Já ef það er ekki tilefni til að skrifa um matargerð núna!!
Fórum "aðeins út að borða" á þriðjudagskvöldi í Bilbao. Þar sem við búum niðrí bæ höfum við ekki prófað helming staðanna sem eru hérna megin við ánna en engu að síður þekkjum við bæinn ágætlega vel. Staðurinn sem varð fyrir valinu í kvöld er staður sem býður ekki upp á neinn sérstakan aðalrétt heldur einungis "platos especiales" sem eru nokkurs konar diskar af góðgæti... Fyrsti rétturinn okkar var kolkrabba carpaccio. Fyrir þá sem þekkja til nauta carpaccio sem hefur jú verið nokkuð vinsælt á Íslandi sl. ár skýrir þetta sig kannski sjálft en fyrir hina þá er kolkrabba carpaccio niðurskorinn hrár kolkrabbi marineraður í olíu og rauðum pipar... *ekkert nema lostæti*
Annar rétturinn okkar var nýbakað brauð með lomo iberico (úrvals skinku) - þarf varla að ræða hversu ljúfeng skinkan var!! síðasti rétturinn var síðan foe gras (andalifur) með rifsberjasultu, stjörnuávöxtum, kavíar, súrum gúrkum og gulrótum.... Ég veit, hljómar alveg absúrd samsetning en það er einmitt það sem gerði þetta svo ótrúlega sérstakt og spennandi!! Ég get varla skrifað annað en.....
Mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm!!!! þetta var út fyrir ósónlagið gott og ekkert minna en það, takk fyrir. Drukkum með 2 glös af Crianza frá 2005 sem var algjört himnaríki!
11 comments:
Já,já vert þú bara að borða góðan mat. Ég er að rembast við að borða sem minnst helst bara hrátt kál og vatn. Sagði við pabba þinn í gær að maginn á mér væri nú krúttlegur ef ég væri ólétt...en þetta er víst bara matur
knús mamma
Ææææ bara matur ég sem væri alveg til í lítið systkini!! Ertu alveg viss??
Við erum bara að undirbúa heimsóknina ykkar mamma, það þarfnast reglulegra ferða á veitingahús borgarinnar svo við getum veitt góða leiðsögn þegar þið komið :-)
Foi gras er búið til með því að þvinga maukfæði ofan í dýr í gegnum slöngu 2-4 sinnum á dag í nokkrar vikur fyrir slátrun. Dýrið fitnar óeðlilega mikið og hratt og lifrin verður hlutfallslega mjög stór (allt upp í tólf sinnum þyngri en eðlilegt er þegar mest lætur) og feit. Lifrarskemmdir og -sjúkdómar eru í senn aukaverkanir og tilgangur meðferðarinnar, og ofvaxinn magi gerir dýrinu erfitt fyrir að anda auk þess sem laskað vélinda veldur sársauka og stundum sýkingum. Framleiðsla og sala á foi gras hefur vegna þessa verið gerð ólögleg sums staðar í heiminum, m.a. í Tyrklandi og Ísreal (vöggu mannúðlegrar meðferðar á mönnum og dýrum). Framleiðendur foi gras neita hvers kyns neikvæðum áhrifum af force-feeding ferlinu.
Já Eyrún því miður þá er ekki farið vel með öll dýr sem notuð eru í matseld. Sumir kjúklingar eru líka sprautaðir með salti og vatni rétt fyrir slátrun, öðrum látin vaxa þrjú brjóst og svo framvegis. Það er samt ekki þar með sagt að allt foi gras sé búið til með þeim hætti sem þú lýstir.
Það eru án efa fuglabú hverskonar sem fara vel með fuglana sína og nota úr þeim lifrina, brjóstin, lærin eða hvað það er sem þeir nýta með eðlilegri hætti en því sem að ofan er lýst. Ég vona amk sannarlega að flest fuglabú fari vel með fuglana sína og að þar sé farið eftir almennum reglum og lögum sem snúa að meðferð dýra.
Ekki það að ég geti ábyrgst foi gras-ið sem ég borðaði um daginn frekar en kjúllan eða svínakjötið sem ég borða líka oft...
Þetta er dillemma!!
Almennt er foi gras búin til á þann hátt sem ég lýsti að ofan, annað er undantekning. Ég skoðaði þetta aðeins áður en ég setti athugasemdina inn, til að vera viss um að ég væri ekki að ljúga neinu í þig, og það þarf ekki að fara inn á dýraréttindasíður eða neins konar jaðar til að fá þessar upplýsingar, þær eru almennar og viðurkenndar.
Afneitun er algeng fyrstu viðbrögð við hvers kyns óþægilegum upplýsingum. Óskhyggja er náfrænka hennar og tekur oft við þegar ekki er hægt að hundsa staðreyndir algerlega. Dæmi um óskhyggju er að vona að maturinn manns hafi átt sæluríkt líf áður en honum var slátrað, þrátt fyrir að allt bendi til að svo hafi ekki verið. Þess fyrir utan eru áhöld um hversu sæluríkt það er að vera slátrað, en það er út af fyrir sig önnur umræða.
Það hvort fuglabúa hirða um skepnurnar í samræmi við lög og reglur er síðan enn annar vinkillinn á þessa umræðu því lög og reglur ganga síður en svo langt í að tryggja dýrum sársaukalaust líf, samanber það að einungis nokkur lönd í heiminum hafa séð ástæðu til að gera force-feeding framleiðslu á foi gras ólöglega.
Matur er, eins og neysla almennt, dilemma -eða ætti allavega að vera það. Og það sama á við um þessa umræðu eins og aðrar dilemmur (siðferðisleg álitamál) að upplýstar ákvarðanir eru þær einu gildu, þó það sé kannski seint hægt að komast að endanlegri niðurstöðu.
Neinei enda hafði ég þig aldrei grunaða um að ljúga dúllan mín og trúi þér alveg - auk þess er ég lítið sem ekkert í afneitun þar sem þessi málaflokkur (dýravernd) hefur ekki verið neitt sérstaklega uppi á borðum hjá mér og ég hef því hvorki kynnt mér málavexti að ráði né myndað mér sterka skoðun á þeim. Þar af leiðindi myndi ég svosem ekki geta neitað eða játað einhverju þessu tengdu. En mér finnst hins vegar hæpið að það sé hægt að alhæfa í þessu frekar en öðru.
Síðan er það umræðan um staðla, lög og siðferði og hvar línan liggur og hver hin "rétta meðhöndlun" sé... þar sem ég er heldur ekki mjög vel að mér í stöðlum þá get ég bara "vonað" og nú kemur aftur að óskhyggjunni minni, að fólk sem hafi meira vit á þessu en ég hafi snefil af siðferðiskennd og fylgi henni þegar það setur lög og reglur.
Síðan er þetta alltaf spurning um hvar við sjálf drögum línuna og hvaða málefni vekja hjá manni þörf til að skoða þau nánar ofan í kjölin. Ég hef hingað til borðað mitt foi gras svona um það bil einu sinni á ári og ekki hugsað neitt sérstaklega mikið til þeirra fugla sem þjást fyrir þann munnbita. Kannski vegna þess hversu sjaldan ég borða foi gras, eða kannski vegna þess að dýraverndun hefur ekki verið mér sérlega hugleikinn hingað til, eða kannski er mér bara alveg sama um gæsirnar??? (samt ekki ef ég hugsa um þær með trekkt niður hálsinn)
Þá sækir á mig lika sú eilífa spurning hvað, hvar og hverja maður boycuttar til að gera heiminn að betri stað? ...og síðan hvaða árangri það skilar, hverju maður áorkar og hverju er fórnað í staðin (svona almennt séð, kannski ekki bara gæsirnar og foi grasið ef þú skilur).
ps. það er gaman að spjalla við þig!
og já ég ætlaði að skrifa líka að óskhyggjuna skal ég alveg taka á mig þar sem ég er nú bara þannig gerð að trúa yfirleitt því besta upp á menn og málefni og vonast eftir besta (þó stundum þurfi að búast við því versta).
Knús
Hvet ykkur í framhaldi af þessari foie gras umræðu að hlusta á þennan mann tala um upplifun sína á náttúrulegri ræktun gæsa:
http://www.ted.com/talks/lang/eng/dan_barber_s_surprising_foie_gras_parable.html
- ótrúlega skemmtileg hlustun þó svo að hræðilegar staðreyndir um the making of fois gras koma fram (Svipuð lýsing og Eyrún hefur bent á).
ps. mamma þín er skemmtileg:)
Takk fyrir innleggið Berglind, já mamma er skondin skrúfa!
Luv jú!
ég ætla að segja með þér mmmmmmmmmmmmmmmm :)
Matseðillinn hljómaði einstaklega vel :)
Verði ykkur bara að góðu :) og góða skemmtun við það að þræða staði til að finna nýja fyrir alla gestina ;) ótrúlega skemmtilegt verkefni !! :)
Já finnst þér ekki Valgý - alveg bráðnauðsynlegt verkefni líka!
Post a Comment