Þá hlýtur að vera komin tími til að flytja.
Erum búin að fjárfesta í miðum sem koma okkur alla leið heim til Íslands. Ódýrasti og hentugusti kosturinn er að fara í gegnum allt að þrjár borgir á Spáni áður en við leggjum af stað yfir Atlantshafið. BILBAO-BARCELONA-ALICANTE-KEFLAVIK er ferðplanið sem lítur svona fljótt á litið alls ekki út fyrir að vera hentugt. Á einhvern óskiljanlegan hátt er þessi áætlun engu að síður mun styttri heldur en til dæmis að fljúga frá London og til Íslands. Ég held að það gerist stundum eitthvað óskiljanlegt þegar maður pantar sér flug, tími verður afstæður og kílómetrar og fjarlægðir ennþá skrýtnari. En nóg um það, ég treysti flugfélögunum.... (!!!)
Erum nú í miklum ham við að pakka ofan í kassa, undirbúa komu gesta og krossa við ýmis "to do" atriði sem ég hef samviskusamlega skrifað á blað og hengt upp á vegg í stofunni.
Eitt atriðið er til dæmis: Klára MA ritgerð!! Meira um það á öðrum bloggum...
og að veðrinu (Lalli heldur að í mér búi leyndur draumur um að verða veðurfræðingur, held hann hafi eitthvað til síns máls) en það er búið að vera ógeðslega leiðinlegt veður hér í Bilbao nákvæmlega jafn lengi og það er búið að vera frábært á Íslandi. Rigning og (ókei ekki rok) en samt svona suddaveður eins og maður myndi kalla það á Íslandi. Ef það verður 27 stiga hiti á norðausturlandi um næstu helgi eins og spáð er þá fer ég ráðum móður minnar og sæki um skólastjórastöðuna á Þórshöfn!
En já semsagt, Lárus vaknaði í nótt á gólfinu, því botninn í rúminu okkar gaf sig. Ekki í fyrsta skiptið reyndar. Sem segir okkur kannski að það sé komin tími til að skipta um íverustað. Ágætis merki um að flytja sig um set.
Erum nú í miklum ham við að pakka ofan í kassa, undirbúa komu gesta og krossa við ýmis "to do" atriði sem ég hef samviskusamlega skrifað á blað og hengt upp á vegg í stofunni.
Eitt atriðið er til dæmis: Klára MA ritgerð!! Meira um það á öðrum bloggum...
og að veðrinu (Lalli heldur að í mér búi leyndur draumur um að verða veðurfræðingur, held hann hafi eitthvað til síns máls) en það er búið að vera ógeðslega leiðinlegt veður hér í Bilbao nákvæmlega jafn lengi og það er búið að vera frábært á Íslandi. Rigning og (ókei ekki rok) en samt svona suddaveður eins og maður myndi kalla það á Íslandi. Ef það verður 27 stiga hiti á norðausturlandi um næstu helgi eins og spáð er þá fer ég ráðum móður minnar og sæki um skólastjórastöðuna á Þórshöfn!
En já semsagt, Lárus vaknaði í nótt á gólfinu, því botninn í rúminu okkar gaf sig. Ekki í fyrsta skiptið reyndar. Sem segir okkur kannski að það sé komin tími til að skipta um íverustað. Ágætis merki um að flytja sig um set.
2 comments:
Það er mun hlýrra hérna á Íslandinu góða, get vottað það ;)
Kveðja Elfa
úff get alveg trúað því!! Sérstaklega núna það rignir eldi og brennisteini grínlaust!
Post a Comment