Monday, July 30, 2007

Sveittur sunnudagur!

Erum að jafna okkur eftir djamm gærkvöldsins. Svokallaður "all nighter" með vinum okkar frá Nýja Sjálandi. Mikið hresst fólk. Fórum á ansi skemmtilegan teknó/80's stað. Í einum sal var hljómsveit sem spilaði teknó - virkilega flott og í hinum salnum ómaði klassískt 80's.

Ennþá frekar kalt hjá okkur. Hace frío er án efa sú setning í spænsku sem á eftir að lifa hvað lengst með okkur eftir dvölina okkar hérna í Buenos Aires. Kuldinn er á allra vörum enda að verða skuggalega langlífur. Hittum á leigubílstjóra í dag sem lofaði okkur þó hita eftir ca viku.

Fengum aðeins að kenna á stórborginni í dag. Myndavélinni okkar var rænt á meðan við sátum í mestu makindum á pizza stað á Santa Fe (sem er reyndar ein fjölmennasta gata borgarinnar). Athyglin og snerpan var eflaust ekki í fullu lagi hjá okkur svona á sunnudegi en við lærum af þessu og erum rétt að komast yfir pirringinn. Það borgar sig greinilega ekki að verða of værukær hérna þó svo að normalmente líði okkur alltaf mjög seif. Be aware of big pockets er ráð sem erum búin að fá nokkrum sinnum og við höfum ekkert sérstaklega hugað að því fyrr en í dag þar sem myndavélinni var klárlega rænt úr innan á vasanum úr úlpunni hans Lalla. Reyndar var úlpan á stólnum hans við innganginn á matsölustaðnum þannig að við hefðum kannski alveg eins getað sett myndavélina á gangstéttina til að láta ræna henni.

Pósta einni mynd af okkur í tangó, svona til að halda tangóþemanum lifandi... Annars verður væntanlega einhver bið í nýjar myndir. Eða þangað til að við komumst yfir það að þurfa að kaupa nýja myndavél dýrum dómi.




7 comments:

Anonymous said...

Djöfulsins and%#$". ég var búinn að skrifa massívt komment sem kom svo ekki inn.

Jæja hér kemur það þá aftur...

Kæra Dagbók nú er ég sko kominn með toppnóg af þessu rugli og er eins gott að þú takir þig á. Í fyrsta lagi þá er það ekki big pocket heldur pickpocketing sem hefur svo sem eitthvað að gera með stóra vasa en ekki mikið.
Í öðru lagi þá er ég ekki að læra spænsku né hef ég nenn né þolinmæði í að googla spænsku sletturnar þínar. Ég hef til að mynda enga hugmynd um hvað Hace frío þýðir en giska á "mig klæjar í botnin".

Nú þegar ég hef ausið úr skálum reiði minnar þá bið ég að heilsa...

p.s. Hildur vill fá lýsingu á Drive In hotelinu ;)

Anonymous said...

Kannski þarf Uxinn að fara í anger managment therapy.

Anonymous said...

haha snilldar síða :) en leiðinlegt með myndavélina

Anonymous said...

ég vill svona leggins eva ....

takk takk...

hildur

Anonymous said...

Ég bið hér með ritstjórn bloggsins (Eyrúnu og Ágúst) innilegrar fyrirgefningar á öllum þeim málvillum sem kunna að birtast á blogginu.

Ætlunin er að halda uppi svipuðum bloggstíl sem inniheldur staðbundnar (spænskuslettur) hugmyndir og málfarsvillur svo ég bið ritstjórn bloggsins vel að lifa og dansa rækjudansinn við hvort annað sér til skemmtunar og yndisauka.

Drive inn hótelið á að koma Viðari og Guðrúnu á óvart og því kemur ekki lýsing á því fyrr en eftir ferðina miklu með þeim skötuhjúum!! ;)

Leggingsbuxurnar kostuðu heila 200 pesóa (tæpan 4000 kall) og fólkið í skólanum mínum er búið að hneykslast á mér í heila viku fyrir að hafa keypt þær!! En ég ELSKA þær :D

Knúz og kossar til ykkar allra!!! XOXOX (útleggst sem kiss og knús)

Besos y abrazos

Anonymous said...

Hæ krúsidúllur

Flottar fokdýrar tangóleggings Eva!

Bara að láta vita að ég hef drattast til að setja nokkrar myndir inn á síðuna hjá Sóldísi Láru...have a look

kveðja af klakanum
Fjóla

Anonymous said...

Vildi bara kasta kveðju á ykkur! Greinilega stuð hjá ykkur