunin okkar svaraði okkur í dag útaf flugunum og við fáum vonandi meindýraeyðir á morgun til að hreinsa út hjá okkur!! Ef allt virkar á Argentískan hátt hérna þá býst ég nú ekkert endilega við neinum fyrr en í næstu viku. Fólk er svo sannarlega ekki að æsa sig yfir hlutunum hérna og sérstaklega ekki ef það kemst upp með að gera eitthvað á morgun eða hinn.... Mér finnst þetta reyndar ágætis eiginleiki - að stressa sig ekki um of það er að segja.
Við komumst að þeirri niðurstöðu í gær að þessi verzlunarmannahelgi væri fyrsta verzlunarmannahelgin (fyrir utan í fyrrasumar) sem við værum ekki að vinna eða heima í rólegheitunum. Fórum á tjútt á föstudaginn með öllum úr skólanum. Hittum frekar skemmtilega karaktera í mjög svo international partýi. Þar á meðal jógakennarann John frá Texas. John kom til Argentínu fyrir 2 árum til að bæta við hagfræðimeistaragráðuna sína en fór að kenna jóga í staðinn og segist ekki geta breytt heiminum fyrr en hann nær að breyta sjálfum sér.... Akkúrat! Við erum einmitt að fara í jóga til hans í kvöld, spennandi... Hittum líka fyrir afar hressan strák frá Hollandi sem býr í Chile með kærustunni sinni frá Ástralíu. Skemmtileg blanda :) Hefði svo mikið viljað taka myndir og pósta á netið en það er víst ekki í boðinu eins og er.... :S
Eyddum laugardeginum í mest kitch garði sem ég hef á ævinni komið í... Garðurinn er "the first and only religious themepark in the world". Hmmmm segir margt?? Í garðinum sem heitir Tierra Santa er hægt að láta taka myndir af sér með Jesú, lærisveinunum, Ghandi eða Martin Luther King (allt miklir félagar greinilega). Það er líka hægt að fylgjast með síðustu kvöldmáltíðinni, aftur og aftur og aftur.... og við sáum ansi skemmtilegt lazergeisla-show þar sem Jesús fæddist og betlehemstjarnan vísaði vitringunum veginn til Betlehem!!! Við tókum nokkur videóklip og höfðum mikið gaman af öllum kjánalegheitunum. Fengum okkur kaffi á Kaffi Bagdad og skemmtum okkur konunglega. Lalli hljóp meira að segja upp Golgatahæðina og stillti sér upp með Jesú á krossinum.
Á sunnudaginn fórum við í stórum hópi fólks á fótboltaleik. Fyrsti leikurinn á tímabilinu á Bombonera stadium sem er heimavöllur La Boca. Leikurinn sjálfur var með rólegasta móti og endaði með markalausu jafntefli. Áhorfendur voru þó í hressari kantinum og þrátt fyrir skítakulda og endalausan tíma sem það tók að komast inn á völlinn, finna sæti, bíða eftir leiknum, og komast heim aftur þá skemmtum við okkur mjög vel. Heyrðum samt að þetta hefði verið mjög rólegur leikur og við þurftum til dæmis ekki að bíða í "nema" hálftíma lokuð inni í áhorfendastúkunni á meðan óeirðarlögreglan kom reglu á hlutina fyrir utan.
Monday, August 06, 2007
La ultima semana
Jæja gott fólk þá fer að nálgast "fin" í þessu yndislega ferðalagi okkar. Erum að byrja síðustu vikuna okkar í skólanum og persónulega er ég strax farin að sakna fólksins úr skólanum. Stelpurnar sem vinna þar og kennarnir eru óendanlega hresst fólk og brosmilt. Þeim er allavega ekki borgað fyrir að vera í fýlu eða með skeifu á andlitinu svo mikið er víst. Sem betur fer eru tvær hliðar á öllum málum og eftir síðustu vikuna í skólanum hefst tveggja vikna ævintýraferðalag með Guðrúnu og Viðari. Þau skötuhjú fá mikið props fyrir að taka sig til og skella sér til suður Ameríku í heimsókn til okkar. Kláruðum að græja og gera í dag fyrir ferðalagið og þetta á vonandi eftir að smella og koma vel út fyrir alla. Við ætlum að halda þeim í smá óvissu og koma þeim aðeins á óvart með eitt og annað :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment