Fékk símtal frá Íslandi áðan. Það er alltaf jafn gaman að sjá +354 á undan nr. og fá nett fiðrildi í magann yfir því að einhver frá Íslandi sé að hringja...
Guðrún Anny vinkona mín, nýbökuð móðir
og hetja með meiru var hinu megin á línunni og við spjölluðum eins og lög gera ráð fyrir um fæðinguna, litla Túl (barnið) og nýja hlutverkið. Guðrún sagðist ennþá vera hálf sjokkeruð yfir því að þessi lifandi mannvera skildi hafa verið inni í maganum á henni. Ég á nefnilega ekki heldur eftir að skilja þetta fyrr en ég sé barn koma út um mitt eigið XXX og jafnvel ekki þá held ég...
Kollegar mínir í háskólanum halda að ég þekki allar nýbakaðar mæður á Íslandi (þau halda reyndar að allir þekki alla með nafni á Íslandi) vegna þess að ég sýni stolt myndir af splunkunýjum nýjum börnum og uppgefnum en alsælum mæðrum þeirra í hverri viku.
Samræðurnar voru nokkuð í anda dagsins þar sem ég bauð
Lárusi í "surprize" hjólatúr sem endaði á sýningu í Zoologiske museet hér í bæ. Þar er hægt að sjá sýninguna In Darwins footsteps sem bersýnilega snýst um þróunarkenninguna. Sýningin sló í gegn hjá okkur og við veltum fyrir okkur hvernig við hefðum nú í raun og veru orðið til, ímynduðum okkur líf á tímum risaeðla, skoðuðum hina ýmsu steingervinga og vorum almennt frekar intellectual... já eða bara lúðaleg, fer eftir því hvernig á það er litið.
Nú hljómar Moloko í græjunum hjá okkur og ég er komin í sparikjól þar sem við Lárus erum á leiðinni á rómantískt stefnumót á ítalska staðnum Scarpetta sem var einmitt valin besti nýji veitingastaðurinn í Köben fyrir árið 2009. Kannski við skellum okkur aðeins út að dansa líka ef við erum í stuði!
2 comments:
Verður þetta fjölskyldumyndin á jólakortinu frá ykkur um næstu jól?
kveðja, mamma
Aldrei að vita mamma... mér finnst þeir flottir saman :)
Post a Comment