Var frekar vonsvikin að missa af uppáhalds þættinum mínum á Íslandi í sumar. "So you think you can dance". Komst hins vegar yfir miklu skemmtilegri þátt hérna í Argentínu sem heitir Bailando con rytmo eða eitthvað álíka og er mjög svipaður hinum upprunalega Ameríska þætti nema þátttakendur í Bailando eru fyrrum stripparar og er þátturinn sýndur frekar seint á kvöldin og er út fyrir ósonlagið vinsæll hérna, enda taktarnir frekar djarfir á köflum ;)
Annars er þetta helst í fréttum
-snjór snjór snjór
-bensínlaust í Argentínu
-gasvandamál í Argentínu vegna kulda
-gott veður í Ríó de Janeiro
-spænskan gengur mas y menos vel
-bara nokkrar vikur í stóra ferðalagið
Skemmtilegar staðreyndir frá Suður Ameríku
-kvöldmaturinn er borðaður klukkan 22 eða 23
-við erum búin að borða einu sinni RISA nautasteik klukkan 1 um nóttina, kláruðum kvöldmatinn um 3 leytið....
-allir kyssast... alltaf... allir!
-við kyssum alla (nemendur og kennara) í skólanum hæ á morgnanna og bless þegar kennslustund lýkur. Strákar kysstast líka :)
Annars er þetta helst í fréttum
-snjór snjór snjór
-bensínlaust í Argentínu
-gasvandamál í Argentínu vegna kulda
-gott veður í Ríó de Janeiro
-spænskan gengur mas y menos vel
-bara nokkrar vikur í stóra ferðalagið
Skemmtilegar staðreyndir frá Suður Ameríku
-kvöldmaturinn er borðaður klukkan 22 eða 23
-við erum búin að borða einu sinni RISA nautasteik klukkan 1 um nóttina, kláruðum kvöldmatinn um 3 leytið....
-allir kyssast... alltaf... allir!
-við kyssum alla (nemendur og kennara) í skólanum hæ á morgnanna og bless þegar kennslustund lýkur. Strákar kysstast líka :)
Síðan ætla ég bara að vera ógó leim og ÓSKA EFTIR commentum því okkur finnst ótrúlega gaman að sjá hverjir eru að lesa... Koma svo!!
8 comments:
Bara ég.. þið vitið að ég er að lesa:) - það var frábært veður í gær hér heima og hoppa allir af kæti vegna sólar - í stað snjós:) - Ég skal skrifa fyrir þig SYTYCD þegar þú kemur heim snúlla - áetta allt saman.
Farið varlega.
Ég fylgist með ykkur reglulega, frábært að lesa og sjá hvað er gaman hjá ykkur ;)
Fyndið þetta með snjóinn, sá einmitt fréttina um þetta á mbl.is...
Gangi ykkur sem allra best í Argentínu og veriði dugleg að æfa ykkur að tala saman á spænsku þegar þið eruð heima á kvöldin að elda miðnæturmátíðirnar ;)
Kær kveðja úr sólinni að sunnan,
Vala
nú er maður orðin heimavinnandi og því tilvalið að liggja í tölvunni og fylgjast með lífi annara út í þessum stóra heimi hehe. Fékk nebblega prinsinn minn í heiminn 2vikum fyrir tímann(voða fínt). Hafið það gott og njótið lífsins..
Kveðja Elínborg
Gaman að fylgjast með ykkur og frábært hvað allt gengur vel:)
Kveðja Eygló
Nú dugir fátt annað en að knúsast sem mest þið megið, deila líkamshita, eins og sagt er.
Í kvöldfréttunum var mælt með að fólk færi frekar til Ísafjarðar en útlanda af því að það hefði snjóað í Búenós Æres (RÚV-framburður) en ég var á Ísafirði um daginn og af blogginu ykkar af dæma held ég að það sé skemmtilegra hjá ykkur en þar :)
Úú en gaman að fá komment!! Mas, mas ;)
já nú stefnir allt í smá frí frá fríinu okkar!! Vonum það besta og komum með fréttir af því á morgun eða í kvöld.
Lov, kossar og knúz
Fæ pottþétt að horfa á SYTYCD hjá þér Berglind!!
Til hamingju með prinsinn Elínborg!! :) Get ekki beðið eftir að skoða snúlluna hennar Hildar. Finnst næstum eins og ég hafi eignast barn ;)
Hérna er akkúrat sagt Buenos ÆÆÆres með þvílíkt sterkum porteno framburði. Margt mikið öðruvísi í spænskunni hérna í borginni. Þeir eiga sér mjög mikið slangur og tala saman á nokkurs konar borgarmáli.
...ohh en það er svo næs að vera hérna, skil vel að þetta sé draumaborgin þín Eyrún, hlakka svo til að geta bent þér á eitthvað skemmtilegt að gera þegar þú heimsækir hana :D
'eg fylgist spennt með ævintýrum ykkar - glöð að íð fáið gnægt ykkar af kosum - það er svo gott fyrir sálina
Kveðja
Berglind Elva Tryggvadóttir
Post a Comment