Tuesday, July 03, 2007

Welcome to Buenos Aires

jæja þá erum við lent í BA (Buenos Aires) nafnið stendur nú alveg ágætlega fyrir sínu á þessum vetrarmánuðum hérna hinu megin á hnettinum. Það er semsagt hávetur og alveg sæmilega kalt takk fyrir.

Við kvöddum Hildi og Ágústi í lestinni á leiðinni á völlinn fyrir þremur dögum og erum nú rétt að koma okkur fyrir í þessari mögnuðu borg. Flugum fyrst til Parísar þar sem við deildum sætaröð með einum afar sérstökum manni. Maðurinn heitir Royse Brown og hefur til að mynda ferðast til 60 landa og talar fjölmörg tungumál. Hann var til dæmis með skandinavíska orðabók í flugvélinni. Hann stjórnar félagi sem í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í að frysta fólk eftir dauða þess og vonast til að geta lífgað það við með aukinni tækni... Hmmm minnir kannski einhvern á Vanilla Sky?? Þetta er hins vegar ekkert djók og má lesa sér til um kappann hérna.

Eftir 14 tíma flug yfir Atlantshafið lentum við í Buenos Aires þar sem hitastigið var 1 gráða. Við fengum afar góða þjónustu frá leigumiðluninni okkar - þar sem við vorum sótt og flutt í leigubíl sem keyrði á 150 alla leiðinni í gegnum borgina (og sætisbeltin virkuðu ekki). Enda hver er svosem að spenna sig aftur í??? Alveg last seson!!
Þegar við komum í íbúðina frekar þreytt og frostbitin í framan tók á móti okkur afar viðkunnaleg kona með varalit út á kinnar. Henni fannst við ofsa sæt og ljóshærð og talaði mikið um að hafa séð myndir frá Finnlandi, gott hjá henni ;) Við skrifuðum undir samning og íbúðin er okkar næstu tvo mánuðina. Fjóla mágkona hafði á orði við Guðrúnu að íbúðin hefði ekki verið "Evuhrein" sem er nokkuð nærri lagi. En eftir smá þrif, kerti og reykelsi er hún hin huggulegasta. Hún er rosalega vel staðsett og við erum óðum að læra á hverfið í kringum okkur. Þegar við segjum hvar við búum fáum við iðulega svarið: Ohh very cool. Hverfið er þekkt fyrir smart búðir, listasöfn, hönnunarbúðir og svo framvegis. Fyrir ofan okkur liggur helsta djammgata BA sem heitir Honduras, þar er hægt að djamma 24 tíma sólahringsins - eins og reyndar í allri borginni. Fyrir neðan okkur liggur síðan afar stór og fín verslunargata þar sem einnig er hægt að ná metró og flest öllum strætóleiðum borgarinnar.

Fyrstu dagarnir í skólanum hafa komið okkur þægilega á óvart. Við fengum í fyrsta lagi 50$ afslátt af hópkennslu. Þegar kennslan byrjaði var það síðan einkakennsla, þannig mætti ætla að við gætum lært eitthvað í spænsku á meðan dvölinni stendur. Það verður prófið okkar eftir 6 vikur að ferðast með Guðrúnu og Viðari og koma okkur klakklaust í gegnum það ferðalag á spænskunni okkar. Við erum í skólanum frá 9-1 á daginn og sá tími er ofsa fljótur að líða af því að það er mjög skemmtilegt þar. Kennararnir eru allt ungir hressir krakkar á aldur við okkur og fullt af skemmtilegum krökkum í skólanum frá öllum heimshornum.
Það er frá ofsalega mörgu að segja þó svo að við séum bara búin að vera hérna í 2 daga. Ég fékk persónulega nett menningarsjokk þegar við tókum strætó í gærdag. Strætókerfið hérna er sko allt annað en einfalt fyrir útlendinga. Hver lína hefur sinn eigin lit á strætónum þannig þú þarft að muna hvort þú ætlar að taka strætó sem er rauður með grænni stjörnu eða blár með tveimur gulum línum. Strætóleiðirnar telja um 200 ca og því er verra að vera litblindur í þessari borg.

Við tókum strætó í gærdag í fylgd heimamanna. Þegar strætóinn stoppaði hófst ballið og hver manneskjan á fætur annarri tróð sér upp í strætóinn á ógnarhraða. Þegar það voru ca 2 á undan mér inn í strætóinn þá brast þolinmæðin hjá strætóbílstjórnanum og hann keyrði af stað. Sem betur fer kölluðu þeir sem voru komnir inn úr hópnum okkar að hann yrði að bíða og hann snarstoppaði aftur svo allir hálf hrundu á hvorn annan. Síðan beið hann óþolinmóður og blótaði umferð og farþegum í sand og ösku. Þegar ég auk tveggja annarra hafði troðið mér inn í strætóinn, fannst honum nú bara gott komið og keyrði af stað. Það voru hins vegar ekki allir komnir inn og héngu þess vegna bara þrír utan á strætónum þangað til að það náðist að þjappa nægilega mikið til að þeir gætu komið inn á ferð. Þegar við fórum út var ekki mikill tími til að stoppa og maðurinn á undan mér opnaði hurðina og hoppaði út á ferð, ég beið hins vegar eftir að vagninn myndi stöðvast og var þá nánast hrint út og mér blótað fyrir að slóra, því sumir komust ekki út og urðu að bíða fram á næstu stoppustöð og hoppa þá út á ferð.


Ég fékk algjört hláturskast þegar ég kom út úr strætó og maðurinn sem var með okkur sagði bara Welcome to Buenos Aires!!

3 comments:

Anonymous said...

vááá en gaman en spennó...

hehe Velkomin til BA þetta verður frábært.

Þú gleimdir húfunni sem ágúst gaf þér.

Mamma og pabbi eru komin en ekki barnið!! hvað er það!. En ó well það kemur bara þegar það er orðið fullkomið. :). Ég býð spennt eftir verkjum.

Elskum ykkur offsa mikið knúsí dússí H&Á

Anonymous said...

Geri ráð fyrir að íbúðin sé orðin "Evuhrein" sem ég veit hún er!
Á meðan þið eruð í flíspeysum erum við hérna hinu megin á hnettinum á bikini daginn út og inn! Það er ekki orðið normal hvað það er gott veður á klakanum dageftirdageftirdag!

Hafið það sem allra best, þið eruð örugglega komin í æfingu í að hoppa út á ferð!!

Fjóla

Anonymous said...

Skemmtilegt blogg og myndir.
Skil þig með hreingerninguna.... hefði gert það sama nema ég hefði líklega þrifið með klór hehehe.... Ekki kölluð frk. Ajax fyrir ekki neitt.

Hafið það sem allra best og góða skemmtun !!!
Knús - Sif