horfðum á Bilbao Basket tapa fyrir Vitoria sem var eiginlega bara ekkert leiðinlegt. Höllin sem BB spilar í er RISA stór og er staðsett inn í svokölluðu BEC eða Bilbao Exhibition Center sem hýsir miklu fleira en bara þessa annars huge körfuboltahöll. Leikurinn í dag var Derby leikur þar sem bæði lið eru staðsett á Viskaya og eru nágrannalið. Stemmingin var eftir því skemmtileg, mikið öskrað, æpt og sungið. Höllin tekur um það bil 15.000 manns og það er bara pjúra skemmtun að fara á svona leiki - sama hver úrslitin verða. Enda bjóst kannski engin við að BB myndi vinna Vitoria sem er mun ofar í deildinni en við.
Annars er allt að falla í ljúfan löð hjá okkur skötuhjúum ég klára síðasta prófið mitt í þessu námi á miðvikudaginn næstkomandi og þar með líkur allri vinnu sem ekki er beintengd MA ritgerðinni. Febrúar, sem er í raun frímánður þar sem næsta önn byrjar ekki fyrr en 1. mars, ætti að nýtast mér í heimildaröflun og undirbúning fyrir ritgerðina. Síðan er bara að eyða næstu mánuðum í að lesa og skrifa til skiptis.
Við erum ennþá í skýjunum yfir styrknum sem ég fékk og léttir okkur heldur betur lífið á komandi önn. Spurning hvort við þurfum ekki hreinlega að gera okkur ferð til Kaupmannahafnar til að sækja peningana og fagna með þeim sem hjálpuðu okkur að sækja um ;)
No comments:
Post a Comment