Tuesday, September 22, 2009

Mánudagur til meistaragráðu

Meistari Lárus, meistari Lárus, sefur þú, sefur þú!! Hvað slær klukkan, hvað slær klukkan, hún slær þrjú....

Veit ekki ekki af hverju klukkan sló þrjú í þessu eftirminnilega leikskólalagi en Jakobi hefur verið skipt út fyrir Lárus í textanum að ofan auk þess sem klukkan slær nú eitt um nótt aðfaranótt þriðjudags - í gær (mánudag) skilaði MEISTARI Lárus nefnilega MA ritgerðinni sinni og hlaut þar með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum með áherslu á þróunarmál og íþróttir. Hann skrifaði sérdeilis áhugaverða og skemmtilega ritgerð upp á fjölmargar síður sem skilaði honum að lokum meistara titli, kampavínsskál og góðum kvöldverði í kvöld.

Mánudagur á þessu heimili í Baskalandi er svo sannarlega ekki til mæðu heldur til Meistaragráðu!! ekki amalegt það.

3 comments:

Fjóla said...

Heill sé meistaranum!

Ég fékk frunsu af öllu stressinu í gær, án gríns :)
Ritgerðarskilastress rifjaðist heldur betur upp!

Eigið góða daga við að fagna áfanganum, hlakka til að sjá myndir af Lalla á brimbrettinu :)

kv
Fjóla sys

Anonymous said...

Til hamingju Lárus!

Með kveðju frá Hveragerði,
Guðrún Hafsteins.

Ásta Mekkín said...

Mánudagur til meistaragráðu, fílaða!

Til hamingju og verið nú dugleg að gera e-ð skemmtilegt og blogga um það :) Ég er farin að skilja þetta með að ferðast í gegnum aðra...