Í dag fer fram úrslitaleikurinn í konunglegu bikarúrslitunum hér í Bilbao. Síðustu daga hefur öryggisgæslan í kringum og inni í höllinni aukist jafnt og þétt og nær líklegast hámarki í dag þar sem kóngurinn og drottningin mæta á leikinn í dag. Það verður sannkallaður risaslagur þar sem Barcelona og Madrid keppast um bikarinn. Það er nokkuð ljóst að meirihluti áhorfenda, það er að segja allir sem koma frá Baskalandi munu halda með Katalóníu og ekki Madrid.
Það er eitt sem hefur vakið furðu mína og ánægju. Í fjóra daga hefur núna safnast saman fólk alls staðar af frá Spáni (um það bil 15.000 manns) sem heldur allt með sitthvoru liðinu og það kallar og syngur og púar og hvetur til skiptis en ekki einu sinni eru búin að koma upp slagsmál af þeim toga sem oft eru kennd við íþróttaviðburði eins og þennan, kannski sérstaklega fótbolta. Borgin er full af fólki uppáklæddu í búninga sem hefur hátt og syngur en það er svo gott sem enginn í leit af einhverjum vandræðum. Það hefur aðeins bæst í lögregluliðið bæði í borginni og sérstaklega í kringum höllina en ég hef ekki einu sinni séð þá í action enda allir bara vinir um leið og leiknum lýkur alveg sama í hverslags búning þú ert eða með hvaða liði þú heldur.
Til fyrirmyndar!
No comments:
Post a Comment