Thursday, January 28, 2010

Bókaormar

Vorum að bæta við nýjum bókum sem við erum búin að vera að lesa á "við mælum með" listann okkar. Lárus er hins vegar búinn að lesa miklu miklu fleiri. Mér reiknast til að hann hafi lesið núna frá því að við fluttum út - og nú ýki ég ekki - svona um það bil 30 bækur. Þannig að ef ykkur vantar hugmynd af góðri bók, spyrjuð þá Lalla.

Ég er sjálf búin að lesa þarna Kirkju Hafsins sem er þykkur doðrantur upp á mörg hundruð blaðsíður og maður þarf aðeins að hafa sig í að byrja en eftir fyrsta kaflann er ekki séns að maður leggi bókina mikið frá sér. Ég las hana í matarboði hjá vinum okkar svo spennandi var hún. Þetta er samt enginn thriller (komin með nóg af þeim) heldur bara lífssaga manns sem elst upp í Barcelona á miðöldum og lendir í ýmsum háska, ævintýrum og raunum. Ég er síðan líka búin að lesa Hvíta Tígurinn sem ég mæli eindregið með. Auðveld og auðlesin bók sem lýsir Indlandi og lífi venjulegs fólks á afar raunsæan og kuldalegan hátt. Frábær lýsing á heimshluta sem við þekkjum í raun svo lítið til. Soldið svona survival of the fittest saga.

2 comments:

Anonymous said...

Ég er alveg búin að vera í bókadvala síðan ég kláraði Stieg L, pappírinn minn upp í rúmi á kvöldin núna er búnki af slúðurritinu DV!! Svo var ég nr. 15á biðlista á bókó eftir Ævintýraeyjunni, greinilega allir sem vilja lesa um sukkið í Kaupþing ;) En ég bæti Tígrinum við, endilega komið með meira svona :)

Kv,
Guðrún

Lalli og Eva said...

Haha já ég á allar þessar "hrun" bækur eftir. Geymi þær um sinn held ég samt :)

Tígurinn er æðislegur og Jón Kalmann er líka frábær í alla staði (Harmur Englanna) mæli líka með eldri bókum eftir hann :)