Tilgangslaust kvartblogg
(þeir sem hafa ekki áhuga farið strax yfir í næsta blogg)
Madonna er ekki sérstaklega vel liðin hérna í Argentínu og kennarinn okkar minnist reglulega á það hversu ömurlega léleg leikkona. Kennarinn gengur meira að segja það langt að taka um nefið á sér og fussa þegar minnst er á söngkonuna. Ein helsta ástæðan fyrir einskæru hatri kennarans og fleiri Argentínubúa á Madonnu er sjálfsagt hálf súr frammistaða hennar í myndinni Evitu þar sem hún gerði þjóðarhetju Argentínu ekkert sérstaklega góð skil. Að auki á Madonna að hafa lýst því yfir með mikilli vanþóknun að í Buenos Aires og allri Argentínu ef út í það væri farið fyrirfyndist ekki almennileg heilsurækt.
Eins og ég er sammála kennaranum mínum um meint hæfileikaleysi söngkonunnar á leiksviðinu verð ég að taka undir orð Madonnu um heilsuræktir og gym í landinu. Við keyptum okkur kort í ræktina eftir frekar mikla leit. Ræktin sem við fundum er hin ágætasta og klárlega sú allra allra besta í borginni. Hún hefur upp á bjóða spinning center og heitir því frábæra nafni "wellcenter". Sem ætti að gefa til kynna að þarna liði fólki afara vel og í mínum huga gæti það jafnvel gefið til kynna að þarna leyndist jafnvel snyrtistofa eða spa...
Gymið í sjálfu sér er ágætt. Tækin eru ekki nema um það bil 5-10 ára gömul og virka öll sem skyldi. Það eru meira að segja sjónvarpsskjáir fyrir framan upphitunartækin og þó nokkuð um spegla og laus lóð. En well-factorinn er fjarri góðu ganni. Sturturnar eru til dæmis fjórar talsins í kvennaklefanum og þar fara konurnar í sturtu í nærfötunum (nema ég reif mig úr fyrir framan allar kellurnar og uppskar mikið gláp og undrun). Það er yfir höfuð ekki hægt að geyma fötin sín í skápum og kannski ca þrjú herðatré og ein slá í klefanum. Tveir vaskar og auðvitað ekki neitt sem heitir pláss fyrir snyrtidótið þitt, hárblásari, sléttujárn eða speglar til að taka sig til eftir ræktina.
Nú geng ég með þá hugmynd í hausnum að opna hérna alvöru wellcenter þar sem áhersla er á að konur (og karlar) geti haft það gott og notið þess að eyða tíma í sturtunni. Tekið sér góðan tíma í að taka sig til, jafnvel farið á snyrtistofuna og látið dekra við sig. Ég geri mér reyndar alveg grein fyrir því að meirihluti fólksins hérna er ekki á launum sem leyfa mikið dekur eða lúxuslíf. En það hlýtur samt sem áður að vera markaður fyrir því að láta fólki líða vel í ræktinni...
Fréttir af okkur...
Þessi vika er búin að einkennast af leti og lúxuslífi. Erum auðvitað sem endranær búin að fara út að borða á hverjum degi og höfum enn ekki orðið fyrir vonbrigðum. Gæti talað endlaust um standardinn á matnum og víninu hérna. Fórum til að mynda á mjög skemmtilegan ekta argentískan (ekki til túrista) stað sem bauð upp á æðislegan Armenískan mat. Góðu ráðin frá Páli Dungal hafa komið sér frábærlega vel á þessum vikum og ekki amalegt að hafa ótæmandi viskubrunn eins og hann þegar kemur að því að njóta þess sem Buenos Aires hefur upp á að bjóða.
Við fórum með skólanum á Tangóstað á miðvikudaginn og fórum í annan tíman okkar. Nú mætti ætla að við værum orðin frekar sleip en ég held að okkur fari bara aftur. Að minnsta kosti verður þetta ekki mikið auðveldara með hverju skiptinu :/ haha en þetta er alltaf jafn skemmtilegt sem er fyrir öllu. Við dönsuðum til að verða 2 um nóttina og þá urðum við að fara til að eiga séns í skólann daginn eftir. Þá var hins vegar stuðið rétt að byrja og flestir að týnast inn. Helstu djammdagarnir hérna í borginni virðast vera miðvikudagar, föstudagar og laugardagar. Sennilega sunnudagar líka þar sem mjög margt er lokað á mánudögum og þá virðist fólk safna orku fyrir vikuna. Í gær fórum við síðan í fyrsta skiptið inn í hverfi sem kallast San Telmo og er frægt tangóhverfi. Við dönsuðum engan tangó en drukkum fjórar rauðvínsflöskur með vinafólki okkar frá Nýja Sjálandi og sváfum þar af leiðandi yfir okkur í morgun og fórum ekkert í skólann ;) Nýttum frekar daginn í að skipuleggja ferðina með Guðrúnu og Viðari sem er óðum að taka á sig endanlega mynd. Nú sitjum við heima yfir lúxusvandamáli sem verður sífellt algengar hjá okkur - að velja stað til að borða á og stað til að skemmta okkur á í kvöld.... Já ég veit hreinlega ekki hvort La Vida er svo difícil þessa dagana!!
Bestu kveðjur, kossar og knúz til ykkar allra og þúsund þakkir fyrir kommentin. Mjög divertido og lindo að fá góðar kveðjur að heiman.
9 comments:
Þrátt fyrir daglegar æfingar og einkakennslu efast ég um að Lárus "Krummafótur" eigi nokkur tíman eftir að verða betri en Uxinn í tangó enda er rómantík og ástríðufullur taktur eitthvað sem er Uxanum eðlislegt... Kærlig hilsen frá kongens köben.
ps.
Margrét Uxadóttir
Æðislegt hvað allt gengur vel hjá ykkur og virkilega gaman að fylgjast með blogginu ykkar!
Ræktin sem þú varst að lýsa hljómar nú næstum eins og Styrkur ef ekki bara eins nema gellurnar fara nú úr fötunum í sturtu og það eru kannski 10 sturtur:)
Haldið áfram að hafa það gott
knús Bragi, Eygló og bumbus
Heil og sæl kæru skólafélagar!
Er búin að fylgjast með ykkur í nokkrar vikur og verð nú að hætta að pukrast þetta og senda ykkur kveðju. Rosalega gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar og ekki laust við að pínu ponsu öfundar gæti en vitanlega einnig gleði fyrir ykkar hönd.
Hlakka til að sjá ykkur í ástríðufullum tangódansi á næsta balli á Örkinni!!!
Heyrði reyndar haft eftir þýskum tangókennara (takið þessu með fyrirvara) að ekki sé hægt að dansa tangó nema vera í fullkomnu sambandi við tilfinningar sínar og svo eiga þær barasta að fljóta frá manni. Sel það ekki dýrara en mér var selt þetta. En ég kaupi nú svosem flest.
Hafið það sem allra, allra best og eins og mamma myndi segja "Í Guðs bænum farið ykkur ekki að voða".
Með bestu kveðju frá Hveragerði
Guðrún Hafsteins.
Hér er nú alltaf gaman að líta við og auka soldið á ferðalöngunina... Vuelvo al sur...
Hins vegar veeeerð ég að fá að koma með tvær athugasemdir hérna: ömurlegt gym og vika sem einkennist af dekri og lúxuslífi? Það getur s.s. farið saman? Og ekta argentískur staður sem býður upp á armenískan mat? Ay que interesante.
(Hallærislegar spænskuslettur settar inn til að virðast vera klár og ganga í augun á Evu litlu:)
hehehe já Eyrún þetta eru góðar athugasemdir og það er gott að vita að þú lest með fullri meðvitund og eftirtekt.
1. Þrátt fyrir tvær ferðir í gymið sem er nú bara harla ágætt (fyrir utan sturturnar og skiptiklefann) einkenndis vikan af leti þar sem við sváfum ítrekað yfir okkur í skólann og afrekuðum ekki mjög mikið túristalega séð.
2. Ekta argentíski staðurinn er alveg ekta, þar þjóna til borðs eldgamlir argentískir kallar með yfirvaraskegg. Maturinn er hins vegar armenískur en allt annað í kringum staðinn, el lugar og starfsfólk gæti ekki verið meira argentísk - laust við allan túrisma og því um líkt.
Ohhh hvað ég öfunda þig af því að það styttist í ferðina þína. Er komið eitthvað plan? Ég mæli sérstaklega með góðum tíma hérna í landi vino tinto og carne.
Guðrún takk fyrir kommentið og algjör óþarfi að pukrast ;) Ef tangó snýst um að vera 100% í takt við tilfinningar sýnar þá held ég að við Lárus séum dæmd til að vera hálf taktlaus það sem eftir er. En hér taka flestir viljan fyrir verkið sem er mjög gott fyrir okkur :)
Eygló, sturturnar í Styrk eru klárlega mörgum klössum fyrir ofan sturturnar í ræktinni minni!! ;) Kíktum á síðuna og hlökkum til að fylgjast með fleiri myndum og fréttum!!
Held ég láti Krummafót (sem er by the way afar mikið réttnefni þar sem hann á frekar erfitt með að bregða fyrir sig vinstri fæti í tangó) um að svara athugasemdum Uxans. Eina sem ég hef að segja er að Margrét er fullkomin.
en hvað það er gaman hjá ykkur - manni langar að vera með ;) njótið ykkar áfram elskurnar - knús og kossar úr Hraunbænum
kveðja
Berglind Elva & Róbert Sindri
Ástríðufulli Uxinn í Danveldi hefur eflaust þótt "heitur" við rækjuborðið í Þorlákshöfn í denn. Að dansa ástríðufullan Tango í Buenos Aires er bara allt annað mál og er einungis á færi ástríðufyllstu macho manna frá Hvolsvelli
Uss ég hef nú bara aldrei hitt karlmann frá Hvolsvelli, þetta eru allt saman hálfgerðir hvolpar.
Og hefurðu aldrei heyrt um rækjutangó
Ég hef heyrt um rækjudans. Ég dansa hann oft.
Post a Comment