loksins sól og hitinn yfir 20 stig, reyndar eigum við von á gestum í næstu viku svo það dugar eflaust skamt. Á okkur hvílir nefnilega smá "gestabölvun" með æðislegum gestum kemur miður geðslegt veður. Þetta hefur nánast staðist upp á hverja einustu gestakomu fyrir utan þá fyrstu - en hún var líka allskostar óplönuð og óvænt.
Vinir okkar í Bilbao hafa eiginlega bannað okkur að fá fleiri gesti þar sem veðrið virðist ekki leika við okkur í þann tíma. Spurning hvað gerist í næstu viku??
Ég er ósofin, óvakin og með óráði svona yfir höfuð held ég almennt. Vika í skil og ég krossa putta fyrir því að þetta gangi upp. Ef ekki þá tek ég U-turn í skólamálum og gerist veðurfræðingur, ræddi þessa hugmynd í dag við Lárus sem tók vel í hana.
Lifið heil - með sól í hjarta!
2 comments:
held samt að góða veðrið elti hana stóru systir þína... þannig að ég held að hún verði undantekningin ;) bið að heilsa þeim þegar þau koma ;) og eigið góðar stundir!!
Takk elskan, mikið vona ég það líka fyrir þeirra hönd sérstaklega!!! (og smá mína líka).
Knús.
Post a Comment