Sunday, July 05, 2009

Sunnudagur í Frederiksberg

Síðasti sólardagurinn í bili var í gær og eyddum við honum samviskusamlega á Amagerströnd þar sem við sóluðum okkur og syntum í sjónum ásamt góðu fólki. Við enduðum síðan daginn á að fylgja Röggu og Ingva heim til þeirra í grill og guitar hero - góðar stundir. 

Á sólarlausum sunnudegi í Frederiksberg er lítið annað að gera en að hafa það huggulegt með rjúkandi kaffibolla og Politiken. Eins og ég sagði í síðustu færslum hefur lítið verið pakkað upp úr kössum hérna á Nordre Fasanvej enda fer minnst fyrir dótinu bara ofan í kössum. Það var hins vegar séð til þess að pakka kaffivélinni sem allra fyrst upp úr kassa og koma henni vel fyrir - í stofunni....




Styttist í Hildi og Bamba og við hlökkum mikið til þeirrar heimsóknar. Verst þó að sólin virðist ekkert ætla að láta sjá sig næstu 10 dagana eða svo... En kosturinn við að búa í stórborg er jú einmitt sá að hér má alltaf finna sér eitthvað til dundurs... come rain or come shine! 

Við vorum til dæmis að uppgötva það að niðrí bæ er Argentískur vín og tapas bar sem við vissum barasta ekkert af!! Þar er meira að segja hægt að fá sér ekta argentískar enpanadas!! Við þangað Hildur þegar þið komið!! :) 


2 comments:

Anonymous said...

Ummm ég færi til í argentískt rauðvín... ætli við föllum síðan ekki alveg fyrir spænskum rauðvínum sem þið fáið vonandi að kynna fyrir okkur líka :)

Kv, Guðrún

Lalli og Eva said...

Haha nakvæmlega!!!