Wednesday, September 30, 2009
Haust
Friday, September 25, 2009
Á Calle Urazurrutia
Wednesday, September 23, 2009
...
Tuesday, September 22, 2009
Mánudagur til meistaragráðu
Saturday, September 19, 2009
Það rignir
Sunday, September 13, 2009
Við erum happý!
Monday, September 07, 2009
Mánudagur um allan heim
Það skiptir víst litlu máli hvar maður býr í heiminum, á endanum er það hversdagurinn sem tekur við af ljúfa lífinu. Kaffihúsaferðum og rauðvínsglösum fækkar og við tekur venjulegur skóladagur og ritgerðarskrif. Það sem er þó að einhverju leyti óvenjulegt við lífið þetta haustið er hitinn og sólin sem skín framan í okkur Lárus á hverjum morgni.
Spænskupróf í morgun og síðan spænska á hverjum degi í þrjár vikur frá og með miðvikudegi. Nú er bekkurinn minn samansettur af rúmlega 20 krökkum frá bæði DPU háskólanum í Kaupmannahöfn og IOE í London og það verður skemmtileg tilbreyting að fá London krakkana með í hópinn og ég hef góða tilfinningu fyrir þessum vetri – ef vetur skyldi kalla.
Við erum hæstánægð með íbúðina okkar og þá helst hversu vel hún er staðsett. Ég hef síðan sannfært Hr. Jónsson um að koma með mér í ævintýraför (IKEA) á laugardaginn næsta. Eftir það verður íbúðin án efa orðin kósý og viðkunnaleg. Við ætlum meðal annars að skoða hvort okkur bjóðist rúm eða dýna á góðu verði þar sem rúmið sem við höfum deilt síðustu viku er nákvæmlega 98 cm á breidd og 185 cm á lengd. Ég var að enda við að mæla það til að vera viss um hvað við gætum látið okkur dreyma um bæta við mörgum sentimetrum. Plássleysið hefur samt sem áður ekki háð okkur það mikið enda er það er okkur Lárusi nú sem oft áður til happs og lukku hvað við erum ástfangin og ánægð með hvort annað!!! Ókei kannski líka það að við erum ekkert sérlega hávaxin eða fyrirferðamikil.
Styttist óðum í að Lárus verði meistari í alþjóðsamskiptum og við stefnum á rómantíska ferð til San Sebastian í tilefni áfangans!!