Monday, June 18, 2007

Kun en uge

Það er skemmtilegt twist í því að byrja nýtt blogg á danskri fyrirsögn. Fyrirsögnin á samt einstaklega vel við í dag þar sem það er einungis ein vika eða "kun en uge" þangað til að við fljúgum til Kaupmannahafnar. Elfa benti mér á að það væri sniðugt að halda þessari síðu upp í sumar - þar sem hún hefur áður þjónað vinum og kunningjum sem upplýsingagátt um ferðir okkar Lárusar.

Fyrrasumar einkenndist af dönskum huggulegheitum þar sem hjólreiðar, sólböð og nokkrir bjórar komu við sögu. Í sumar ætlum við að halda örlítið sunnar á bóginn og eyða nokkrum vikum í Argentínu, nánar tiltekið í Buenos Aires.

En eins ég sagði áðan þá fljúgum við til Köben á mánudaginn næsta. Rifjum upp kynni okkar af Islandsbrygge og Salonen. Knúzum og trútsum Hildi, Ágúst og barnið sem Hildur lumar á í maganum. Eftir nokkra daga kelerí býður okkar flug frá Köben til Parísar og frá París og til Buenos Aires.

Ætlunin er því að halda úti skemmtilegri upplýsinga- og myndasíðu hérna á þessari slóð. Það er líka alltaf gott að fá comment og krítík á það sem við erum að gera. Með þessari undursamlegu tækni mætti því ætla að við gætum átt í ágætis sambandi við fjölskyldu, vini og kunningja þrátt fyrir að vera búsett hinu megin á jörðinni, rétt við suðurpólinn.

Ætla að koma með nokkra skemmtilega punkta um áætlaðan áfangastað svo að sem flestir átti sig á því hvað er í vændum hjá okkur Lalla.

Ást og kossar

2 comments:

Unknown said...

það verður gaman að fylgjast með ykkur, endalaust dugleg að ferðast um jarðkringluna. Smá öfund hérna í gangi hjá "stay at home mom"! Þið komið svo bara í heimsókn þegar þið komið aftur á klakann, alltaf kleinur og kókómjólk hér!!!
kveðja úr Mosó
Láretta

Anonymous said...

Við erum sko alltaf til í kleinur og kókómjólk og þurfum í alvörunni að kíkja í heimsókn þegar við komum heim ;)

Knús og kossar