Thursday, October 16, 2008

Heim á leið

Ísland fagra Ísland eftir einungis nokkra klukkutíma - sjáum til hvernig ég fíla mig í ástandinu heima. Lalli kemur síðan á mánudaginn og við verðum fram á fimmtudag. 

Fengum gleðifréttir í gærkvöldi. Sátum yfir nokkrum rauðvínsglösum með stelpunni sem við leigjum af og hún framlengdi samningnum við okkur um nokkra mánuði svo núna þurfum við ekki að hafa áhyggjur af íbúðamálum fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta sumar. Gleði og glaumur!! 

Lalli er ennþá haltur og með afar ófunksjónelt læri og hné en mætir þrisvar í viku í nudd og sjúkraþjálfun svo vonandi verður hann góður fyrir þarnæsta leik. Liðið er auðvitað bara hálft lið án hans finnst mér - og reyndar mörgum öðrum líka :) 

En nú er að pakka og skrifa lista númer ég veit ekki hvað... Sjáumst kannski heima! 

2 comments:

Anonymous said...

Góða ferð heim til Íslands og vonandi njótiði tímanst þar :)

Og vonandi fer Lalli að lagast í lærinu,spurning hvort Ísland hafi ekki bara töframáttinn :0)

Kv. Bjarney

Lalli og Eva said...

Hehe já vonandi - hann fer allavega til læknis þar ef það verður ekki farið að birta til þegar hann kemur heim. Takk takk ég er orðin frekar spennt að fara :)