Erum á leið til Salamanca á morgun ásamt 15 krökkum. Leigjum okkur hús og skoðum okkur um í Castille y León yfir páskana. Ég hlakka til að sjá aðra hlið á Spáni. Hlakka til og kvíði fyrir að eyða nokkrum dögum með krökkum sem tala BARA spænsku.
Hér eru framtíðarpælingar á hverjum degi. Ekki mikið um niðurstöður þó. Enda hefur okkur farist best að láta tækifærin koma til okkar, örlítið óvænt. Ég er samt soldið svona við það að fríka út í óvissunni. Get ekki sagt að ég sé að njóta þess að vita ekki hvar við ætlum að eiga heima í haust, eða hvernig við ætlum að borga húsaleigu.
Auðvitað er þetta lúxusvandamál að reyna að ákveða hvar maður vill eiga heima í veröldinni. Ekki erum við föst neinstaðar og engin neyðir okkur til neins. Það sannast samt engu að síður máltækið að sá á kvölina sem á völina. Aðallega finnst mér nauðsynlegt að fá vinnu einhverstaðar. Þá gæti ég vel við unað, nánast hvar sem er í heiminum.
Við sendum ykkur annars bara sjóðheitar páskakveðjur og vonum að þið hafið það gott um hátíðirnar.
Ást og gleði
E+L
6 comments:
Mér finnst kaffibletturinn hans Lalla líta út eins og land og ég held að það sé landið sem bíði ykkar. Nú er bara að sækja sér atlas á bókasafnið og finna hvaða land þetta er og málið er leyst
Vinna er ofmetin: http://www.crimethinc.com/
Njótið frísins!
Góða ferð, góða skemmtun og njótið páskanna á spænsku :)
Kveðja,
Guðrún
Hæ hæ elsku Eva og Lalli. Svo gaman að geta fylgst með ykkur hér á þessari síðu. Langaði bara að kasta á ykkur páskakveðju úr Hveró
Love Magga Rós
Takk fyrir góðar kveðjur elskurnar. Eyrún ég þori ekki að kíkja á þessa slóð..
Annars er ég leið til Köben á morgun. Vona að þið hafið átt góða páska. Mínir voru stórskemmtilegir.
hlakka til að knúsa þig í köben.
hildur
Post a Comment