Tengdapabbi minn, Jón Smári Lárusson á afmæli í dag, stórafmæli meira ad segja.
Hann tengdapabbi minn er svo stór ad stundum stend ég upp á stól til ad knúsa hann. Hann leikur stundum Gunnar á Hlídarenda. Hann syngur hátt og vel. Hann vaknar alltaf fyrir klukkan sex á morgnanna. Hann er algjør hrekkjapúki. Hann á konu sem heitir Sólveig, kisu sem heitir Mía, 3 børn og 3 barnabørn.
Hann er flottur kall hann Smári á Giljum. Til hamingju med daginn!
Friday, July 31, 2009
Monday, July 27, 2009
Skemmtilegt
Dr. Gunni var í heimsokn í heimabænum mínum Hveragerdi (og ská heimabænum hans Lalla) um daginn. Strákurinn hans prýdir nefnilega Kjørísauglysingar sumarsins. Thad thotti nu heldur betur flott i mína tíd ad vera annd hvort Kjørís-stelpan eda Kjørís-strákurinn. Man enntha eftir Sigrúnu Bjørns vinkonu Heru Sifjar systur a rosa flottum Kjørís auglýsingum fyrir svona 16 árum sidan... Vá thad hljomar kannski betur ad segja fyrir mørgum arum sidan.
Allavega, eftir Hveragerdis heimsóknina setti hann Dr. Gunni saman thessa líka skemmtilegu mynd sem minnti mig á æskuslódirnar, Austurmørkina, Edenplanid og splunknýja banana sem mamma kom med heim af Gardyrkjuskólanum (yes we do have bananas).
Mynd: Dr. Gunni http://eyjan.is/goto/drgunni/
...
Thad rignir endalaust her i Køben a medan vatnsbol tæmast a Islandi. Svona skiptist thetta alltaf milli DK og IS.
Pøntudum flugmidana okkar i gærkvøldi. Gerir thetta allt mun raunverulegra og ekki minna skemmtilegt. Eg flyg til Bilbao fra Feneyjum strax ad lokinni radstefnu og Lalli kemur sama dag til Bilbao fra Køben. Dagurinn er 28. agust sem hljomar mjøg vel i minum eyrum, ekki of langt og ekki of stutt.
Nefnilega margt spennandi framundan i juli og agust.
Sunday, July 26, 2009
Sunnudagssæla
Mikið var gaman í gær. Við getum mælt eindregið með staðnum Scarpetta sem býður upp á ítalska smárétti og góð ítölsk rauðvín. Við borðuðum okkur pakksödd og drukkum góð vín með fyrir mjög viðráðanlegan prís. Af því að við vorum í stuði þá fórum við líka út að dansa á eftir. Hjóluðum á milli mismunandi staða, koktelabara og hverfa hér í Köben og vorum ekki komin heim fyrr en undir morgun, súper sæl með kvöldið. Vöknuðum svo eldhress í morgun og skunduðum út í Godthabs bakarí þar sem fást íslenskir snúðar.
Mér er alveg sama þó svo að ég búi í 40 fermetra íbúð þar sem klósettið er inni í skáp og sturtuklefinn inni í svefnherbergi vegna þess að ég er í fyrsta skiptið í heilt ár með aðgang að súper góðum þvottavélum og algjörlega mögnuðum þurrkara sem þurrkar allt á 10 mínútum. Ég er ennþá algjörlega amazed og er stanlaust að dáðst að því að fötin koma í raun og veru HREIN út úr vélinni en ekki bara blaut með sápulykt en samt skítug eins og í flestum þvottavélum hér á götuþvottahúsum í Kaupmannahöfn. Til að toppa gleðina þá get ég hengt út á snúru og látið allt þorna úti!!!
PARTÝPAR á laugardagskvöldi í Köben
Saturday, July 25, 2009
Laugardagslíf
Fékk símtal frá Íslandi áðan. Það er alltaf jafn gaman að sjá +354 á undan nr. og fá nett fiðrildi í magann yfir því að einhver frá Íslandi sé að hringja...
Guðrún Anny vinkona mín, nýbökuð móðir
og hetja með meiru var hinu megin á línunni og við spjölluðum eins og lög gera ráð fyrir um fæðinguna, litla Túl (barnið) og nýja hlutverkið. Guðrún sagðist ennþá vera hálf sjokkeruð yfir því að þessi lifandi mannvera skildi hafa verið inni í maganum á henni. Ég á nefnilega ekki heldur eftir að skilja þetta fyrr en ég sé barn koma út um mitt eigið XXX og jafnvel ekki þá held ég...
Kollegar mínir í háskólanum halda að ég þekki allar nýbakaðar mæður á Íslandi (þau halda reyndar að allir þekki alla með nafni á Íslandi) vegna þess að ég sýni stolt myndir af splunkunýjum nýjum börnum og uppgefnum en alsælum mæðrum þeirra í hverri viku.
Samræðurnar voru nokkuð í anda dagsins þar sem ég bauð
Lárusi í "surprize" hjólatúr sem endaði á sýningu í Zoologiske museet hér í bæ. Þar er hægt að sjá sýninguna In Darwins footsteps sem bersýnilega snýst um þróunarkenninguna. Sýningin sló í gegn hjá okkur og við veltum fyrir okkur hvernig við hefðum nú í raun og veru orðið til, ímynduðum okkur líf á tímum risaeðla, skoðuðum hina ýmsu steingervinga og vorum almennt frekar intellectual... já eða bara lúðaleg, fer eftir því hvernig á það er litið.
Nú hljómar Moloko í græjunum hjá okkur og ég er komin í sparikjól þar sem við Lárus erum á leiðinni á rómantískt stefnumót á ítalska staðnum Scarpetta sem var einmitt valin besti nýji veitingastaðurinn í Köben fyrir árið 2009. Kannski við skellum okkur aðeins út að dansa líka ef við erum í stuði!
Monday, July 20, 2009
Sunday, July 19, 2009
Gleði & Glaumur
Við erum ástfangin af lífinu, fjölskyldunni okkar, vinum okkar, ströndinni, Vesterbro, Norrebro, sumrinu, görðunum, gleðinni, stemmingunni í Köben... en mest af hvort öðru.
Wednesday, July 15, 2009
Nýjar hliðar á Köben
Það sem ég elska við stórborgir er að það má endalaust kynnast nýjum hliðum á borginni. Í dag uppgötvuðum við Lárus (eftir góðar ábendingar) að Jægerborggade og Stefansgade eru yndislega krúttlegar og skemmtilega spennandi götur í Nörrebro. Að vísu held ég að Vítisenglar eigi þessar götur með húð og hári og það voru nokkrar svona frekar vafasamar verslanir á stöku stað. En það er nú líka bara það sem gerir göturnar svona spennandi og sniðugar.
Hjóluðum um í blíðunni, fengum sms um að lítill drengur hefði fæðst inn í þennan heim í nótt, borðuðum spínat fylltar pizzusneiðar á Stefanspizza og drukkum gott kaffi á Riccos. Yndislegur dagur í sól og 25 stiga hita. Gerist varla mikið betra.
Restin af deginum fer í akademískar pælingar og íbúðarleit. Uppgötvaði allt í einu að ef ég leita eftir "flat" en ekki "apartment" þá fæ ég svona hundrað sinnum fleiri íbúðir og á mun fýsilegri prís. Hver er eiginlega munurinn á flat og apartment?? Getur einhver sagt mér það. Virkar alveg það sama en er það greinilega ekki.
Hjóluðum um í blíðunni, fengum sms um að lítill drengur hefði fæðst inn í þennan heim í nótt, borðuðum spínat fylltar pizzusneiðar á Stefanspizza og drukkum gott kaffi á Riccos. Yndislegur dagur í sól og 25 stiga hita. Gerist varla mikið betra.
Restin af deginum fer í akademískar pælingar og íbúðarleit. Uppgötvaði allt í einu að ef ég leita eftir "flat" en ekki "apartment" þá fæ ég svona hundrað sinnum fleiri íbúðir og á mun fýsilegri prís. Hver er eiginlega munurinn á flat og apartment?? Getur einhver sagt mér það. Virkar alveg það sama en er það greinilega ekki.
Tuesday, July 14, 2009
...
Lífið í Köben.... ræræræææ.... Dyggir lesendur síðunnar okkar hljóta að vera orðnir frekar mettaðir af fréttum frá Kaupmannahöfn og æstir í að heyra eitthvað nýtt, ferskt og spennandi frá Baskalandi og Bilbao.
Á þessu heimili eykst að minnsta kosti spenningurinn með hverjum deginum. Reyndar eru nokkrir atburðir á dagskrá fyrir Bilbao ferð sem auka á spennustigið. Má þar nefna heimsókn Birkis Smára og co, lokaskil á MA ritgerð í alþjóðasamskiptum og fyrirlestrar á menntaráðstefnu í Udine á Ítalíu.
Áttu yndislega helgi með Hirti og Hildi. Það er svo gott að láta minna sig á að maður á svo góða vini. Fórum út að borða, í siglingar, í barnaafmæli, brunch, hjóluðum út um allan bæ og skemmtum okkur súper vel.
Jæja best að fara að leita að íbúð... ég held að ég geti samviskulaust sett "íbúðarleit" inn á CV-ið mitt sem svona special competence.... með aukagráðu í að pakka niður og flytjast búferlum :)
Friday, July 10, 2009
Gledi
Stuttur vinnudagur i dag - vegna thess ad vid erum med gesti!! Juhu gaman saman :)
Litil børn fædast i hrønnum thessa dagana i vinahopnum og enn fleiri eru a leidinni og eiga jafnvel ad vera komin ;) Yndislegt lif!
Litil børn fædast i hrønnum thessa dagana i vinahopnum og enn fleiri eru a leidinni og eiga jafnvel ad vera komin ;) Yndislegt lif!
Tuesday, July 07, 2009
Úrhelli
Vorum að koma inn. Röltum út á Godthabsvej og náðum okkur í sushi og japanskan bjór, borðuðum úti í garði. Rétt náðum að kyngja síðasta bitanum þegar við urðum að hlaupa inn undan þrumum og eldingum. Nú rignir eins og hellt væri úr fötu. Samt er hlýtt og gott.
Eftir að við fluttum hjóla ég í og úr vinnu. Góð hreyfing í góðu veðri - 12 km fram og til baka.
Við erum búin að gjalda fyrir alla útiveruna síðast liðna daga. Erum bæði tvö með risa bit á fótunum. Frekar útlandalegt en síður huggulegt. Lalli sagðist bara sáttur með að einhverjum fyndist hann svona girnilegur. Mér finnst hann alveg girnilegur - bít hann samt afar sjaldan.
Ég var sökuð um að tala íslensku með dönskum hreim um daginn. Sagði aðeins of oft "jaaaaaá jaaaaá" og "nohhh" (lesis með semingi og aukinni tónhæð í lokin). Greinilega komin tími til að flytja í annað land :)
Frederiksberg / Nörrebro er fínn staður að búa á. Ég á þá eiginlega bara eftir að búa niðrí bæ og í Austurbrú til að fullkomna hringinn. Væri meira til í að búa niðrí bæ. Kannski í Austurbrú þegar ég þarf að arka um með tvíburavagninn.... -alveg í framtíðinni sko-
Við erum bæði búin að fá fyrstu íslands-nostalgíuna (heimþrá) okkar. Ég kom að Lalla um daginn þar sem hann var að hlusta á Ísland er land þitt hálf klökkur (ekki segja honum að ég hafi skrifað þetta). Ég kom líka hálf skælandi til hans um daginn og heimtaði mömmu og pabba, útilegur, kókómjólk, sundlaug, bjartar sumarnætur, íslenskt sumar og graslykt.
En öll él birtir upp um síðir og við styrkjumst og öðlumst aukna reynslu á öllum ferðalögunum. Sjóndeildarhringurinn víkkar og það verður sífellt auðveldara að sjá hlutina í stærra samhengi. Eins og einn prófessorinn minn sagði við mig í dag. "You become global". Ég er honum hjartanlega sammála. Auk þess held ég að öll þessi hnattræna eða global reynsla við Lárus höfum verið að viða að okkur - og komum vonandi til með að gera áfram - sé einstaklega mikils virði á svo margan máta.
Fyrir utan þann augljósa kost að við ættum að styrkja samkeppnishæfni okkar á vinnumarkaði (svo maður noti soldið 2007 talsmáta) þá höfum við bæði rætt það að við erum líka að styrkjast og þroskast sem manneskjur í fjölþjóðasamfélagi. Fyrir utan allar frábæru minningarnar, upplifanirnar og lífsreynsluna sem við eigum eftir að deila - um ókomna tíð.
Sunday, July 05, 2009
Sunnudagur í Frederiksberg
Síðasti sólardagurinn í bili var í gær og eyddum við honum samviskusamlega á Amagerströnd þar sem við sóluðum okkur og syntum í sjónum ásamt góðu fólki. Við enduðum síðan daginn á að fylgja Röggu og Ingva heim til þeirra í grill og guitar hero - góðar stundir.
Á sólarlausum sunnudegi í Frederiksberg er lítið annað að gera en að hafa það huggulegt með rjúkandi kaffibolla og Politiken. Eins og ég sagði í síðustu færslum hefur lítið verið pakkað upp úr kössum hérna á Nordre Fasanvej enda fer minnst fyrir dótinu bara ofan í kössum. Það var hins vegar séð til þess að pakka kaffivélinni sem allra fyrst upp úr kassa og koma henni vel fyrir - í stofunni....
Styttist í Hildi og Bamba og við hlökkum mikið til þeirrar heimsóknar. Verst þó að sólin virðist ekkert ætla að láta sjá sig næstu 10 dagana eða svo... En kosturinn við að búa í stórborg er jú einmitt sá að hér má alltaf finna sér eitthvað til dundurs... come rain or come shine!
Við vorum til dæmis að uppgötva það að niðrí bæ er Argentískur vín og tapas bar sem við vissum barasta ekkert af!! Þar er meira að segja hægt að fá sér ekta argentískar enpanadas!! Við þangað Hildur þegar þið komið!! :)
Saturday, July 04, 2009
...
Klukkan 6 í morgun var 25 stiga hiti... Þetta er meiriháttar frábært!
Pössuðum Margréti Rós aka Mambó í gær, hún er líka meiriháttar frábær. Alveg sama þó hún sé í pössun og bara mega spennt að vakna með okkur Lárusi og hafa sig til í leikskólann. Söng fyrir okkur á meðan hún borðaði morgunmatinn sinn og fór svo alsæl með afmælisís í leikskólann. DÚLLA.
Sátum allan gærdaginn í Kongengs Have ásamt góðu fólki, borðuðum jarðaber og sötruðum bjór. Stefnir allt í strandferð í dag - amk niður á bryggju þar sem hægt er að stinga sér í vatnið öðru hvoru til að kæla sig.
Wednesday, July 01, 2009
Summertime
Eina ferðina enn erum við skötuhjú flutt... að þessu sinni bara um hverfi en ekki alveg um land eins og venjan er orðin. Næstu tvo mánuðina verðum við í Frederiksberg í íbúð vinkonu okkar og við ætlum ekkert að stressa okkur á því að pakka mikið upp úr kössum þar sem það styttist óðum í að við flytjum suður á bóginn eins og hinir farfuglarnir.
Þrátt fyrir steikjandi sumarhita hér í borg erum við Lárus ennþá í hálfgerðum vetrargír. Það er að segja við þurfum bæði að vera töluvert einbeitt við lestur, skriftir og ritgerðarsmíð. MA ritgerðin er komin á flug hjá Lalla og ég er svona að reyna að koma mér í það að vinna að fyrirlestrum sem ég verð með á menntaráðstefnu á Ítalíu í ágúst. Annars getum við ekki kvartað yfir lífinu hérna í Köben þessa dagana. Sólin skín og hitinn gælir við 30 gráðurnar dag eftir dag sem þýðir auðvitað að við erum líka búin að hoppa í sjóinn, fara í hjólatúra, grilla úti og liggja á ströndinni. Semsagt ekkert til að kvarta yfir!
Subscribe to:
Posts (Atom)