Monday, July 30, 2007

Sveittur sunnudagur!

Erum að jafna okkur eftir djamm gærkvöldsins. Svokallaður "all nighter" með vinum okkar frá Nýja Sjálandi. Mikið hresst fólk. Fórum á ansi skemmtilegan teknó/80's stað. Í einum sal var hljómsveit sem spilaði teknó - virkilega flott og í hinum salnum ómaði klassískt 80's.

Ennþá frekar kalt hjá okkur. Hace frío er án efa sú setning í spænsku sem á eftir að lifa hvað lengst með okkur eftir dvölina okkar hérna í Buenos Aires. Kuldinn er á allra vörum enda að verða skuggalega langlífur. Hittum á leigubílstjóra í dag sem lofaði okkur þó hita eftir ca viku.

Fengum aðeins að kenna á stórborginni í dag. Myndavélinni okkar var rænt á meðan við sátum í mestu makindum á pizza stað á Santa Fe (sem er reyndar ein fjölmennasta gata borgarinnar). Athyglin og snerpan var eflaust ekki í fullu lagi hjá okkur svona á sunnudegi en við lærum af þessu og erum rétt að komast yfir pirringinn. Það borgar sig greinilega ekki að verða of værukær hérna þó svo að normalmente líði okkur alltaf mjög seif. Be aware of big pockets er ráð sem erum búin að fá nokkrum sinnum og við höfum ekkert sérstaklega hugað að því fyrr en í dag þar sem myndavélinni var klárlega rænt úr innan á vasanum úr úlpunni hans Lalla. Reyndar var úlpan á stólnum hans við innganginn á matsölustaðnum þannig að við hefðum kannski alveg eins getað sett myndavélina á gangstéttina til að láta ræna henni.

Pósta einni mynd af okkur í tangó, svona til að halda tangóþemanum lifandi... Annars verður væntanlega einhver bið í nýjar myndir. Eða þangað til að við komumst yfir það að þurfa að kaupa nýja myndavél dýrum dómi.




Saturday, July 28, 2007

Letiblogg

Tilgangslaust kvartblogg
(þeir sem hafa ekki áhuga farið strax yfir í næsta blogg)
Madonna er ekki sérstaklega vel liðin hérna í Argentínu og kennarinn okkar minnist reglulega á það hversu ömurlega léleg leikkona. Kennarinn gengur meira að segja það langt að taka um nefið á sér og fussa þegar minnst er á söngkonuna. Ein helsta ástæðan fyrir einskæru hatri kennarans og fleiri Argentínubúa á Madonnu er sjálfsagt hálf súr frammistaða hennar í myndinni Evitu þar sem hún gerði þjóðarhetju Argentínu ekkert sérstaklega góð skil. Að auki á Madonna að hafa lýst því yfir með mikilli vanþóknun að í Buenos Aires og allri Argentínu ef út í það væri farið fyrirfyndist ekki almennileg heilsurækt.

Eins og ég er sammála kennaranum mínum um meint hæfileikaleysi söngkonunnar á leiksviðinu verð ég að taka undir orð Madonnu um heilsuræktir og gym í landinu. Við keyptum okkur kort í ræktina eftir frekar mikla leit. Ræktin sem við fundum er hin ágætasta og klárlega sú allra allra besta í borginni. Hún hefur upp á bjóða spinning center og heitir því frábæra nafni "wellcenter". Sem ætti að gefa til kynna að þarna liði fólki afara vel og í mínum huga gæti það jafnvel gefið til kynna að þarna leyndist jafnvel snyrtistofa eða spa...

Gymið í sjálfu sér er ágætt. Tækin eru ekki nema um það bil 5-10 ára gömul og virka öll sem skyldi. Það eru meira að segja sjónvarpsskjáir fyrir framan upphitunartækin og þó nokkuð um spegla og laus lóð. En well-factorinn er fjarri góðu ganni. Sturturnar eru til dæmis fjórar talsins í kvennaklefanum og þar fara konurnar í sturtu í nærfötunum (nema ég reif mig úr fyrir framan allar kellurnar og uppskar mikið gláp og undrun). Það er yfir höfuð ekki hægt að geyma fötin sín í skápum og kannski ca þrjú herðatré og ein slá í klefanum. Tveir vaskar og auðvitað ekki neitt sem heitir pláss fyrir snyrtidótið þitt, hárblásari, sléttujárn eða speglar til að taka sig til eftir ræktina.

Nú geng ég með þá hugmynd í hausnum að opna hérna alvöru wellcenter þar sem áhersla er á að konur (og karlar) geti haft það gott og notið þess að eyða tíma í sturtunni. Tekið sér góðan tíma í að taka sig til, jafnvel farið á snyrtistofuna og látið dekra við sig. Ég geri mér reyndar alveg grein fyrir því að meirihluti fólksins hérna er ekki á launum sem leyfa mikið dekur eða lúxuslíf. En það hlýtur samt sem áður að vera markaður fyrir því að láta fólki líða vel í ræktinni...

Fréttir af okkur...
Þessi vika er búin að einkennast af leti og lúxuslífi. Erum auðvitað sem endranær búin að fara út að borða á hverjum degi og höfum enn ekki orðið fyrir vonbrigðum. Gæti talað endlaust um standardinn á matnum og víninu hérna. Fórum til að mynda á mjög skemmtilegan ekta argentískan (ekki til túrista) stað sem bauð upp á æðislegan Armenískan mat. Góðu ráðin frá Páli Dungal hafa komið sér frábærlega vel á þessum vikum og ekki amalegt að hafa ótæmandi viskubrunn eins og hann þegar kemur að því að njóta þess sem Buenos Aires hefur upp á að bjóða.

Við fórum með skólanum á Tangóstað á miðvikudaginn og fórum í annan tíman okkar. Nú mætti ætla að við værum orðin frekar sleip en ég held að okkur fari bara aftur. Að minnsta kosti verður þetta ekki mikið auðveldara með hverju skiptinu :/ haha en þetta er alltaf jafn skemmtilegt sem er fyrir öllu. Við dönsuðum til að verða 2 um nóttina og þá urðum við að fara til að eiga séns í skólann daginn eftir. Þá var hins vegar stuðið rétt að byrja og flestir að týnast inn. Helstu djammdagarnir hérna í borginni virðast vera miðvikudagar, föstudagar og laugardagar. Sennilega sunnudagar líka þar sem mjög margt er lokað á mánudögum og þá virðist fólk safna orku fyrir vikuna. Í gær fórum við síðan í fyrsta skiptið inn í hverfi sem kallast San Telmo og er frægt tangóhverfi. Við dönsuðum engan tangó en drukkum fjórar rauðvínsflöskur með vinafólki okkar frá Nýja Sjálandi og sváfum þar af leiðandi yfir okkur í morgun og fórum ekkert í skólann ;) Nýttum frekar daginn í að skipuleggja ferðina með Guðrúnu og Viðari sem er óðum að taka á sig endanlega mynd. Nú sitjum við heima yfir lúxusvandamáli sem verður sífellt algengar hjá okkur - að velja stað til að borða á og stað til að skemmta okkur á í kvöld.... Já ég veit hreinlega ekki hvort La Vida er svo difícil þessa dagana!!

Bestu kveðjur, kossar og knúz til ykkar allra og þúsund þakkir fyrir kommentin. Mjög divertido og lindo að fá góðar kveðjur að heiman.

Monday, July 23, 2007

Fleiri myndir síðan um helgina

Ein artí mynd af Jesú. Hildur hvað finnst þér?? Mér fannst ég voða flinkur ljósmyndari þegar ég sá myndina.... hmmm kannski ekki?Á miðjumyndinni erum við búin að fara einu sinni upp með kláf og eigum seinni kláfinn eftir. Fyrir aftan okkur sést í fjallið sem við fórum síðan upp á. Þetta er alveg út fyrir ósonlagið flott þegar maður er þarna uppi. Þeir hika ekki við að troða 70 manns í einu í kláfinn og stundum þarf að bíða eftir logni til að geta haldið áfram. Þá stoppa þeir bara kláfinn á miðri leið í vestu vindhviðunum. Gerðist sem betur fer ekki hjá okkur - ég hafði nú bara rétt hjarta í að fara upp.

Fleiri strandmyndir... Að komast á ströndina virkaði klárlega á mig eins og nokkrir góðir tímar hjá sálfræðingi. Ég brosti bara allan hringinn. Sól og sandur á milli tánna er eitthvað sem ætti að skrifa út á lyfseðil fyrir alla íslendinga held ég.

Skruppum í vikunni í Recoleta kirkjugarðinn sem er alveg yndislega fallegur staður. Við tókum fullt upp á videó þar ég þarf endilega að læra að setja inn myndbönd. Staðurinn er alveg ótrúlegur. Þarna eru endalaus grafhýsi og þetta virkar eins og lítill bær (örugglega svona svipað stór og Hvolsvöllur....). Völundarhús af grafhýsum. Sum eru eldgömul og falleg og önnur mjög nýtískuleg og flott. Við fórum auðvitað að skoða frægasta leiðið eða grafhýsið sem er gröfin hennar Evu Peron. Inni í sumum húsunum sér maður kisturnar og fólkið hugsar ofsalega vel um þessi grafhýsi. Ef einhver getur tekið mig í videókennslu í gegnum skype eða msn þá er ég meira en til... eigum fullt af videóklippum. Seinsta myndir er nú bara snjónum sem kom í Buenos Aires (eins og sést - eða sést ekki á myndinni... mjög lítill snjór).

La vida!!

Erum á fullu að undirbúa ferðina okkar með Guðrúnu og Viðari. Við erum klárlega búin að ofhugsa hana alltof oft og komin í marga hringi. Aumingja Guðrún og Viðar - við sendum þeim nýjar tillögur á hverjum degi. Höfum hingað til verið fullviss í fávisku okkar um það að við gætum ferðast til þriggja landa og á að minnsta kosti 5 staði. Verðum hins vegar að viðurkenna vanmátt okkar og draga verulega úr ferðaáætluninni.

Kemur allt betur í ljós á næstu dögum. Höfum fengið mörg góð ráð og erum komin með efni í margra mánaða ferðalög um suður ameríka. Álfan öll sem og landið Argentína hefur líka svo sannarlega fangað hug okkar og hjörtu og við gerum plön fyrir áframhaldandi ferðalög um Suður Ameríku á hverjum degi.

Fórum í fyrsta tangótímann okkar í gær. Heldur betur upplifun þar sem kennarinn var frábært karakter í alla staði. Ekta argentískur anarkisti sem finnst að tangóinn í dag sé orðinn að mafíu. Hann kyssti okkur rembingskossi þegar við löbbuðum inn og er mjög tilfinningaríkur og mikill karlmaður. Við vorum hundléleg en þetta var mun skemmtilegra og meira genuin upplifun heldur en tangótíminn okkar í Köben síðasta sumar. Þarna vorum við að dansa inn í pínulitlum sal á þriðju hæð í eldgömlu húsi. Umkringd myndum af frægum dönsurum og tónlistin var spiluð af plötuspilara - ekta klassísk tangólög. Tíminn gekk út á allt annað en að læra spor eða fiman fótaburð. Kennaranum var mest í mun um að við næðum vel saman og lét okkur faðmast innilega og hálf kela á gólfinu þangað til að hann var ánægður. Þrátt fyrir afar augljósa byrjendaörðugleika skemmtum við okkur frábærlega og ætlum pottþétt aftur. Ég hafði á orði við kennarann að tangóinn væri erfiður dans. Hann horfði hvasst á mig - dökkum argentískum augum og sagði: No! Tango no es difícil. La Vida es difícil. Endurtók svo með miklum þunga eins og aðeins reyndustu menn geta gert. LA VIDA!!

Við fórum síðan seinna um kvöldið (eða réttara sagt um miðja nótt, klukkan rúmlega 4) á mun léttvægari tangóstað. Sá staður var algjörlega frábær og við vorum hálf svikin að vera ekki með myndavélina á okkur. Förum samt pottþétt aftur og reynum að ná stemmingunni á filmu. Staðurinn leit nákvæmlega eins út og gamalt félagsheimili úti á landi. Risa stórt parketgólf með sviði fyrir endanum. Allt í kring voru stólar og borð. Staðurinn býður upp á gamalt rokk og diskó á milli þess sem spiluð eru 8 tangólög í röð. Þegar við komum inn var verið að dansa rokk og nokkrir frekar góðir dansarar en annars bara venjulegt fólk að hrista sig. Þegar tangóinn byrjaði hins vegar fylltist dansgólfið og fólkið breyttist allt í atvinnutangódansara - í mínum augum að minnsta kosti. Vinur okkar sem fór með okkur á staðinn (og er by the way mjög sleipur tangó dansari) plataði okkur út á gólfið og sagði okkur bara að fylgja næsta manni og ekki reyna neitt hættulegt!! Við vorum alveg eins og beljur á svelli að reyna að rekast ekki á alla sjóðheitu dansarana en meikuðum þó alveg heil fjögur lög. Þá panikaði ég og gat ekki meir!! Ég "dansaði" nú samt tvö aukalög við vin okkar. Eða með öðrum orðum hann dansaði og ég hreyfðist bara með :) Var samt frekar stolt af okkur Lalla svona eftir á að hyggja og við skemmtum okkur kongunglega. Mér varð nú bara hugsað til mömmu og pabba sem hefðu pottþétt fundið sig heldur betur vel á þessum stað!!

Jæja próf á morgun hjá okkur í skólanum - svona rétt til að athuga stöðuna. Hvort við erum ready í næstu bók eða hvort við erum ennþá bara í ruglinu. Vonum það besta - Suerte, suerte!!


Ekki vera feimin við að kommenta síðan, sérstaklega þið sem eruð kannski ekki í innsta hring. Skemmtilegast ef einhverjir fleiri en mamma og pabbi eru að lesa :)

Friday, July 20, 2007

Brazil

Þá erum komin heim frá Río de Janeiro - eða réttara sagt heim frá Sao Paulo.

Ferðin til Río de Janeiro var í einu orði sagt yndisleg. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hversu fallegt borgarstæðið er og strendurnar eru gordjös. Við sóluðum okkur bæði á hinni fornfrægu Copacobana og líka á fjölskylduvænni og vinsælli Ipanama ströndinni.

Við vorum búin að lesa okkur til um Ríó og fá góðan skammt af varnarorðum frá öllum sem við töluðum við. Sömu helgi og við vorum í Ríó voru Pan American leikarnir sem eru nokkurs konar ólympíuleikar Suður Ameríku. Þess vegna var öryggisgæsla á afar háu stigi og vopnaðir hermenn gengu um göturnar á Copacobana. Við náðum einnig úrslitaleiknum í Cup America þar sem Brasilía burstaði Argentínu - okkur til mikillar mæðu.

Skoðuðum eitt af sjö undrum veraldar - styttuna af Jesú. Styttan stendur efst á fjallinu Corcovado og á Kristur að vaka yfir borginni. Það veitir kannski ekki af vökulu auga frelsarans þar sem Ríó er kölluð the crime capital of the world og við fengum þær upplýsingar að frá því um áramótin væri búið að myrða 1400 manns. Útsýnið er hins vegar glæsilegt og það var líka skemmtilegt að fylgjast með messu sem fór fram á bak við styttuna þar sem lítil kirkja hefur verið reist.

Fengum dágóðan skerf af útsýni í Ríó þar sem við fórum einnig upp á Pan de Azúcar sem myndi útleggjast á íslensku sem sykurreyrfjallið. Þar er ferðast upp mörg þúsund metra upp fjallið með tveimur kláfum. Ekki laust við að maður hafi fengið smá hroll á leiðinni upp þar sem kláfurinn liggur skuggalega nálægt fjallinu en upplifunin er alveg mögnuð.

Eftir fimm yndislega daga í Brasilíu héldum við heim á leið - við áttum fyrir höndum tæplega þriggja tíma beint flug til Buenos Aires um átta leytið um kvöldið. Eftir að hafa beðið til rúmlega 12 að miðnætti þá var okkur tilkynnt að flugvélin kæmi ekki að sækja okkur og við vorum því flutt á hótel. Flugvélin hafði þá átt að koma frá Sao Paolo en hafði þar eins og komið hefur fram í fréttum ekki náð að lenda á flugbrautinni, rann út af og lenti á bensínstöð. Þetta slys er eitt af þremur alvarlegum slysum hjá Suður Amerískum flugfélögum síðan 2001. Í slysinu fórust rúmlega 200 manns og í Brasilíu ríkir nú þriggja daga þjóðarsorg.

Eftir auka nótt í Ríó, margra klukkutíma bið á flugvellinum í Ríó og síðar á flugvellinum í Sao Paolo var okkur skilað heim til Buenos Aires frekar þreytt en ánægð að komast heil heim. Atvikið náði þó ekki að skyggja á ferðina nema rétt á meðan við skröngluðumst á milli hótela og flugvalla og svona rétt í lendingu - þar sem ég kreisti höndina á Lárusi extra fast.

Myndirnar koma hérna inn á eftir í einni salibunu og síðan er hægt að skoða fleiri myndir á flickr síðunni okkar FLERI MYNDIR

Sunday, July 15, 2007

Paradis

Bara orstutt fra Rio. Erum a aedislegu hoteli vid copacobana strondina i Rio. Erum buin ad flatmaga til skiptis a hinni fraegu copacobana og hinni mjog svo vinsaelu ipanama. Aetlum ad skoda Jesu (eitt af sjo undrum veraldar) a morgun asamt tvi ad skoda utsynid ur klaf fra sugar loaf mountain. Tetta var svo langtrad sol ad tid truid tvi ekki. Enda erum vid endalaust takklat fyrir hana og tad er naestum tvi osanngjarnt ad reyna ad lysa tvi med ordum hversu fallegt tetta sogulega strandstaedi er.

Meira blogg tegar heim er komid, annars maeli eg med minu eigin undri veraldar tessa dagana, litlu stelpunni teirra Hildar og Agustar www.zhildur.blogdrive.com hun er ut fyrir osonlagid falleg og bara otruleg i tilveru sinni.

Thursday, July 12, 2007

Copacobana

Við erum farin til Ríó....


Hasta luego!!

Wednesday, July 11, 2007

Bailando!

Var frekar vonsvikin að missa af uppáhalds þættinum mínum á Íslandi í sumar. "So you think you can dance". Komst hins vegar yfir miklu skemmtilegri þátt hérna í Argentínu sem heitir Bailando con rytmo eða eitthvað álíka og er mjög svipaður hinum upprunalega Ameríska þætti nema þátttakendur í Bailando eru fyrrum stripparar og er þátturinn sýndur frekar seint á kvöldin og er út fyrir ósonlagið vinsæll hérna, enda taktarnir frekar djarfir á köflum ;)

Annars er þetta helst í fréttum
-snjór snjór snjór
-bensínlaust í Argentínu
-gasvandamál í Argentínu vegna kulda
-gott veður í Ríó de Janeiro
-spænskan gengur mas y menos vel
-bara nokkrar vikur í stóra ferðalagið

Skemmtilegar staðreyndir frá Suður Ameríku
-kvöldmaturinn er borðaður klukkan 22 eða 23
-við erum búin að borða einu sinni RISA nautasteik klukkan 1 um nóttina, kláruðum kvöldmatinn um 3 leytið....
-allir kyssast... alltaf... allir!
-við kyssum alla (nemendur og kennara) í skólanum hæ á morgnanna og bless þegar kennslustund lýkur. Strákar kysstast líka :)

Síðan ætla ég bara að vera ógó leim og ÓSKA EFTIR commentum því okkur finnst ótrúlega gaman að sjá hverjir eru að lesa... Koma svo!!

Tuesday, July 10, 2007

Mest lesna fréttin á mbl

Þetta er klárlega historical þó það sé ekki svo merkilegt fyrir okkur. Stemmingin í gærkvöldi var samt æðisleg - eins og jólin hreinlega. Allir skælbrosandi og kátir. Einn kennarinn í skólanum okkar sagði að til dæmis foreldrar hennar hefðu aldrei séð snjó - þar sem þau hefðu aldrei ferðast út fyrir borgina. Þetta á við um mjög margt fólk hérna. Í kuldakastinu hefur mikið útigangsfólk kveikt elda og nú angar allt eins og á gamlárskvöld.

Monday, July 09, 2007

Snjór....

Við fórum á netkaffihús í dag í skítakulda. Á meðan við sátum inni byrjaði að snjóa... Hérna hefur ekki snjóað í marga tugi ára og sýndu fréttirnar myndir síðan 1918 þar sem jafnfallin snjór sást á götunum síðast. Fólkið á kaffihúsinu fékk algjört kast og hljóp út og tók myndir og hrópaði upp yfir sig. Við vorum eina fólkið eftir sem sat inni ásamt einum gaur. Ég spurði hann hvort þetta væri óalgengt og hann sagðist halda það, hann væri sjálfur frá New York og því jafn óspenntur fyrir snjónum og við. Gaman að fá tilbreytingu frá fótboltanum í fréttirnar en við erum akkúrat þessa stundina að kanna hvort við förum ekki í nokkra daga ferð til Brasilíu - helst á morgun!!

Í sjónvarpinu er allt fullt af aukafréttatímum þar sem fólk hrópar og hoppar og kallar og veifar og allir eru svo kátir og glaðir með snjóinn!!

Myndir


Living the good life. Hver segir að heimalærdómur þurfi að vera leiðinlegur. Stór bjór og spænskubók... bara næs. Við erum reyndar hætt að mega læra saman - kennarinn okkar segir að við svindlum með því og núna þurfum við að læra í sitt hvoru lagi.





Þó svo að við búum í ágætis hverfi þá er vissara að nota allar læsingarnar á hurðinni. Eigandi íbúðarinnar okkar setti aukalás á hurðina eftir að við komum og við læsum iðulega þrisvar innan frá og utan þegar við förum út eða komum heim. Viss um að mömmu og pabba finnst gott að vita af þessari staðreynd ;)



Hugurinn ber mann hálfa leið er það ekki? Það er vel hægt að vera í sólarstemmingu þó svo að úti sé skítkalt. Estufa eða rafmagnsofninn okkar sem ég var svo ánægð með!! Svo kom reyndar hiti í íbúðina eftir að við lærðum að kveikja á kyndingunni :S hahaha




Í umferðinni hérna gilda hálfgerð frumskógarlögmál. Það er að segja þeir sem geta troðið sér sem allra mest á milli bíla og upp á gangstéttir jafnvel komast leiðar sinnar fyrstir. Til dæmis keyrum við þessa einbreiðu götu áleiðis í skólann okkar á morgnanna og á þessari mynd má glögglega sjá að í raun eru bílar á þremur "akgreinum" tveir strætóar sitt hvoru megin og við vorum á miðri götunni í leigubíl að reyna að troðast á milli tveggja annarra bíla.

Fórum með nokkrum krökkum úr skólanum okkar á mjög flott Tango show. Staðurinn heitir Cafe Tortoni og sýningin var ekki bara tangó heldur líka söngur, lifandi tónlist og leikur. Mjög skemmtilegt á að horfa.













Myndir úr hverfinu okkar. Húsin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það úir og grúir af alls konar byggingarstíl. Fallegust þykja mér húsin sem er í mjög sterkum ítölskum stíl. Í götunni okkar er verið að byggja risa stórt háhýsi með rosalega flottum íbúðum í. Ég er byrjuð að safna mér fyrir penthouse íbúðinni. Aðeins frá okkur eru stórir járnbrautateinar sem skipta Palermo hverfinu í tvennt. Öðru megin liggur "soho" þar sem við búum og hinu megin liggur "hollywood" þar sem ríkara fólk býr og stór fyrirtæki eins og kvikmyndafyrirtæki eru til húsa.

Við skelltum okkur í miðbæinn eða microcentro þrátt fyrir skítakulda þennan dag. Skoðuðum aðal ferðamannagötuna og casa rosada sem er "ætlaður" bústaður forsetans. Hann býr hins vegar ekki þarna núna. Evita Peron stóð hins vegar á þessum svölum og talaði til fólksins. Myndi Evita var líka tekin í þessu húsi. Ein kenning segir að húsið sé bleikt á litin til að sameina federalista sem eru sambandssinnar eða þeir sem vilja minni miðstýringu í landinu og meiri sjálfstjórn héraðanna (liturinn þeirra er rauður) og unitarists sem eru þeir sem styðja stjórnina og vilja sterka miðstjórn (liturinn þeirra er hvítur). Önnur kenning segir að liturinn hafi komið frá því að höllin var máluð með uxablóði.

Hola, que tal?

Fyrst af öllu:
Hildur og Ágúst til hamingju með litlu snúlluna sem er endalaust falleg á fyrstu myndinni sinni!!! Vildi óska að ég hefði barasta getað verið á staðnum og allt - en við hlökkum rosalega til að koma og knúza ykkur öll í september.

Fannar og Magga til hamingju með stóra daginn ykkar - vonum að dagurinn hafi verið sá yndislegasti hingað til fyrir ykkur og að allir hafi skemmt sér stórkostlega þó svo að okkur hafi vantað.... hugsuðum til ykkar allt kvöldið.


Það þarf varla að spurja að því hvernig fólk hafi það heima - allir svo glaðir og sáttir með heitasta sumar í manna minnum. Hérna hinu megin á jarðkringlunni - nánar tiltekið í Argentínu er aftur á móti kaldasti vetur í 50 ár. Hitinn í dag fór til dæmis niður í 5 gráður og er þetta án efa kaldasti dagurinn síðan við komum hingað. Það verður líka mjög rakt í borginni þar sem áin Plata eða Río de la Plata liggur við borgina.

Síðustu daga höfum við náð koma okkur aðeins betur fyrir og lært töluvert inn á hverfið sem við búum í, strætó samgöngur og neðanjarðarlestina. Metróin hérna er mjög góður og við erum svo heppin að búa rétt við stöð og gengur línan beinustu leið í skólann okkar.

Við erum búin að hitta þjónustukonuna okkar sem kemur á hverjum föstudegi að taka til og hún kenndi okkur á eitt og annað í íbúðinni. Til að mynda hvernig á hækka hitann svo nú er komin hiti í öll gólf og nýji rafmagsnofninn okkar orðin óþarfur. Það er nú samt ágætt að eiga hann svona til að ylja manni yfir morgunmatnum. Íbúðin er líka orðin töluvert hreinni þar sem konan tók til í marga klukkutíma hjá okkur. Ástæðan fyrir því hversu skítug íbúðin var þegar við komum var sú að fólkið á undan okkur hafði ekki borgað fyrir maid en það er sko lúxus sem við borgum fyrir með glöðu geði. Erum búin að finna allt það nauðsynlegasta í hverfinu okkar eins og til dæmis þvottahúsið. Fórum á föstudaginn með tvo fulla poka af þvotti og fengum allt hreint og straujað til baka tveimur klukkustundum seinna. Þessi þjónusta kosta svo mikið sem 150 kr. Ekki það að mamma gerir þetta nú frítt.... en engu að síður alveg afskaplega ódýrt og þægilegt.

Á morgun er frí í skólanum hjá okkur þar sem það er þjóðhátíðardagurinn þeirra, 9. júlí. Það er reyndar ekkert skipulagt fyrir daginn sjálfan hérna. Kennarinn okkar sagði að þau notuðu daginn bara til að sofa. Hins vegar er stefnt á djamm kvöldið fyrir frídaginn. Við fórum á fyrsta djammið okkar á föstudaginn. Hittum vini okkar úr skólanum, tvær stelpur frá Englandi þær Töru og Hazel og svo Joni frá Ísrael. Við fórum með þeim út að borða - þríréttað og tvær flöskur af víni fyrir tæpan 3000 kall samtals. Kíktum síðan á mjög vinsælan klúbb sem er í hverfinu okkar. Joni hafði fengið boðsmiða gefins og við komumst fram fyrir LANGA röð og fengum frítt inn. Staðurinn var risastór og skiptist í tvo mismunandi sali sem spiluðu sitt hvora tónlistana. Öðru megin mjög lélegt teknó (við höldum að við séum bara of góðu vön) og hinu megin 90s lög og R&B. Reyndar eru flest lög í útvarpinu soldið 90s og maður er í nettu nostalgíukasti allan daginn. Þessa dagana snýst allt um Cup America og leikir eru sýndir á hverjum degi á mörgum stöðum. Fótboltamennirnir hérna eru eins og guðir og allt slúður í slúðurblöðum snýst 99% um þá og kærusturnar þeirra.

Fórum í gærkvöldi á staðinn Milion sem við ætlum sko að fara aftur og aftur á. Guðrún og Viðar við erum búin að setja þennan stað á to do listann þegar þið komið. Staðurinn er á fjórum hæðum og er einn sá allra flottasti sem við höfum farið á. Í morgun fórum við síðan á ofsalega flottan stað sem er annálaður fyrir góðan sundaybrunc - við borðuðum morgunmat þar frá klukkan 1 til 5 og hlustuðum á plöturnar hennar Bjarkar. Spurning hvort maður þurfi ekki einhvern tíma til að rétta sig af þegar maður kemur heim, engin þjónustukona og ekki nýr veitingarstaður á hverjum degi....

Tuesday, July 03, 2007

Myndir frá fyrstu dögunum (fyrir þá sem nenna ekki að lesa bloggið)

Lalli og kettirnir. Garðurinn við Plaza Italia er fullur af köttum og fólki í sleik. Kettirnir halda rottunum í skefjum sem gerir fólkinu kleift að kela í garðinum og allir eru sáttir.

Eva í flíspeysu að pikka á tölvuna. Við ætlum að fjárfesta í rafmagnsofni þegar við fáum tækifæri til.
Dæmigert hús í Palermo-ítalian style. Jonni frá Ísrael, félagi okkar úr skólanum, er í forgrunni.
Við að ferðast. Eva vildi hafa þessa mynd inni því hún lítur svo vel út miðað við mig!!

Welcome to Buenos Aires

jæja þá erum við lent í BA (Buenos Aires) nafnið stendur nú alveg ágætlega fyrir sínu á þessum vetrarmánuðum hérna hinu megin á hnettinum. Það er semsagt hávetur og alveg sæmilega kalt takk fyrir.

Við kvöddum Hildi og Ágústi í lestinni á leiðinni á völlinn fyrir þremur dögum og erum nú rétt að koma okkur fyrir í þessari mögnuðu borg. Flugum fyrst til Parísar þar sem við deildum sætaröð með einum afar sérstökum manni. Maðurinn heitir Royse Brown og hefur til að mynda ferðast til 60 landa og talar fjölmörg tungumál. Hann var til dæmis með skandinavíska orðabók í flugvélinni. Hann stjórnar félagi sem í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í að frysta fólk eftir dauða þess og vonast til að geta lífgað það við með aukinni tækni... Hmmm minnir kannski einhvern á Vanilla Sky?? Þetta er hins vegar ekkert djók og má lesa sér til um kappann hérna.

Eftir 14 tíma flug yfir Atlantshafið lentum við í Buenos Aires þar sem hitastigið var 1 gráða. Við fengum afar góða þjónustu frá leigumiðluninni okkar - þar sem við vorum sótt og flutt í leigubíl sem keyrði á 150 alla leiðinni í gegnum borgina (og sætisbeltin virkuðu ekki). Enda hver er svosem að spenna sig aftur í??? Alveg last seson!!
Þegar við komum í íbúðina frekar þreytt og frostbitin í framan tók á móti okkur afar viðkunnaleg kona með varalit út á kinnar. Henni fannst við ofsa sæt og ljóshærð og talaði mikið um að hafa séð myndir frá Finnlandi, gott hjá henni ;) Við skrifuðum undir samning og íbúðin er okkar næstu tvo mánuðina. Fjóla mágkona hafði á orði við Guðrúnu að íbúðin hefði ekki verið "Evuhrein" sem er nokkuð nærri lagi. En eftir smá þrif, kerti og reykelsi er hún hin huggulegasta. Hún er rosalega vel staðsett og við erum óðum að læra á hverfið í kringum okkur. Þegar við segjum hvar við búum fáum við iðulega svarið: Ohh very cool. Hverfið er þekkt fyrir smart búðir, listasöfn, hönnunarbúðir og svo framvegis. Fyrir ofan okkur liggur helsta djammgata BA sem heitir Honduras, þar er hægt að djamma 24 tíma sólahringsins - eins og reyndar í allri borginni. Fyrir neðan okkur liggur síðan afar stór og fín verslunargata þar sem einnig er hægt að ná metró og flest öllum strætóleiðum borgarinnar.

Fyrstu dagarnir í skólanum hafa komið okkur þægilega á óvart. Við fengum í fyrsta lagi 50$ afslátt af hópkennslu. Þegar kennslan byrjaði var það síðan einkakennsla, þannig mætti ætla að við gætum lært eitthvað í spænsku á meðan dvölinni stendur. Það verður prófið okkar eftir 6 vikur að ferðast með Guðrúnu og Viðari og koma okkur klakklaust í gegnum það ferðalag á spænskunni okkar. Við erum í skólanum frá 9-1 á daginn og sá tími er ofsa fljótur að líða af því að það er mjög skemmtilegt þar. Kennararnir eru allt ungir hressir krakkar á aldur við okkur og fullt af skemmtilegum krökkum í skólanum frá öllum heimshornum.
Það er frá ofsalega mörgu að segja þó svo að við séum bara búin að vera hérna í 2 daga. Ég fékk persónulega nett menningarsjokk þegar við tókum strætó í gærdag. Strætókerfið hérna er sko allt annað en einfalt fyrir útlendinga. Hver lína hefur sinn eigin lit á strætónum þannig þú þarft að muna hvort þú ætlar að taka strætó sem er rauður með grænni stjörnu eða blár með tveimur gulum línum. Strætóleiðirnar telja um 200 ca og því er verra að vera litblindur í þessari borg.

Við tókum strætó í gærdag í fylgd heimamanna. Þegar strætóinn stoppaði hófst ballið og hver manneskjan á fætur annarri tróð sér upp í strætóinn á ógnarhraða. Þegar það voru ca 2 á undan mér inn í strætóinn þá brast þolinmæðin hjá strætóbílstjórnanum og hann keyrði af stað. Sem betur fer kölluðu þeir sem voru komnir inn úr hópnum okkar að hann yrði að bíða og hann snarstoppaði aftur svo allir hálf hrundu á hvorn annan. Síðan beið hann óþolinmóður og blótaði umferð og farþegum í sand og ösku. Þegar ég auk tveggja annarra hafði troðið mér inn í strætóinn, fannst honum nú bara gott komið og keyrði af stað. Það voru hins vegar ekki allir komnir inn og héngu þess vegna bara þrír utan á strætónum þangað til að það náðist að þjappa nægilega mikið til að þeir gætu komið inn á ferð. Þegar við fórum út var ekki mikill tími til að stoppa og maðurinn á undan mér opnaði hurðina og hoppaði út á ferð, ég beið hins vegar eftir að vagninn myndi stöðvast og var þá nánast hrint út og mér blótað fyrir að slóra, því sumir komust ekki út og urðu að bíða fram á næstu stoppustöð og hoppa þá út á ferð.


Ég fékk algjört hláturskast þegar ég kom út úr strætó og maðurinn sem var með okkur sagði bara Welcome to Buenos Aires!!