Friday, August 10, 2007

Lífið er fótbolti

Sðasta sunnudag fórum við á fótboltaleik með Boca Junior. Leikurinn endaði núll núll og var í rólegri kantinum. Það sama verður ekki sagt um áhorfendur sem skemmtu sér vægast sagt vel allan tíman http://www.youtube.com/watch?v=RjRpAxIdI9U

Bloggið verður í styttra lagi þar sem ég er með ritstíflu og Eva nennir ekki að blogga. Við hlökkum mikið til að fá Guðrúnu og Viðar í heimsókn. Eva er búin að gera marga lista yfir hvað við eigum að gera á meðan þau eru í heimsókn.

Á morgun er síðasti dagurinn í skólanum og það á að prófa hversu sleip við erum orðin í spænskunni. Eva ætlar að taka prófið en ég hugsa að ég sleppi því. Kosturinn við að borga fyrir að vera í skóla er að þú ræður nákvæmlega hvað þú gerir og það er ekki efst á óskalistanum hjá mér að taka próf. Evu hlakkar hins vegar mikið til að fara í prófið enda muy lista chica (klár stelpa fyrir Ágúst).

1 comment:

Anonymous said...

Hlokkum til ad sja ykkur ekki a morgun heldur hinn! Hofum tad rosa gott i Boston, buin ad drekka og borda mikid :) Sem vid munum klarlega halda afram hja ykkur ;)