Friday, June 25, 2010

Kaflaskil

Enn ein kaflaskilin í lífinu okkar Lárusar.

Síðasta vikan í Bilbao staðreynd. Árið hefur liðið heldur betur hratt og við erum reynslunni ríkari. Auk þess græddum við líka nokkra vini og sitthvora MA gráðuna.

Sibba systir og Gestur kærastinn hennar eru væntanleg á morgun og við ætlum að eyða síðustu dögunum í Bilbao með þeim. Reyndar förum við meira að segja á undan þeim heim - en ekki nema deginum fyrr því þannig fengum við hentugasta flugið.

Hlakka til að eyða viku í Bilbao í algjörri afslöppun, búðum og veitingastöðum (ekki að það sé einhver nýbreytni). Sjáumst á Íslandi - þar sem ég reikna með að skrifa minna en knúsa ykkur öll þeim mun meira.

Besos y abrazos

E+L

2 comments:

Eyrún said...

Jeij! Hlakka til að hittast.

Eva said...

heldur betur!!