Þetta blogg kemur til með að rífa upp meðaltalið sem minnst hefur verið á í fyrri bloggum.
Lyftingar og hlaup ganga vel, skrif ganga vel og veðrið er gott. Það er svona það helsta, ef frá er talið brákuð rist (ofmat á eigin fimi borgar sig ekki) og harðsperrur sem ágerast með hverjum degi þrátt fyrir fögur loforð Lárusar um að þetta gangi yfir fljótlega.
Stressið er samt hægt og rólega að læðast inn í vitund mína og veruleika. Mig dreymir alls konar vitleysu og vakna í svitabaði á hverjum morgni núna. Yfirleitt er ég að klúðra einhverju verkefni, búin að týna mikilvægum hlutum eða í hávaða rifrildi við enhvern sem ég myni aldrei rífast við í lifanda lífi.
Svona draumar eru auðvitað tengdir þeirri óumflýjanlegu staðreynd að það er allt að gerast í einu hjá mér og mér finnst dagarnir of stuttir. Í þessari viku á til dæmis stærsti hluti ritgerðarinnar að klárast, við þurfum að byrja að pakka, finna kassa, semja við leiguaðilana, finna pláss til að geyma dótið okkar, flytja það þangað, panta flug heim, fá skráða dagsetningu til að verja ritgerðina, útbúa enskuefni fyrir litlu gríslingana sem ég kenni.... og ég get eflaust látið mér detta eitthvað fleira í hug.
Held ég byrji samt bara á því að raða upp á nýtt í fataskápinn minn, eftir lit og notkun... það hefur reynst mér fljótlegasta, ódýrasta og besta sálfræðimeðferðin hingað til. Þegar ég lít yfir fataskápinn allan í röð og reglu þá hverfa allar áhyggjur úr huga mér og ég heyri fugla syngja.
Ást.
1 comment:
heyrir fugla syngja :)
Post a Comment