Enn ein kaflaskilin í lífinu okkar Lárusar.
Síðasta vikan í Bilbao staðreynd. Árið hefur liðið heldur betur hratt og við erum reynslunni ríkari. Auk þess græddum við líka nokkra vini og sitthvora MA gráðuna.
Sibba systir og Gestur kærastinn hennar eru væntanleg á morgun og við ætlum að eyða síðustu dögunum í Bilbao með þeim. Reyndar förum við meira að segja á undan þeim heim - en ekki nema deginum fyrr því þannig fengum við hentugasta flugið.
Hlakka til að eyða viku í Bilbao í algjörri afslöppun, búðum og veitingastöðum (ekki að það sé einhver nýbreytni). Sjáumst á Íslandi - þar sem ég reikna með að skrifa minna en knúsa ykkur öll þeim mun meira.
Besos y abrazos
E+L
Friday, June 25, 2010
Sunday, June 20, 2010
sól sól skín á mig
loksins sól og hitinn yfir 20 stig, reyndar eigum við von á gestum í næstu viku svo það dugar eflaust skamt. Á okkur hvílir nefnilega smá "gestabölvun" með æðislegum gestum kemur miður geðslegt veður. Þetta hefur nánast staðist upp á hverja einustu gestakomu fyrir utan þá fyrstu - en hún var líka allskostar óplönuð og óvænt.
Vinir okkar í Bilbao hafa eiginlega bannað okkur að fá fleiri gesti þar sem veðrið virðist ekki leika við okkur í þann tíma. Spurning hvað gerist í næstu viku??
Ég er ósofin, óvakin og með óráði svona yfir höfuð held ég almennt. Vika í skil og ég krossa putta fyrir því að þetta gangi upp. Ef ekki þá tek ég U-turn í skólamálum og gerist veðurfræðingur, ræddi þessa hugmynd í dag við Lárus sem tók vel í hana.
Lifið heil - með sól í hjarta!
Vinir okkar í Bilbao hafa eiginlega bannað okkur að fá fleiri gesti þar sem veðrið virðist ekki leika við okkur í þann tíma. Spurning hvað gerist í næstu viku??
Ég er ósofin, óvakin og með óráði svona yfir höfuð held ég almennt. Vika í skil og ég krossa putta fyrir því að þetta gangi upp. Ef ekki þá tek ég U-turn í skólamálum og gerist veðurfræðingur, ræddi þessa hugmynd í dag við Lárus sem tók vel í hana.
Lifið heil - með sól í hjarta!
Monday, June 14, 2010
þegar botnin á rúminu gefur sig...
Þá hlýtur að vera komin tími til að flytja.
Erum búin að fjárfesta í miðum sem koma okkur alla leið heim til Íslands. Ódýrasti og hentugusti kosturinn er að fara í gegnum allt að þrjár borgir á Spáni áður en við leggjum af stað yfir Atlantshafið. BILBAO-BARCELONA-ALICANTE-KEFLAVIK er ferðplanið sem lítur svona fljótt á litið alls ekki út fyrir að vera hentugt. Á einhvern óskiljanlegan hátt er þessi áætlun engu að síður mun styttri heldur en til dæmis að fljúga frá London og til Íslands. Ég held að það gerist stundum eitthvað óskiljanlegt þegar maður pantar sér flug, tími verður afstæður og kílómetrar og fjarlægðir ennþá skrýtnari. En nóg um það, ég treysti flugfélögunum.... (!!!)
Erum nú í miklum ham við að pakka ofan í kassa, undirbúa komu gesta og krossa við ýmis "to do" atriði sem ég hef samviskusamlega skrifað á blað og hengt upp á vegg í stofunni.
Eitt atriðið er til dæmis: Klára MA ritgerð!! Meira um það á öðrum bloggum...
og að veðrinu (Lalli heldur að í mér búi leyndur draumur um að verða veðurfræðingur, held hann hafi eitthvað til síns máls) en það er búið að vera ógeðslega leiðinlegt veður hér í Bilbao nákvæmlega jafn lengi og það er búið að vera frábært á Íslandi. Rigning og (ókei ekki rok) en samt svona suddaveður eins og maður myndi kalla það á Íslandi. Ef það verður 27 stiga hiti á norðausturlandi um næstu helgi eins og spáð er þá fer ég ráðum móður minnar og sæki um skólastjórastöðuna á Þórshöfn!
En já semsagt, Lárus vaknaði í nótt á gólfinu, því botninn í rúminu okkar gaf sig. Ekki í fyrsta skiptið reyndar. Sem segir okkur kannski að það sé komin tími til að skipta um íverustað. Ágætis merki um að flytja sig um set.
Erum nú í miklum ham við að pakka ofan í kassa, undirbúa komu gesta og krossa við ýmis "to do" atriði sem ég hef samviskusamlega skrifað á blað og hengt upp á vegg í stofunni.
Eitt atriðið er til dæmis: Klára MA ritgerð!! Meira um það á öðrum bloggum...
og að veðrinu (Lalli heldur að í mér búi leyndur draumur um að verða veðurfræðingur, held hann hafi eitthvað til síns máls) en það er búið að vera ógeðslega leiðinlegt veður hér í Bilbao nákvæmlega jafn lengi og það er búið að vera frábært á Íslandi. Rigning og (ókei ekki rok) en samt svona suddaveður eins og maður myndi kalla það á Íslandi. Ef það verður 27 stiga hiti á norðausturlandi um næstu helgi eins og spáð er þá fer ég ráðum móður minnar og sæki um skólastjórastöðuna á Þórshöfn!
En já semsagt, Lárus vaknaði í nótt á gólfinu, því botninn í rúminu okkar gaf sig. Ekki í fyrsta skiptið reyndar. Sem segir okkur kannski að það sé komin tími til að skipta um íverustað. Ágætis merki um að flytja sig um set.
Wednesday, June 09, 2010
Rífur upp meðaltalið
Þetta blogg kemur til með að rífa upp meðaltalið sem minnst hefur verið á í fyrri bloggum.
Lyftingar og hlaup ganga vel, skrif ganga vel og veðrið er gott. Það er svona það helsta, ef frá er talið brákuð rist (ofmat á eigin fimi borgar sig ekki) og harðsperrur sem ágerast með hverjum degi þrátt fyrir fögur loforð Lárusar um að þetta gangi yfir fljótlega.
Stressið er samt hægt og rólega að læðast inn í vitund mína og veruleika. Mig dreymir alls konar vitleysu og vakna í svitabaði á hverjum morgni núna. Yfirleitt er ég að klúðra einhverju verkefni, búin að týna mikilvægum hlutum eða í hávaða rifrildi við enhvern sem ég myni aldrei rífast við í lifanda lífi.
Svona draumar eru auðvitað tengdir þeirri óumflýjanlegu staðreynd að það er allt að gerast í einu hjá mér og mér finnst dagarnir of stuttir. Í þessari viku á til dæmis stærsti hluti ritgerðarinnar að klárast, við þurfum að byrja að pakka, finna kassa, semja við leiguaðilana, finna pláss til að geyma dótið okkar, flytja það þangað, panta flug heim, fá skráða dagsetningu til að verja ritgerðina, útbúa enskuefni fyrir litlu gríslingana sem ég kenni.... og ég get eflaust látið mér detta eitthvað fleira í hug.
Held ég byrji samt bara á því að raða upp á nýtt í fataskápinn minn, eftir lit og notkun... það hefur reynst mér fljótlegasta, ódýrasta og besta sálfræðimeðferðin hingað til. Þegar ég lít yfir fataskápinn allan í röð og reglu þá hverfa allar áhyggjur úr huga mér og ég heyri fugla syngja.
Ást.
Lyftingar og hlaup ganga vel, skrif ganga vel og veðrið er gott. Það er svona það helsta, ef frá er talið brákuð rist (ofmat á eigin fimi borgar sig ekki) og harðsperrur sem ágerast með hverjum degi þrátt fyrir fögur loforð Lárusar um að þetta gangi yfir fljótlega.
Stressið er samt hægt og rólega að læðast inn í vitund mína og veruleika. Mig dreymir alls konar vitleysu og vakna í svitabaði á hverjum morgni núna. Yfirleitt er ég að klúðra einhverju verkefni, búin að týna mikilvægum hlutum eða í hávaða rifrildi við enhvern sem ég myni aldrei rífast við í lifanda lífi.
Svona draumar eru auðvitað tengdir þeirri óumflýjanlegu staðreynd að það er allt að gerast í einu hjá mér og mér finnst dagarnir of stuttir. Í þessari viku á til dæmis stærsti hluti ritgerðarinnar að klárast, við þurfum að byrja að pakka, finna kassa, semja við leiguaðilana, finna pláss til að geyma dótið okkar, flytja það þangað, panta flug heim, fá skráða dagsetningu til að verja ritgerðina, útbúa enskuefni fyrir litlu gríslingana sem ég kenni.... og ég get eflaust látið mér detta eitthvað fleira í hug.
Held ég byrji samt bara á því að raða upp á nýtt í fataskápinn minn, eftir lit og notkun... það hefur reynst mér fljótlegasta, ódýrasta og besta sálfræðimeðferðin hingað til. Þegar ég lít yfir fataskápinn allan í röð og reglu þá hverfa allar áhyggjur úr huga mér og ég heyri fugla syngja.
Ást.
Friday, June 04, 2010
Fyrir þá...
sem lesa ennþá gamaldags blogg eins og þetta (þetta gæti alveg þýtt endilega skiljið eftir kveðju ef þið eruð að lesa).
Hér á Urazurrutia (erfiðasta götunafn sem ég hef búið við) er allt í standi. Ritgerðarskrif nálgast óðum endalokin og skiladagurinn rennur upp innan þriggja vikna (sem er meðallengd á milli blogga hjá mér) og því mætti ætla að þetta verði síðasta blogg fyrir hina langþráðu MA gráðu.
Sumarið er komið og Lárus er búinn að brenna tvisvar. Hann lítur út eins og mislitur karfi. Rauður að ofan og hvítur að ofan. Axlir og bak virðist ekki taka jafn vel við sól og fætur og magi. Ég hef hins vegar varla tekið lit.
Við höfum beðið spennt eftir spænska sumrinu, enda komum við hingað í fyrra í september og náðum þar af leiðandi einungis í skottið á því síðasta. Her af maurum (hermaurum) gerði vart við sig í íbúðinni okkar og bauð okkur með því velkomin í spænskt sumar. Við "flippuðum" eins og tekið er til orða hér í Bilbao og hlupum út í búð og keyptum stærsta skordýrasprey í heimi.
Við höfum líka tekið til við líkamsæfingar (ekki það að Lárus taki sér nokkurn tíman langt hlé frá slíkri iðju) en þá höfum við semsagt keypt okkur aðgang að líkamsræktarstöð og förum nú saman þrisvar sinnum í viku og lyftum lóðum í mest retro líkamsræktarstöð sem ég hef augum litið. Eigandinn er vaxtarræktartröll sem var upp á sitt allra besta í kringum 1985. Hann klæðist níþröngum spandexgalla frá toppi til táar (er ennþá í ágætis formi kallinn) og kemur keyrandi í vinnuna á Harley Davidson móturhjóli, sem hann keyrir alla leið inn í stöð og leggur því á milli hlaupabrettanna.
Í stöðinni er ekki hægt að fara í neina "stelputíma" en það er nóg af lóðum, tækjum og tólum. Upp um alla veggi hanga myndir af aðalkappanum (eigandanum) afar fáklæddum í hinum ýmsu vaxtarræktarpósum. Einn veggurinn er hlaðinn verðlaunum. Hann státar meðal annars af Olympia verðlaunum, Spánarmeistaratitlum, Evrópumeistaratitlum og fleiri stórmeistaratitlum í vaxtarrækt. Þeir sem eru inní þessum heimi ættu kannski að kannast við kauða sem heitir Cracia eins og líkamsræktarstöðin sjálf, skýrð í höfuðið á honum.
Ég hef fulla trú á því að við verðum bæði tvö í fanta formi þegar þessum mánuði líkur.
Vamos a ver!
Subscribe to:
Posts (Atom)