Tuesday, December 29, 2009

Jólin á Ísland

Jólin voru ljúf að vanda.

Í Brúarhvammi var boðið upp á rjúpur, á Giljum nörtuðum við í kaldann hrygg og fengum síðan hangikjöt á jóladag. Á annan í jólum voru tapasréttir og lambakjöt á boðstólnum að ótöldum öllum kökunum, jólabakstrinum, eftiréttunum osfrv.

Við erum búin að hitta fullt af vinum okkar, óvenju marga eiginlega miðað við að ég er búin að eyða nokkrum dögum í að vera veik - sem kallar á inniveru og rólegheit. En það er nú heil vika eftir svo að ég hef tíma til að þjóta á milli kaffiboða næstu dagana.

Í gærkvöldi áttum við til að mynda frábært kvöld og borðuðum geggjaðan mat með yndislegu fólki og í kvöld er stefnan sett á enn eina sumarbústaðaferðina, ég ætla nú reyndar bara að fara ein með Telmu vinkonu og eiga smá quality time með henni. Aldrei að vita nema að við spilum trjáspilið góða sem við spiluðum um það bil þrjúhundruð sinnum þegar við vorum litlar.

Eigiði góða rest elskurnar og gangið hægt um gleðinnar dyr - inn í nýja árið.

1 comment:

Sibba systir said...

Gleðilegt ár elsku systir og mágur. Vildi að ég hefði haft meiri tíma til að hitta ykkur um jólin. En knúsið og kramið verður bara að bíða þangað til við komum í heimsókn til Bilbao í sumar.

Knús og kiss á ykkur