Tuesday, July 14, 2009

...

Lífið í Köben.... ræræræææ.... Dyggir lesendur síðunnar okkar hljóta að vera orðnir frekar mettaðir af fréttum frá Kaupmannahöfn og æstir í að heyra eitthvað nýtt, ferskt og spennandi frá Baskalandi og Bilbao. 

Á þessu heimili eykst að minnsta kosti spenningurinn með hverjum deginum. Reyndar eru nokkrir atburðir á dagskrá fyrir Bilbao ferð sem auka á spennustigið. Má þar nefna heimsókn Birkis Smára og co, lokaskil á MA ritgerð í alþjóðasamskiptum og fyrirlestrar á menntaráðstefnu í Udine á Ítalíu.

Áttu yndislega helgi með Hirti og Hildi. Það er svo gott að láta minna sig á að maður á svo góða vini. Fórum út að borða, í siglingar, í barnaafmæli, brunch, hjóluðum út um allan bæ og skemmtum okkur súper vel. 

Jæja best að fara að leita að íbúð... ég held að ég geti samviskulaust sett "íbúðarleit" inn á CV-ið mitt sem svona special competence.... með aukagráðu í að pakka niður og flytjast búferlum :) 

No comments: