Monday, July 23, 2007

Fleiri myndir síðan um helgina

Ein artí mynd af Jesú. Hildur hvað finnst þér?? Mér fannst ég voða flinkur ljósmyndari þegar ég sá myndina.... hmmm kannski ekki?Á miðjumyndinni erum við búin að fara einu sinni upp með kláf og eigum seinni kláfinn eftir. Fyrir aftan okkur sést í fjallið sem við fórum síðan upp á. Þetta er alveg út fyrir ósonlagið flott þegar maður er þarna uppi. Þeir hika ekki við að troða 70 manns í einu í kláfinn og stundum þarf að bíða eftir logni til að geta haldið áfram. Þá stoppa þeir bara kláfinn á miðri leið í vestu vindhviðunum. Gerðist sem betur fer ekki hjá okkur - ég hafði nú bara rétt hjarta í að fara upp.

Fleiri strandmyndir... Að komast á ströndina virkaði klárlega á mig eins og nokkrir góðir tímar hjá sálfræðingi. Ég brosti bara allan hringinn. Sól og sandur á milli tánna er eitthvað sem ætti að skrifa út á lyfseðil fyrir alla íslendinga held ég.

Skruppum í vikunni í Recoleta kirkjugarðinn sem er alveg yndislega fallegur staður. Við tókum fullt upp á videó þar ég þarf endilega að læra að setja inn myndbönd. Staðurinn er alveg ótrúlegur. Þarna eru endalaus grafhýsi og þetta virkar eins og lítill bær (örugglega svona svipað stór og Hvolsvöllur....). Völundarhús af grafhýsum. Sum eru eldgömul og falleg og önnur mjög nýtískuleg og flott. Við fórum auðvitað að skoða frægasta leiðið eða grafhýsið sem er gröfin hennar Evu Peron. Inni í sumum húsunum sér maður kisturnar og fólkið hugsar ofsalega vel um þessi grafhýsi. Ef einhver getur tekið mig í videókennslu í gegnum skype eða msn þá er ég meira en til... eigum fullt af videóklippum. Seinsta myndir er nú bara snjónum sem kom í Buenos Aires (eins og sést - eða sést ekki á myndinni... mjög lítill snjór).

13 comments:

Anonymous said...

Ég er náttla mest sammála þessu með lyfseðla í sólina og sandinn.... annars ættu nú allir Íslendingar að brosa hringinn fram á haust eftir þetta sumar hérna, það gerist ekki betra. Nú eru bara akkurat 3 vikur í að við lendum í BA!!! Og ég veit að þú trúir því alveg að ég er næstum byrjuð að pakka ;)

Anonymous said...

Hæ Turtildúfur.
Æðislegt að heyra hvað lífið leikur við ykkur og gaman hjá ykkur í ferðalaginu.

Gaman að fá að fylgjast með ykkur og skoða myndir eruð svo dugleg að rita og setja inn.

Hafið það æði

kv. Hafný

Anonymous said...

Æðislegar myndir :)
Sól og sandur á milli tánna hljómar óneitanlega vel .. Hafið það gott og hlakka til að fylgjast með ævintýrum ykkar áfram. Knús Ragga úr upp- og mennt :)

Anonymous said...

oo þetta er nú bara gaman þarna hjá ykkur en stærri stafi í næsta blogg eða er þetta talvan mín ?

knús Hildur

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með ferðum ykkar:) Hafið þið það sem allra best.

Kveðja Kristín (sibbu systir)

Anonymous said...

Hæ Lalli&Eva
Vorum að skoða flottu myndirnar af ykkur, Sóldísi fannst þær ótrúlega flottar og merkilegar!! Henni fannst þær skemmtilegri en textinn ;) Vildi bara fá að sjá meira af Lalla sín og Eva sín ;)

Risa knús og kossar
Emma Lind og Sóldís Lára
ps. mamma biður að heilsa

Anonymous said...

Skal setja staerri stafi naest hildur, tetta eru minnstu stafirnir, var bara ad reyna ad gera adeins styttra blogg - svo tad yrdi ekki silljon sidur!

Anonymous said...

Vá hvað er gaman að lesa ferðasöguna ykkar og sjá myndir... maður er alveg komin í gírinn :)
Þvílík upplifun hjá ykkur.
Þið eruð algjörar hetjur... gerið bara nákvæmlega það sem ykkur langar til... mættu fleir gera það :) hehe skot á skræfuna mig :)

Hafið það úber gott og hlakka til að fá nýjar fréttir og myndir :)

Luv Valgý

Anonymous said...

Hola chicos!! Jamm við erum voða sátt við að láta hlutina gerast. Hlökkum líka til að fá gesti sem létu ekki 15 tíma flug stoppa sig í að koma. Enda myndi ég ferðast í marga daga ef ég þyrfti þess til að geta eytt tíma hérna. Alveg súper staður. Takk fyrir kveðjurnar og RISA knúz á dúllurnar okkar Sóldísi og Emmu Lind.

Anonymous said...

Já það er ekkert smá sem við leggjum á okkur til að koma til ykkar ;), veit að það verður sko hverrar flug-mínútu virði!! Þoli bara ekki að það séu ennþá 2 vikur í þetta.....

Anonymous said...

Bara að láta vita að ég kíki af og til á ykkur :-) hér er allt bara við það gamla sama, þrjár vinnur og enginn tími í neitt annað :-/ Verð sennilega orðin eins og fíll þegar þið komið heim með þessu áframhaldi... kossar mus

Anonymous said...

Gaman að heyra í þér musin min. Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur. Gætum nú reynt að hittast á skype??

H&A said...

meira blogg takk