Wednesday, February 24, 2010

Nei, þú hér??

Tilfinningin um að "eiga heima" einhverstaðar kemur vitanlega ekki strax þegar maður flytur í nýja borg. Fyrst þarf að kynnast hverfinu sínu, heilsa nokkrum sinnum upp á kaupmanninn á horninu, fara á hverfisböbbinn oftar en einu sinni og svo framvegis. Mín tilfinning um að "eiga heima" í Bilbao kom hins vegar í dag þegar við Lárus ráfuðum inn á eitthvað kaffihús og hittum þar fyrir tilviljun einhvern sem við þekkjum. Spænskt par sem Lalli kynntist í gegnum körfuboltann. Það að hitta kunningja eða vini á förnum vegi er alveg einstaklega heimilislegt, sérstaklega í milljón manna stórborg þar sem hver dagur býður upp á nýtt hverfi til að skoða og nýjar götur til að mæla...

No comments: