Vöknuðum klukkan 8 í morgun sem hefur ekki gerst síðan ég þurfti að mæta síðast í flug. Átti tíma á svona ókristilegum tíma hjá lækninum, ekkert til að hafa áhyggjur af. Svo við skunduðum af stað í morgunsvalanum. Sólin varla komin upp og syfjaðir Spánverjar á leið í skóla eða vinnu um allar götur. Við ætluðum síðan í búðina eftir læknisheimsóknina en komumst að því að hún opnar ekki svona snemma. Fórum þá á ekta spænskt kaffihús, smekkfullt af gömlum körlum að reykja vindla og gömlum konum með bleikan áfengan drykk í glasi. Fengum okkur spænska tortillu með osti og skinku, nýpressaðan ávaxtasafa og kaffi. Stórfín leið til að starta þessari viku sem ég held að verði miklu betri en flestar aðrar vikur í febrúar!
Ást og gleði
No comments:
Post a Comment