Janúar hófst með glaðningi frá Íslandi. Fullt af nammi, lýsi, harðfiski og flatkökum.
Við skötuhjú skelltum okkur líka til Aarhus að heimsækja Hadda og Bjarney
Valentínusardagurinn var haldinn hátíðlegur á okkar heimili í febrúar
Ég horfði á ófáa körfuboltaleiki með Agne
Námsmannalífið í Köben bauð bara upp á heimaklippingar :)
og veturinn bauð upp á nokkur pigeaften á Matthæusgade 48
Lárus gerði meira en að spila körfubolta í mars tók hann líka þátt í leik/dans sýningu sem byggðist á körfubolta og dansi.
Í apríl mætti síðan vorið til Köben og svalirnar voru óspart notaðar
Ég hélt fyrirlestur fyrir danska menntaskólanemendur
Við skruppum aðeins til Íslands og sáum BSO alveg splunkunýjan
Fyrstu sumargestirnir okkar til Köben voru Berglind og Hilmar :)
Stórfjölskyldan frá Giljum kom líka í heimsókn
sem og litla fjölskyldan úr Brúarhvammi
Við fórum síðan í surprize heimsókn til Íslands og næstum beint á Vopnafjörð
Það var blíða á Íslandi í ágúst
Við fluttum síðan inn í töluvert minni íbúð í Köben þar sem voru ekki svalir
En veðrið var gott og við borðuðum bara oftar úti í garði
og fórum oft á ströndina
Í ágúst hélt ég fyrirlestur um borgaravitund á ráðstefnu á Ítalíu í 40 stiga hita
Við fluttum síðan til Bilbao í byrjun september og þar tók blíðan á móti okkur
og Guggenheimsafnið í allri sinni dýrð
Lárus henti í eina meistararitgerð í september og útskrifaðist sem meistari í alþjóðasamskiptum
Við fengum síðan fyrstu gestina okkar sem voru á pílagrímsgöngu
Borðuðum góðan mat og ferðuðumst um Norður strönd Spánar
Lárus efst uppi....
...á þessari hæð
Næstu gestir sem vermdu stofugólfið - Halla og Bjöggi :)
Við erum spennt fyrir árinu 2010. Það mun vonandi færa okkur gleði og hamingju, ást og umhyggju fyrir hvort öðru og okkar nánustu. Við erum oftar sem áður ekki með niðurneglt plan fyrir árið og ætlum að taka opnum örmum á móti því sem okkur býðst. Í gegnum árin höfum við lært að lífið er ekki endilega alltaf dans á rósum og yfirleitt þarf að vinna örlítið fyrir hamingjunni. En við höfum líka lært að lífið býður upp á óteljandi möguleika og það er okkar að grípa tækifærin þegar þau gefast. Þykja vænt um hvort annað og vera sátt með það líf sem við veljum okkur.
Takk fyrir árið 2009 við hlökkum til að takast á við árið 2010 með ykkur öllum.
Meira pinxtos....
2009 var ár gleði og sorgar eins og flest önnur ár. Við eignuðumst nýja vini og misstum aðra. Við fluttum frá Kaupmannahöfn til Bilbao og áttuðum okkur á gildi vináttu og fjölskyldunnar enn og aftur. Lentum í ýmsum ævintýrum og kynntumst nýrri menningu. Tókumst á við ýmis verkefni bæði andlega og líkamlega, unnum ýmsa sigra og höldum enn áfram að takast á við lífið og tilveruna.
Við erum spennt fyrir árinu 2010. Það mun vonandi færa okkur gleði og hamingju, ást og umhyggju fyrir hvort öðru og okkar nánustu. Við erum oftar sem áður ekki með niðurneglt plan fyrir árið og ætlum að taka opnum örmum á móti því sem okkur býðst. Í gegnum árin höfum við lært að lífið er ekki endilega alltaf dans á rósum og yfirleitt þarf að vinna örlítið fyrir hamingjunni. En við höfum líka lært að lífið býður upp á óteljandi möguleika og það er okkar að grípa tækifærin þegar þau gefast. Þykja vænt um hvort annað og vera sátt með það líf sem við veljum okkur.
Takk fyrir árið 2009 við hlökkum til að takast á við árið 2010 með ykkur öllum.
Eva + Lalli - satt og sannað :)
4 comments:
Knús og kram á ykkur :-)
M&P
En sætt. Árið lítur fallega út í myndum.
Ást, Eyrún
Það gerir það Eyrún enda nokkuð gott ár bara :)
Ég á fallegar myndir af okkur síðan í jólafríinu þarf að senda þér þær bara fyrst þær mega ekki líta dagsins ljós á veraldarvefnum.
Knús á þig.... og mömmu og pabba ;)
Ég áskil mér rétt til sérvisku þannig að einkapóstur er vel þeginn :)
Post a Comment