fer inn í geymsluskápinn í dag. Og það þrátt fyrir að hitinn eigi eftir að fara eitthvað aðeins niður áður en hann fer varanlega upp aftur. Síðastliðna mánuði hafa borist hingað rafmagnsreikningar upp á rétt tæpar 100 EUR sem er náttúrlega alltof mikið og eiginlega ekki í boðinu fyrir námsfólk. Að því gefnu að hitinn fari ekki aftur mikið niður fyrir 10 gráðurnar þá verður ekki fýrað upp aftur hér á þessu heimili fyrr en í fyrsta lagi í október eða nóvember.
Það yljar okkur líka að þessa dagana detta inn heimsóknir og ferðaplön fyrir vorið og sumarið og tilhlökkunin er mikil. Á dagatalið er búið að merkja inn með mismunandi litum og tilheyrandi glósutækni komu foreldra, vina, svilkonu og mágs, systur og fylgisveins. Við höfum einnig tryggt okkur flugmiða til Ítalíu, hótel og bílaleigubíl.
En á undan þessum ævintýrum öllum ætlum við að heimsækja Salamanca með spænskum vinum. Borgin heillar sannarlega en ekki síður stemmingin í kringum þessa ferð. Það er nettur menntaskóla-andi sem svífur yfir vötnum. Mér líður pínu lítið eins og við séum að fara í "íþróttaferð" (þar sem aldrei voru stundaðar neinar íþróttir að ráði nema þá helst glasalyftingar) svona eins og í Verzló í gamla daga. En ferðin er líka einstakt tækifæri fyrir okkur Lárus að kynnast vinum okkar betur og láta reyna á tungumálið fyrir alvöru!