Pósta einni mynd af okkur í tangó, svona til að halda tangóþemanum lifandi... Annars verður væntanlega einhver bið í nýjar myndir. Eða þangað til að við komumst yfir það að þurfa að kaupa nýja myndavél dýrum dómi.
Monday, July 30, 2007
Sveittur sunnudagur!
Pósta einni mynd af okkur í tangó, svona til að halda tangóþemanum lifandi... Annars verður væntanlega einhver bið í nýjar myndir. Eða þangað til að við komumst yfir það að þurfa að kaupa nýja myndavél dýrum dómi.
Saturday, July 28, 2007
Letiblogg
Monday, July 23, 2007
Fleiri myndir síðan um helgina
Ein artí mynd af Jesú. Hildur hvað finnst þér?? Mér fannst ég voða flinkur ljósmyndari þegar ég sá myndina.... hmmm kannski ekki?Á miðjumyndinni erum við búin að fara einu sinni upp með kláf og eigum seinni kláfinn eftir. Fyrir aftan okkur sést í fjallið sem við fórum síðan upp á. Þetta er alveg út fyrir ósonlagið flott þegar maður er þarna uppi. Þeir hika ekki við að troða 70 manns í einu í kláfinn og stundum þarf að bíða eftir logni til að geta haldið áfram. Þá stoppa þeir bara kláfinn á miðri leið í vestu vindhviðunum. Gerðist sem betur fer ekki hjá okkur - ég hafði nú bara rétt hjarta í að fara upp.
Skruppum í vikunni í Recoleta kirkjugarðinn sem er alveg yndislega fallegur staður. Við tókum fullt upp á videó þar ég þarf endilega að læra að setja inn myndbönd. Staðurinn er alveg ótrúlegur. Þarna eru endalaus grafhýsi og þetta virkar eins og lítill bær (örugglega svona svipað stór og Hvolsvöllur....). Völundarhús af grafhýsum. Sum eru eldgömul og falleg og önnur mjög nýtískuleg og flott. Við fórum auðvitað að skoða frægasta leiðið eða grafhýsið sem er gröfin hennar Evu Peron. Inni í sumum húsunum sér maður kisturnar og fólkið hugsar ofsalega vel um þessi grafhýsi. Ef einhver getur tekið mig í videókennslu í gegnum skype eða msn þá er ég meira en til... eigum fullt af videóklippum. Seinsta myndir er nú bara snjónum sem kom í Buenos Aires (eins og sést - eða sést ekki á myndinni... mjög lítill snjór).
La vida!!
Saturday, July 21, 2007
Friday, July 20, 2007
Brazil
Við vorum búin að lesa okkur til um Ríó og fá góðan skammt af varnarorðum frá öllum sem við töluðum við. Sömu helgi og við vorum í Ríó voru Pan American leikarnir sem eru nokkurs konar ólympíuleikar Suður Ameríku. Þess vegna var öryggisgæsla á afar háu stigi og vopnaðir hermenn gengu um göturnar á Copacobana. Við náðum einnig úrslitaleiknum í Cup America þar sem Brasilía burstaði Argentínu - okkur til mikillar mæðu.
Sunday, July 15, 2007
Paradis
Meira blogg tegar heim er komid, annars maeli eg med minu eigin undri veraldar tessa dagana, litlu stelpunni teirra Hildar og Agustar www.zhildur.blogdrive.com hun er ut fyrir osonlagid falleg og bara otruleg i tilveru sinni.
Thursday, July 12, 2007
Wednesday, July 11, 2007
Bailando!
Annars er þetta helst í fréttum
-snjór snjór snjór
-bensínlaust í Argentínu
-gasvandamál í Argentínu vegna kulda
-gott veður í Ríó de Janeiro
-spænskan gengur mas y menos vel
-bara nokkrar vikur í stóra ferðalagið
Skemmtilegar staðreyndir frá Suður Ameríku
-kvöldmaturinn er borðaður klukkan 22 eða 23
-við erum búin að borða einu sinni RISA nautasteik klukkan 1 um nóttina, kláruðum kvöldmatinn um 3 leytið....
-allir kyssast... alltaf... allir!
-við kyssum alla (nemendur og kennara) í skólanum hæ á morgnanna og bless þegar kennslustund lýkur. Strákar kysstast líka :)
Tuesday, July 10, 2007
Mest lesna fréttin á mbl
Monday, July 09, 2007
Snjór....
Í sjónvarpinu er allt fullt af aukafréttatímum þar sem fólk hrópar og hoppar og kallar og veifar og allir eru svo kátir og glaðir með snjóinn!!
Myndir
Myndir úr hverfinu okkar. Húsin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það úir og grúir af alls konar byggingarstíl. Fallegust þykja mér húsin sem er í mjög sterkum ítölskum stíl. Í götunni okkar er verið að byggja risa stórt háhýsi með rosalega flottum íbúðum í. Ég er byrjuð að safna mér fyrir penthouse íbúðinni. Aðeins frá okkur eru stórir járnbrautateinar sem skipta Palermo hverfinu í tvennt. Öðru megin liggur "soho" þar sem við búum og hinu megin liggur "hollywood" þar sem ríkara fólk býr og stór fyrirtæki eins og kvikmyndafyrirtæki eru til húsa.
Hola, que tal?
Það þarf varla að spurja að því hvernig fólk hafi það heima - allir svo glaðir og sáttir með heitasta sumar í manna minnum. Hérna hinu megin á jarðkringlunni - nánar tiltekið í Argentínu er aftur á móti kaldasti vetur í 50 ár. Hitinn í dag fór til dæmis niður í 5 gráður og er þetta án efa kaldasti dagurinn síðan við komum hingað. Það verður líka mjög rakt í borginni þar sem áin Plata eða Río de la Plata liggur við borgina.
Síðustu daga höfum við náð koma okkur aðeins betur fyrir og lært töluvert inn á hverfið sem við búum í, strætó samgöngur og neðanjarðarlestina. Metróin hérna er mjög góður og við erum svo heppin að búa rétt við stöð og gengur línan beinustu leið í skólann okkar.
Við erum búin að hitta þjónustukonuna okkar sem kemur á hverjum föstudegi að taka til og hún kenndi okkur á eitt og annað í íbúðinni. Til að mynda hvernig á hækka hitann svo nú er komin hiti í öll gólf og nýji rafmagsnofninn okkar orðin óþarfur. Það er nú samt ágætt að eiga hann svona til að ylja manni yfir morgunmatnum. Íbúðin er líka orðin töluvert hreinni þar sem konan tók til í marga klukkutíma hjá okkur. Ástæðan fyrir því hversu skítug íbúðin var þegar við komum var sú að fólkið á undan okkur hafði ekki borgað fyrir maid en það er sko lúxus sem við borgum fyrir með glöðu geði. Erum búin að finna allt það nauðsynlegasta í hverfinu okkar eins og til dæmis þvottahúsið. Fórum á föstudaginn með tvo fulla poka af þvotti og fengum allt hreint og straujað til baka tveimur klukkustundum seinna. Þessi þjónusta kosta svo mikið sem 150 kr. Ekki það að mamma gerir þetta nú frítt.... en engu að síður alveg afskaplega ódýrt og þægilegt.
Á morgun er frí í skólanum hjá okkur þar sem það er þjóðhátíðardagurinn þeirra, 9. júlí. Það er reyndar ekkert skipulagt fyrir daginn sjálfan hérna. Kennarinn okkar sagði að þau notuðu daginn bara til að sofa. Hins vegar er stefnt á djamm kvöldið fyrir frídaginn. Við fórum á fyrsta djammið okkar á föstudaginn. Hittum vini okkar úr skólanum, tvær stelpur frá Englandi þær Töru og Hazel og svo Joni frá Ísrael. Við fórum með þeim út að borða - þríréttað og tvær flöskur af víni fyrir tæpan 3000 kall samtals. Kíktum síðan á mjög vinsælan klúbb sem er í hverfinu okkar. Joni hafði fengið boðsmiða gefins og við komumst fram fyrir LANGA röð og fengum frítt inn. Staðurinn var risastór og skiptist í tvo mismunandi sali sem spiluðu sitt hvora tónlistana. Öðru megin mjög lélegt teknó (við höldum að við séum bara of góðu vön) og hinu megin 90s lög og R&B. Reyndar eru flest lög í útvarpinu soldið 90s og maður er í nettu nostalgíukasti allan daginn. Þessa dagana snýst allt um Cup America og leikir eru sýndir á hverjum degi á mörgum stöðum. Fótboltamennirnir hérna eru eins og guðir og allt slúður í slúðurblöðum snýst 99% um þá og kærusturnar þeirra.
Fórum í gærkvöldi á staðinn Milion sem við ætlum sko að fara aftur og aftur á. Guðrún og Viðar við erum búin að setja þennan stað á to do listann þegar þið komið. Staðurinn er á fjórum hæðum og er einn sá allra flottasti sem við höfum farið á. Í morgun fórum við síðan á ofsalega flottan stað sem er annálaður fyrir góðan sundaybrunc - við borðuðum morgunmat þar frá klukkan 1 til 5 og hlustuðum á plöturnar hennar Bjarkar. Spurning hvort maður þurfi ekki einhvern tíma til að rétta sig af þegar maður kemur heim, engin þjónustukona og ekki nýr veitingarstaður á hverjum degi....
Tuesday, July 03, 2007
Myndir frá fyrstu dögunum (fyrir þá sem nenna ekki að lesa bloggið)
Eva í flíspeysu að pikka á tölvuna. Við ætlum að fjárfesta í rafmagnsofni þegar við fáum tækifæri til.
Dæmigert hús í Palermo-ítalian style. Jonni frá Ísrael, félagi okkar úr skólanum, er í forgrunni.
Welcome to Buenos Aires
Ég fékk algjört hláturskast þegar ég kom út úr strætó og maðurinn sem var með okkur sagði bara Welcome to Buenos Aires!!