Monday, October 12, 2009

Lítill heimur

Hversdagslífið í Bilbao gengur sinn vanagang með ýmsum uppákomum þó.

Lárus er á góðri leið með að verða fullgildur meðlimur í basknesku körfuboltadeildinni sem ég held að heiti Liga Autonomico. Liðið sem hann ætlar að byrja að spila með heitir Santuxtu og er svona á íslenskan mælikvarða eins og meðal efstu deildar lið. Liðsfélagarnir eru hressir og skemmtilegir strákar sem eru allir af vilja gerðir til að koma okkur inn í lífið hérna í Bilbao. Þeir eru meðal annars að aðstoða Lalla við að finna vinnu. Annars erum við frekar róleg í tíðinni og ætlum að tileinka okkur slatta af þolinmæði því góðir hlutir gerast hægt.

Síðasta laugardag heimsóttum við höfuðborg Baskalands, Vitoria Gasteiz sem er mun frekar stjórnarfarsleg höfuðborg frekar en menningarleg höfuðborg. Í Vitoria er stjórnsýslan, í Bilbao er menningin og í San Sebastian er maturinn. Annars sáum við ekki mikið meira en aðalgötuna og að sjálfsögðu körfuboltavöllinn þar sem liðið hans Lalla fór með sigur af hólmi í öðrum leik sínum í vetur. Á sunnudaginn fór Lárus síðan að sjá Bilbao Basket leggja Granada að velli. Það er ótrúlega skemmtileg upplifun að fara á leiki hérna því höllin tekur um það bil 15.000 manns og það er mikið show sem fylgir heimaleikjunum.

Í síðustu viku vorum við minnt hressilega á það hvað heimurinn er í raun og veru lítill. Lalli fór í læknisskoðun til að fá leyfið sitt fullgilt og situr inni hjá lækninum að reyna að gera sig skiljanlegann á spænsku þegar kemur að aðstoðarlæknir og spyr hvort hann geti hjálpað til með tungumálið. Lalli fer að spjalla við hann á ensku og maðurinn spyr hvaðan hann sé. Þegar Lalli svarar að hann sé frá Íslandi verður maðurinn himinnlifandi og hrópar upp yfir sig að það sé uppáhalds landið hans. Hann fer þá að spyrja Lalla hvað hann sé að gera og þegar Lalli segir að hann sé að spila körfubolta og vanti heilsuvottorð þá horfir hann í smá stund á Lalla og spyr svo: Heitir kærastan þín Eva?

Lárus horfði vitanlega hálf grunsamlega á manninn og spurði hann hvernig í ósköpunum hann vissi það. Þá vildi svo skemmtilega til að ég hafði verið í sambandi við mann að nafni Carlos í gegnum e-mail síðan í vor. Birna sem ég var að vinna með í Íslandsbanka á Selfossi kom mér í samband við hann þar sem hann býr í Bilbao og elskar allt sem viðkemur Íslandi. Hann var því búinn að gefa mér góð ráð í gegnum e-mail í nokkrar vikur en við höfðum ekkert hisst. Það var því hálf skondið að hann skildi hafa hitt á Lalla svona algjörlega óvænt og lagt saman tvo plús tvo. Í Bilbao býr um það bil ein milljón manns svo þetta var heldur betur tilviljun fannst okkur!

5 comments:

Anonymous said...

Þessi heimur er ótrúlegur! En stundum held ég að allt sé fyrifram ákveðið fyrir okkur ;)

ps. við verðum að fara að skypast sem fyrst! Kannski bara um helgina...

Kveðja úr Norðurbrúnni

Lalli og Eva said...

Júhú heldur betur til í það! Kveðja frá Urazurrutia!

Berglind said...

Snilld:)

Hvernig er veðrið?;)

Berglind said...

Snilld:)

Hvernig er veðrið?;)

Lalli og Eva said...

Hahaha!!!