Það glittir í sólskin í Bilbao þó svo að vorið sem ég básúnaði og lofaði hérna um daginn hafi hörfað í bili. Hitinn fór niður fyrir frostmark í gærnótt. Dagarnir núna snúast aðallega um að læra þangað til að hungrið segir til sín þá skreppum við hjúin út í "menu del día" og borðum okkur sprengsödd. Hér um bil án undantekningar hef ég þurft að leggja mig í dágóðan tíma eftir að hafa fengið mér þennan klassíska miðdegisverð Spánverja og þaðan held ég að síestan sé meira og minna upprunin. Það er ekki endilega það að hitinn sé svo kæfandi að fólk verði hreinlega bara að loka sig af í 3 klukkutíma á dag (enda hefur mér alltaf þótt það hæpin útskýring á fyrirbærinu síesta).
Hitinn hérna á N-Spáni er bara sæmilegur, fer sjálfsagt aldrei mikið yfir 30 og á veturnar er hreinlega bara hrollkalt í amk 3 mánuði. Menu del día er hins vegar þannig máltíð að maður getur lítið annað gert en að leggja sig eftir matinn. "Seðillinn" kostar 10 EUR og samanstendur af þremur réttum. Primero Plato sem getur verið allt mögulegt, oftast er þó í boði salat, súpa, pastaréttir, aspasréttir, brauð með pate eða svona réttir í léttari kantinum (þó svo að risa diskur af pasta og brauði sé ekkert sérstaklega létt fyrir mér). Segundo Plato er síðan aðalrétturinn og þá er yfirleitt hægt að velja á milli 3-4 fisk eða kjötrétta. Ég er núna fyrst farin að þora í fiskinn því yfirleitt er hann reiddur fram með haus og sporði og öllu tilheyrandi og ég hef því ekki lagt í það. Kemur sér illa núna að hafa aldrei unnið í fiski! Á seðlinum í gær var hins vegar eitthvað sem hét Salmonita og ég hélt nú að ég væri frekar örugg með lax. Eftir að hafa næstum borðað mig pakksadda af salati með eggjum, síld og brauði þá kom Salmonit-að (í mínum huga lítill lax) á borðið til mín í líki þriggja mjög svo undarlegra fiska. Þeir litu út eins og risavaxin síld með stóran haus og svört augu. Ég gerði mitt besta í að flaka og beinhreinsa og þetta smakkaðist bara þónokkuð vel. Þjónarnir fylgdust hins vegar grannt með mér allan tíman og mig grunar að þeim hafi ekki fundist mikið til aðfaranna koma hjá mér.
Í eftirrétt er síðan hægt að fá sér ís, ávexti, ost og bara yfirleitt allt milli himins og jarðar. Í gær spilaði tungumálið aðeins með mig og það er greinilega langt í land hjá mér... Ég sem hélt að ég væri einmitt komin á "veitingastaða levelið" í spænskunni. En ég ætlaði semsagt að biðja um súkkulaðiköku en fékk geitaost í staðin. Eftir svona þriggja rétta máltíðir sem skolað er niður með flösku af rauðvíni og flösku af vatni þá er heppilegt að gangan heim er ekki löng og leiðin í rúmið enn styttri. Síðan vaknar maður endurnærður (eða mjög stúrin og myglaður eins og ég) um 6 leytið og fer aftur út á röltið samkvæmt hefðinni.
Hitinn hérna á N-Spáni er bara sæmilegur, fer sjálfsagt aldrei mikið yfir 30 og á veturnar er hreinlega bara hrollkalt í amk 3 mánuði. Menu del día er hins vegar þannig máltíð að maður getur lítið annað gert en að leggja sig eftir matinn. "Seðillinn" kostar 10 EUR og samanstendur af þremur réttum. Primero Plato sem getur verið allt mögulegt, oftast er þó í boði salat, súpa, pastaréttir, aspasréttir, brauð með pate eða svona réttir í léttari kantinum (þó svo að risa diskur af pasta og brauði sé ekkert sérstaklega létt fyrir mér). Segundo Plato er síðan aðalrétturinn og þá er yfirleitt hægt að velja á milli 3-4 fisk eða kjötrétta. Ég er núna fyrst farin að þora í fiskinn því yfirleitt er hann reiddur fram með haus og sporði og öllu tilheyrandi og ég hef því ekki lagt í það. Kemur sér illa núna að hafa aldrei unnið í fiski! Á seðlinum í gær var hins vegar eitthvað sem hét Salmonita og ég hélt nú að ég væri frekar örugg með lax. Eftir að hafa næstum borðað mig pakksadda af salati með eggjum, síld og brauði þá kom Salmonit-að (í mínum huga lítill lax) á borðið til mín í líki þriggja mjög svo undarlegra fiska. Þeir litu út eins og risavaxin síld með stóran haus og svört augu. Ég gerði mitt besta í að flaka og beinhreinsa og þetta smakkaðist bara þónokkuð vel. Þjónarnir fylgdust hins vegar grannt með mér allan tíman og mig grunar að þeim hafi ekki fundist mikið til aðfaranna koma hjá mér.
Í eftirrétt er síðan hægt að fá sér ís, ávexti, ost og bara yfirleitt allt milli himins og jarðar. Í gær spilaði tungumálið aðeins með mig og það er greinilega langt í land hjá mér... Ég sem hélt að ég væri einmitt komin á "veitingastaða levelið" í spænskunni. En ég ætlaði semsagt að biðja um súkkulaðiköku en fékk geitaost í staðin. Eftir svona þriggja rétta máltíðir sem skolað er niður með flösku af rauðvíni og flösku af vatni þá er heppilegt að gangan heim er ekki löng og leiðin í rúmið enn styttri. Síðan vaknar maður endurnærður (eða mjög stúrin og myglaður eins og ég) um 6 leytið og fer aftur út á röltið samkvæmt hefðinni.
2 comments:
Hahaha vá hvað ég hefði orðið vonsvikin ef ég hefði fengið ost í staðinn fyrir súkkulaðiköku!
Knús til ykkar,
Guðrún, Viðar og Kári
hehehe já og það geitaost með slettu af hunangi... samt allt í lagi svona þannig séð. Kláraði samt ekki og hefði pottó klárað súkkulaðikökuna.
Post a Comment