Á Spáni segir maður "he ido" en í Argentínu bara "fui" - Sara vinkona mín hérna í Bilbao sagði mér bara að segja "fui" og hafa ekki áhyggjur af þessu en Sitatxu önnur stelpa hér í Bilbao sagði það algjört grundvallaratriði að læra þáliðnu tíðina.
Púff!!
Vinir okkar sem við fórum út að borða með (pinxtos enn og aftur) á laugardagskvöldið ósköpuðust yfir því að það væri allt morandi í skyndibitastöðum hérna í Bilbao. Það er hins vegar algjörum ofsögum sagt. Í borg sem telur um það bil milljón manns hef ég séð nákvæmlega 2 alþjóðlega skyndibitastaði.
Við erum sem betur fer nánast alveg laus við að finnast skyndibitastaðir eftirsóknarverðir en höfum þó tvisvar síðan við fluttum lagt í að leita uppi Kentucky (ástæðan var einhver óvenjulegur slappleiki á sunnudagsmorgni). Í fyrra skiptið sem við fórum á Kentucky eyddum við næstum því hálftíma í að þefa hann uppi. Hann er ekki merktur með einasta skilti eða límmiða í glugga heldur leynist inni í eldgamalli bankabyggingu og fyrir gluggunum eru rimlar. Það er nánast ekkert sem minnir á hinn alþjóðlega stað Kentucky nema kjúllinn sjálfur. Auk Kentucky er að finna einn Burger King stað á aðal business torginu í bænum þar sem jakkafataklæddir menn og unglingar safnast saman til að skella í sig einum borgara á hlaupum eða kaupa klink tilboð.
Já semsagt. Vinum okkar fannst eins og áður sagði ofgnótt af skyndibitastöðum hér í Bilbao þangað til ég sagði þeim frá mekka "fast food lovers" - Íslandi. Ég stærði mig af því síðast á laugardagskvöldið að á Íslandi væru amk 10 Kentucky staðir, 10 Subway staðir og að minsta kosti 10 McDonalds staðir.
Nú þarf ég að éta þetta ofan í mig!
2 comments:
Ég held að það sé smá þjóðarsorg á Íslandi út af dauða McDonalds ;)... ætli það verði ekki bara flaggað í hálfa á laugardaginn, það verður allavega röð á öllum stöðunum!
Kv,
Guðrún
Shiiit í alvöru ég hef ekki farið síðan ég veit ekki hvenær. Eða jú ég veit næstum hvenær ég man held ég hvenær... í frímó í Verzló til að kaupa McFlurry með smartís og lakkrískurli.
Post a Comment