Fyrst af öllu viljum við óska sætustu afmælisstelpu í öllum alheiminum til hamingju með afmælið!! Elska Emma okkar við sendum kossa og knús til þín hérna í gegnum bloggið og vonandi áttu eftir að eiga frábæran afmælisdag!!
Við vöknuðum í morgun og skidum ekkert í því að klukkurnur í tölvunum okkar voru einum tíma of seinar miðað við aðrar klukkur. Eftir smá þras um hvort klukkan væri hálf ellefu eða hálf tólf þá áttuðum við okkur á því að klukkan var færð aftur á bak um einn tíma í nótt. Frekar notalegt að græða klukkutíma og lengja daginn örlítið.
Sisu spilaði 4 leikinn sinn á tímabilinu í gærkvöldi og töpuðu með 4 stigum eftir mjög spennandi og jafnan leik. Liðið sem þeir spiluðu við er búið að vinna alla sína leiki og er efst á meðan Sisu hefur unnið 1 leik en tapað 3 og er þar af leiðandi um miðja deild eða í 6. sæti af 10 liðum. Ef við lítum björtum augum á stöðuna þá er Sisu búið að spila 4 mjög erfiða leiki við þau fjögur lið sem skipa sér í efstu sætin þannig að næstu leikir ættu að verða auðveldari viðureignar. Fyrir utan þá staðreynd að Lárus verður auðvitað með í næstu leikjum sem mun breyta leiknum þeirra all verulega held ég. Í dag er engin vara pointguard sem getur tekið boltann almennilega upp - þannig að þeir verða eflaust voðalega fegnir strákarnir þegar Lalli verður orðinn góður í lærinu. Næsti leikur er stór sjónvarpsleikur og allir miðar uppseldir fyrir löngu. Leikurinn verður á þriðjudaginn á heimavelli Sisu gegn liðinu Næstved sem Lárus var líka að hugsa um í ágúst þegar við komum.
Jæja þeir sem skilja ekkert í körfubolta geta byrjað að lesa hérna... Um næstu helgi er okkur boðið í partý sem kallast Hallo-Wali og samblanda af Halloween og Dewali sem er indversk hátíð sem snýst um að upphefja ljósið og góða anda innra með fólki. Krökkunum í bekknum mínum fannst sniðugt að blanda saman þessum tveimur hátíðum úr austri og vestri og úr því varð þessi hátíð sem þau kalla Hallo-Wali. Mér finnst þetta alveg stórkostleg hugmynd þar sem fólk verður í grímubúningum að kveikja á kertum og lofa ljósið og góða anda að indverskum sið. Svona er nú hægt að sameina mismunandi kúltúr og menningu á jákvæðan hátt :)
Jæja snúðar og snúllur nú ætla ég að nýta tímann á meðan Lárus er úti að skokka og læra smávegis.
Kiss og knús á ykkur öll...
3 comments:
Ég á eftir að sitja spennt fyrir framan sjónvarpið á þriðjudag. Þú mannst að vinka :)
Kv. Bjarney
Pottþétt!!
Snilld að blanda þessu saman!!
Kiss og knús frá Vínberjaklasanum
Post a Comment