Sunday, October 12, 2008

Fyrirmyndarforeldrar

Ég hef alla tíð tekið foreldra mína mér til mikillar fyrirmyndar. Þau eru stoð mín og stytta og mínir helstu aðdáendur. Þau hafa líka alið mig vel upp og kennt mér að hafa falleg og góð gildi að leiðarljósi í lífinu. Verandi mínir helstu aðdáendur og stuðningsmenn vilja þau auðvitað allt fyrir mig gera. 

Ég ræddi við mömmu á msn í dag þar sem hún spurði mig hvað væri í kvöldmatinn hjá mér. Ég er ekki mjög framtakssöm í eldhúsinu og sagði henni því sem satt var að það væri skúffukaka í kvöldmatinn hjá mér. Ég sagði jafnframt að mig langaði samt helst af öllu í fisk (vitandi það að tengdaforeldrar mínir ætluðu að hafa fisk í kvöldmatinn hjá sér). Mamma sagði við mig: Auðvitað elskan við höfum fisk þegar þið komið - allt fyrir ykkur. 

Um það bil 10 mínútum síðar tilkynnti hún mér að pabbi stæði brosandi út að eyrum með stærðarinnar fisk í hendinni fyrir utan gluggann hjá henni. Hann gerði sér nefnilega lítið fyrir og stökk niður að á og veiddi fisk um leið og prinsessan bað um fisk. Já það kostar ekki alltaf peninga að dekra litla barnið í fjölskyldunni!

Síðan voru sendar myndir af aflanum og þeim huggulega kvöldverði sem bíður okkar við heimkomu. 

Ég elska þau svo mikið. 




9 comments:

Anonymous said...

haha þau eru skodinn

Anonymous said...

Mér finnst þú eiginlega ekki geta haldið því fram að þú sért vel uppalin...

Djók! Foreldrar eru æði, og ég, sem sérlegur fjölskylduvinur og heimalningur, get staðfest að þínir eru í hæsta gæðaflokki.

Eva Harðardóttir said...

hehe já finnst þér ég soldið djörf að halda fram eigin ágæti í uppeldi - það er rétt það skýtur soldið skökku við.

En gott að fá staðfestingu þá frá þér - og ég get hér með staðfest það að þú átt líka eitt gott par og mér finnst þú vel upp alin :)

Jonas og lísa said...

Mér finnst þið samt svolítið hlutdrægar.

En gamli seigur að sækja fiskinn, ekkert smá flottur...

kv.Jónas

Anonymous said...

Þau eru algjört yndi! Og ég verð að hrósa uppsetningu á neðri myndinni.... viss um að mamma þín hefur stílað hana :)

Kv,
Guðrún

Lalli og Eva said...

Hehehe kallinn leynir á sér!!

Já ég er ekki frá því að mamma hafi jafnvel valið Alsace hvítvínið með fisknum Guðrún :)

Anonymous said...

En Jónas, nú þekkir þú líka foreldra okkar, getur þú ekki bara vottað fyrir ágæti þeirra? Sem hlutlaus aðili.

Jonas og lísa said...

Mér þykir það leiðinlegt að þurfa að benda á það en.....ég þygg mútur sem hlutlaus meðmælandi í þessari umræðu.


kv Jónas

Lalli og Eva said...

uuu þá minni ég á fyrirframgreiddar mútur hér um daginn sem fólust í rauðvíni, bjór og námsmannalasagnea ;)