Thursday, May 27, 2010

Tilhlökkunarefnin

Við hlökkum til að koma til Íslands í sumar.

Ég ætla að

-grilla (mest pulsur)
-fara í útilegur (já þið lásuð rétt)
-fara á Vestfirði (þar sem ég hef heyrt að fólk búi þar)
-fara í sund (helst á hverjum degi)
-borða bragðaref (líka helst á hverjum degi)
-knúsa vini mína (alla með tölu og skilja engann útundan)
-knúsa fjölskylduna (lengi og oft og svo aftur og svo aðeins lengur)
-skoða börn (vina minna sem virðast öll vera í útungunarkeppni)
-skoða elgosið (æ nei það er hætt, bömmer)
-skrifa grein (þetta er ekki bara afslöppunarferð ef þið hélduð það)

hlakka til þangað til....

1 comment:

Anonymous said...

Byrjaðu að safna, bragðarefur kostar meira en 700 íslenskar krónur ;)

Kv,
Guðrún