eldi og brennisteini hérna í Bilbao. Eins og veðrið getur og hefur verið gott síðast liðna daga og vikur þá getur sko aldeilis rignt hérna á Norður Spáni. Þá er bara um að gera að ylja sér við tóna frá Ellý Vilhjálms og kertaljós hérna á U. 11 í gamla bænum.
Við skelltum okkur reyndar rétt áðan í miðnæturgöngutúr til að geta sagst hafa farið eitthvað út á sl. sólarhring. Erum annars búin að vera ansi mikið heima fyrir og ástæðurnar eru margþættar. Í fyrsta lagi er netið komið heim til okkar og við þurfum lítið sem ekkert að fara út (eigum fullt í ískápnum). Í öðru lagi þá er Lárus hálf límdur við tölvuna enda styttist veeeerulega í skil - mánudagsmorgun verður þetta víst að vera tilbúið og ég sem sjálfsskipaður yfirlesari hef auðvitað margt um ferlið að segja (aumingja Lalli). Þriðja ástæðan er sú að ég er búin að vera með stanslaust mígreni síðan á miðvikudag. Rétt svo að ég sjái út um augun um kvöldmatarleytið og fram að miðnætti og svo tekur við eitthvert rugl mígreni. Ég ætla að tékka á því hvernig spænsk læknisþjónusta virkar ef þetta fer ekki að skána. Læt þetta ráðast um helgina.
Annars er Brad Pitt mættur til San Sebastian og er örugglega bara að bíða eftir mér svo ég þarf að láta mér batna fljótt. Við stefnum á að fara á fimmtudag eða föstudag!! :)
8 comments:
Greinilega haust með tilheyrandi rigningu á fleiri stöðum! Ömurlegt þetta mígreni en gott að þið getið kúrt heima ég efast ekki um að það sé kósý hjá ykkur eins og alls staðar sem þið hreiðrið um ykkur :)
Knús til ykkar,
Guðrún, Viðar og litli maðurinn :)
Hvernig er þetta með litla manninn á hann ekkert að heita drengurinn :) Ég er sjúklega spennt. Þú mátt líka alveg senda mér message á inboxinu og ég skal engum segja!!
Jamm ég er miklu betri í dag en í gær af mígreni annars hefði ég líka bara látið skutla mér á hospitalið - var ekki að skilja þetta. En öll él birtir upp um síðir ekki satt? Núna er bara að safna kröftum fyrir kvikmyndahátíð í SAN og aðstoða spússann við að klára eitt stykki MA ritgerð.
Koss á ykkur öll. Sakna ykkar ótrúlega!
Þú verður nú Eva mín að láta athuga með höfuðverkinn hjá þér. Mér finnst þetta orðið dálítið mikið hjá þér. knús og kossar mamma
Æ já já ég geri það... ég endaði síðan með að láta renna í bað (er sko með bað) til að geta lagst í sjóðandi heitt bað og ath hvort það virkaði. Baðið endaði með að verða ca 1/3 af ylvolgu vatni því hér í landi er manni ekki boðið upp á heilt baðkar af heitu vatni ó nei og nei.
En já ég lofa ef þetta kemur aftur ég held þetta sé eitthvað í samhengi við æ þú veist þarna taugarnar aftan á hálsinum eða þar því ég stífna alltaf svo upp og fæ ill í kinnarnar og vinstra augað en hvergi annars staðar.... spez!
En já lofa lofa!
Hahaha þú ert jafn forvitin og ég ;) Litli gaurinn fær nafn 4. okt það eru nú bara 2 vikur í það :) Kannski færðu það sent fyrr!
Vúhú elska svona laumusendingar!! Já já já annars væri líka snilld að fá kannski skype hitting við ykkur fjölskylduna - held að Dímon vilji tala við mig og mig langar soldið að kyssa litla kút í gegnum glerið.
Já gerum það sem fyrst, hvað er skypið ykkar??, þarf að adda ykkur!
Uuuu það er Eva og Lárus (allavega nafnið sem kemur þegar við erum online) en notendanafnið er að ég held ég evaoglalli svona í einu orði :)
Knúz.
Post a Comment