sem lesa ennþá gamaldags blogg eins og þetta (þetta gæti alveg þýtt endilega skiljið eftir kveðju ef þið eruð að lesa).
Hér á Urazurrutia (erfiðasta götunafn sem ég hef búið við) er allt í standi. Ritgerðarskrif nálgast óðum endalokin og skiladagurinn rennur upp innan þriggja vikna (sem er meðallengd á milli blogga hjá mér) og því mætti ætla að þetta verði síðasta blogg fyrir hina langþráðu MA gráðu.
Sumarið er komið og Lárus er búinn að brenna tvisvar. Hann lítur út eins og mislitur karfi. Rauður að ofan og hvítur að ofan. Axlir og bak virðist ekki taka jafn vel við sól og fætur og magi. Ég hef hins vegar varla tekið lit.
Við höfum beðið spennt eftir spænska sumrinu, enda komum við hingað í fyrra í september og náðum þar af leiðandi einungis í skottið á því síðasta. Her af maurum (hermaurum) gerði vart við sig í íbúðinni okkar og bauð okkur með því velkomin í spænskt sumar. Við "flippuðum" eins og tekið er til orða hér í Bilbao og hlupum út í búð og keyptum stærsta skordýrasprey í heimi.
Við höfum líka tekið til við líkamsæfingar (ekki það að Lárus taki sér nokkurn tíman langt hlé frá slíkri iðju) en þá höfum við semsagt keypt okkur aðgang að líkamsræktarstöð og förum nú saman þrisvar sinnum í viku og lyftum lóðum í mest retro líkamsræktarstöð sem ég hef augum litið. Eigandinn er vaxtarræktartröll sem var upp á sitt allra besta í kringum 1985. Hann klæðist níþröngum spandexgalla frá toppi til táar (er ennþá í ágætis formi kallinn) og kemur keyrandi í vinnuna á Harley Davidson móturhjóli, sem hann keyrir alla leið inn í stöð og leggur því á milli hlaupabrettanna.
Í stöðinni er ekki hægt að fara í neina "stelputíma" en það er nóg af lóðum, tækjum og tólum. Upp um alla veggi hanga myndir af aðalkappanum (eigandanum) afar fáklæddum í hinum ýmsu vaxtarræktarpósum. Einn veggurinn er hlaðinn verðlaunum. Hann státar meðal annars af Olympia verðlaunum, Spánarmeistaratitlum, Evrópumeistaratitlum og fleiri stórmeistaratitlum í vaxtarrækt. Þeir sem eru inní þessum heimi ættu kannski að kannast við kauða sem heitir Cracia eins og líkamsræktarstöðin sjálf, skýrð í höfuðið á honum.
Ég hef fulla trú á því að við verðum bæði tvö í fanta formi þegar þessum mánuði líkur.
Vamos a ver!
4 comments:
það verður hægt að rífa ost á maganum á ykkur í haust
les alltaf þetta blogg!
Það er takmarkið Ásta!!!!!!!
Takk ;)
Ég er búin að setja tvo spandexgalla í póst til ykkar.
Hahahahaha!! Til í það :)
Post a Comment