Sunday, July 26, 2009

Sunnudagssæla

Mikið var gaman í gær. Við getum mælt eindregið með staðnum Scarpetta sem býður upp á ítalska smárétti og góð ítölsk rauðvín. Við borðuðum okkur pakksödd og drukkum góð vín með fyrir mjög viðráðanlegan prís. Af því að við vorum í stuði þá fórum við líka út að dansa á eftir. Hjóluðum á milli mismunandi staða, koktelabara og hverfa hér í Köben og vorum ekki komin heim fyrr en undir morgun, súper sæl með kvöldið. Vöknuðum svo eldhress í morgun og skunduðum út í Godthabs bakarí þar sem fást íslenskir snúðar.

Mér er alveg sama þó svo að ég búi í 40 fermetra íbúð þar sem klósettið er inni í skáp og sturtuklefinn inni í svefnherbergi vegna þess að ég er í fyrsta skiptið í heilt ár með aðgang að súper góðum þvottavélum og algjörlega mögnuðum þurrkara sem þurrkar allt á 10 mínútum. Ég er ennþá algjörlega amazed og er stanlaust að dáðst að því að fötin koma í raun og veru HREIN út úr vélinni en ekki bara blaut með sápulykt en samt skítug eins og í flestum þvottavélum hér á götuþvottahúsum í Kaupmannahöfn. Til að toppa gleðina þá get ég hengt út á snúru og látið allt þorna úti!!!

PARTÝPAR á laugardagskvöldi í Köben




5 comments:

Eyrún said...

Flott brjóst.

Lalli og Eva said...

Takk takk ég legg mig mikið fram til að þau séu svona flott.

eyrún said...

Var þetta nokkuð fyrir neðan beltisstað? Sorrí.

Eva tùTta said...

Haha tu ert fyndin eyrun, brjostin a mèr eru langt fyrir ofan beltisstad ;)

eyrún said...

Það væri frekar slæmt ef þau væru það ekki... Svona staðalímyndarlega séð. Annars hef ég Evu túTu grunaða um að vera önnur Eva en sú sem vanalega skrifar hér... Hildur?