Wednesday, July 01, 2009

Summertime

Eina ferðina enn erum við skötuhjú flutt... að þessu sinni bara um hverfi en ekki alveg um land eins og venjan er orðin. Næstu tvo mánuðina verðum við í Frederiksberg í íbúð vinkonu okkar og við ætlum ekkert að stressa okkur á því að pakka mikið upp úr kössum þar sem það styttist óðum í að við flytjum suður á bóginn eins og hinir farfuglarnir. 

Þrátt fyrir steikjandi sumarhita hér í borg erum við Lárus ennþá í hálfgerðum vetrargír. Það er að segja við þurfum bæði að vera töluvert einbeitt við lestur, skriftir og ritgerðarsmíð. MA ritgerðin er komin á flug hjá Lalla og ég er svona að reyna að koma mér í það að vinna að fyrirlestrum sem ég verð með á menntaráðstefnu á Ítalíu í ágúst. Annars getum við ekki kvartað yfir lífinu hérna í Köben þessa dagana. Sólin skín og hitinn gælir við 30 gráðurnar dag eftir dag sem þýðir auðvitað að við erum líka búin að hoppa í sjóinn, fara í hjólatúra, grilla úti og liggja á ströndinni. Semsagt ekkert til að kvarta yfir! 


No comments: