Jákvæðnin seytlar á ný inn í líf okkar. Enda ekki mikið sem við getum kvartað yfir þó svo að ég reyni stundum að finna eitt og annað smávægilegt og gera úr því heilmikið mál.
Vorið hefur verið að minna á sig og hitinn nálgast nú 20 gráðurnar þriðja daginn í röð. Það spáir nú reyndar ekki svona góðu um helgina en þetta er allt á réttri leið myndi ég ætla.
MA skrifin ganga hægt en vel fyrir sig. Ég skrifa eitthvað smá á hverjum degi og er best ef ég næ smá "samfellu" í daginn. Er með 500 orða markmið á dag, sem gengur nú svona lala - en ég bæti yfirleitt upp lélega daga með því að taka smá skurk aðra daga og afreka þá kannski allt upp í rúmlega 1000 orð. Orðafjöldinn er kannski ekki svo gífurlegur en ég miða við "góð" orð. Semsagt engin bull orð, helst bara eitthvað sem ég er sátt við og þarf ekki mikið að endurorða. Síðan situr í mér eilíf ritskoðun eftir að hafa verið í námskeiðinu "málstofa - efst á baugi" hjá Jóni Torfa í HÍ. Allir þeir sem hafa tekið þetta námskeið vita um hvað ég er að tala.
Þar var ekki skrifuð ein setning nema að hún hefði alveg stútfullt gildi, segði allt sem segja þyrfti en væri samt gjörsamlega laus við allan óþarfa. Það er því svo að í hvert skipti sem ég skrifa eina vesæla setningu þá hefst ritskoðunin í hausnum á mér og ég spyr mig: "segir þessi setning eitthvað mikilvægt?" "er þessi setning til bóta fyrir verkið sjálft?" "bætir hún nýrri þekkingu við verkið?" "er hún nauðsynleg fyrir lesendann að lesa?" og svona mæti lengi telja... Kannski ekki mjög efektívt þegar maður ætti bara að vera að skrifa "í flæðinu"...
En það er ekkert svoleiðis hjá mér þegar ég skrifa ritgerðir - það er meira svona eitt þrep í einu, upp langan og brattan stiga og ekki mikið um frjáls og óheft skrif.
Um helgina verður aðeins meira stuð á okkur skötuhjúum en vanalega þar sem ég ætla að setja stigaklifrið á hold og við ætlum að skreppa til Loredo sem er smábær á milli Bilbao og Santander. Bærinn skartar brjálæðislega langri og fallegri strandlengju og því er vonast eftir góðu veðri. Held reyndar að það eigi að rigna! En engu að síður skemmtilegt að komast aðeins út fyrir borgina og skoða sig um í Baskalandi. Við förum nokkuð stór hópur saman í ferðina. Allir ætla að njóta þess að á morgun er "día del padre" eða feðradagur sem er, í feðraveldinu Spáni, auðvitað heilagur frídagur.
"Mæðradagurinn kemur síðan alltaf upp á sunnudegi og þá eldar konan læri" sagði vinur okkar í gær þegar hann var að útskýra hefðir og siði Spánverja. Ég sit á feministanum í mér og þakka fyrir góðan frídag í þetta skiptið :)
Njótið helgarinnar!
Vorið hefur verið að minna á sig og hitinn nálgast nú 20 gráðurnar þriðja daginn í röð. Það spáir nú reyndar ekki svona góðu um helgina en þetta er allt á réttri leið myndi ég ætla.
MA skrifin ganga hægt en vel fyrir sig. Ég skrifa eitthvað smá á hverjum degi og er best ef ég næ smá "samfellu" í daginn. Er með 500 orða markmið á dag, sem gengur nú svona lala - en ég bæti yfirleitt upp lélega daga með því að taka smá skurk aðra daga og afreka þá kannski allt upp í rúmlega 1000 orð. Orðafjöldinn er kannski ekki svo gífurlegur en ég miða við "góð" orð. Semsagt engin bull orð, helst bara eitthvað sem ég er sátt við og þarf ekki mikið að endurorða. Síðan situr í mér eilíf ritskoðun eftir að hafa verið í námskeiðinu "málstofa - efst á baugi" hjá Jóni Torfa í HÍ. Allir þeir sem hafa tekið þetta námskeið vita um hvað ég er að tala.
Þar var ekki skrifuð ein setning nema að hún hefði alveg stútfullt gildi, segði allt sem segja þyrfti en væri samt gjörsamlega laus við allan óþarfa. Það er því svo að í hvert skipti sem ég skrifa eina vesæla setningu þá hefst ritskoðunin í hausnum á mér og ég spyr mig: "segir þessi setning eitthvað mikilvægt?" "er þessi setning til bóta fyrir verkið sjálft?" "bætir hún nýrri þekkingu við verkið?" "er hún nauðsynleg fyrir lesendann að lesa?" og svona mæti lengi telja... Kannski ekki mjög efektívt þegar maður ætti bara að vera að skrifa "í flæðinu"...
En það er ekkert svoleiðis hjá mér þegar ég skrifa ritgerðir - það er meira svona eitt þrep í einu, upp langan og brattan stiga og ekki mikið um frjáls og óheft skrif.
Um helgina verður aðeins meira stuð á okkur skötuhjúum en vanalega þar sem ég ætla að setja stigaklifrið á hold og við ætlum að skreppa til Loredo sem er smábær á milli Bilbao og Santander. Bærinn skartar brjálæðislega langri og fallegri strandlengju og því er vonast eftir góðu veðri. Held reyndar að það eigi að rigna! En engu að síður skemmtilegt að komast aðeins út fyrir borgina og skoða sig um í Baskalandi. Við förum nokkuð stór hópur saman í ferðina. Allir ætla að njóta þess að á morgun er "día del padre" eða feðradagur sem er, í feðraveldinu Spáni, auðvitað heilagur frídagur.
"Mæðradagurinn kemur síðan alltaf upp á sunnudegi og þá eldar konan læri" sagði vinur okkar í gær þegar hann var að útskýra hefðir og siði Spánverja. Ég sit á feministanum í mér og þakka fyrir góðan frídag í þetta skiptið :)
Njótið helgarinnar!
2 comments:
ást til ykkar og góða ferð.
flott að fara hægt upp stigan því á endannum verður þetta
100% hjá þér
knús
h
Takk snúlla, fórum samt í staðin til Frakklands... sem var gaman. Hlakka til að koma til ykkar í apríl.
Post a Comment