Jólin voru ljúf að vanda.
Í Brúarhvammi var boðið upp á rjúpur, á Giljum nörtuðum við í kaldann hrygg og fengum síðan hangikjöt á jóladag. Á annan í jólum voru tapasréttir og lambakjöt á boðstólnum að ótöldum öllum kökunum, jólabakstrinum, eftiréttunum osfrv.
Við erum búin að hitta fullt af vinum okkar, óvenju marga eiginlega miðað við að ég er búin að eyða nokkrum dögum í að vera veik - sem kallar á inniveru og rólegheit. En það er nú heil vika eftir svo að ég hef tíma til að þjóta á milli kaffiboða næstu dagana.
Í gærkvöldi áttum við til að mynda frábært kvöld og borðuðum geggjaðan mat með yndislegu fólki og í kvöld er stefnan sett á enn eina sumarbústaðaferðina, ég ætla nú reyndar bara að fara ein með Telmu vinkonu og eiga smá quality time með henni. Aldrei að vita nema að við spilum trjáspilið góða sem við spiluðum um það bil þrjúhundruð sinnum þegar við vorum litlar.
Eigiði góða rest elskurnar og gangið hægt um gleðinnar dyr - inn í nýja árið.
Tuesday, December 29, 2009
Tuesday, December 22, 2009
Ísland
Þá erum við komin heim.
Daginn sem við flugum frá Bilbao fór að snjóa þar og ég prísa mig himinsæla að vera stödd hér á Íslandi þar sem húsin eru upphituð og rúmlega það. Í íbúðinni okkar í Bilbao búum við nú ekki svo vel að vera með hita en getum þó stungið einum rafmagnsofn í samband ef svo ber undir. Það hefur hins vegar ekki gerst oft hingað til og ég vona að veðrið verði orðið betra þegar við lendum aftur á Spáni.
Ég hef líklegast ekki verið nægilega vel klædd miðað við aðstæður þessa fyrstu daga á landinu kalda því ég nældi mér hálsbólgu, hósta og hita. Ekki þó svínaflensu því mér skilst að maður verði svo ægilega veikur af henni, þannig að maður viti varla af sér. En ég er alls ekki það slæm, bara svona "inniveik" og kemst þar af leiðandi ekki í sund - en get eytt tímanum í að skrifa ritgerðir. Kannski eru þetta forlögin að hafa vit fyrir mér. Gera mig sæmilega veika til að vera inni en nógu hressa til að ljúka við lærdóminn. Enda ekki seinna vænna - margt að klára fyrir áramót.
Annars er þetta bara búið að vera notalegt, margir kossar (þannig nældi ég mér líklegast í flensu) og knús, vinamót og fjölskyldustundir. Yndislegt að hugsa til þess að dvölin er rétt svo hálfnuð, nóg eftir!
Daginn sem við flugum frá Bilbao fór að snjóa þar og ég prísa mig himinsæla að vera stödd hér á Íslandi þar sem húsin eru upphituð og rúmlega það. Í íbúðinni okkar í Bilbao búum við nú ekki svo vel að vera með hita en getum þó stungið einum rafmagnsofn í samband ef svo ber undir. Það hefur hins vegar ekki gerst oft hingað til og ég vona að veðrið verði orðið betra þegar við lendum aftur á Spáni.
Ég hef líklegast ekki verið nægilega vel klædd miðað við aðstæður þessa fyrstu daga á landinu kalda því ég nældi mér hálsbólgu, hósta og hita. Ekki þó svínaflensu því mér skilst að maður verði svo ægilega veikur af henni, þannig að maður viti varla af sér. En ég er alls ekki það slæm, bara svona "inniveik" og kemst þar af leiðandi ekki í sund - en get eytt tímanum í að skrifa ritgerðir. Kannski eru þetta forlögin að hafa vit fyrir mér. Gera mig sæmilega veika til að vera inni en nógu hressa til að ljúka við lærdóminn. Enda ekki seinna vænna - margt að klára fyrir áramót.
Annars er þetta bara búið að vera notalegt, margir kossar (þannig nældi ég mér líklegast í flensu) og knús, vinamót og fjölskyldustundir. Yndislegt að hugsa til þess að dvölin er rétt svo hálfnuð, nóg eftir!
Wednesday, December 09, 2009
Hálfnuð
er vikan þá hafin er... eða má ekki annars segja það líka. Það er nokkuð ljóst að þessi vika ætlar ekki að vera jafn fljót að líða og fyrri vikur. Hver dagur virðist vera hundrað klukkutímar í það minnsta og hver klukkutími hundrað mínútur.
Það styttist samt sem áður og svosem nóg fyrir stafni þangað til að við leggjum í hann. Ég skrifa eins og vindurinn um borgaravitund, menntamál og lýðræði út frá hinum ýmsu hliðum. Er með tvær stórar ritgerðir nokkurn vegin hálfkláraðar sem var einmitt markmiðið - að hálfklára þær báðar áður en ég kæmi heim. Hálfnað er verk þá hafið er!
Á föstudagskvöldið er okkur boðið í kínverskan mat hjá Yanyan vinkonu minni úr skólanum. Hún mun klára Mastersnámið sitt í London og flýgur í jólafrí til Kína á laugardaginn svo það verður nokkurs konar kveðjustund. Nú er farið að verða heldur mikið um þær innan hópsins. Mjög sorglegt að hugsa til þess að jafnvel gefst ekki tækifæri til að hitta sumt af þessu góða fólki aftur sem ég er búin að eyða næstum því tveimur árum með. En við erum staðráðin í að halda sambandi, annað væri bara vitleysa. Þetta er án efa öflugasta og alheimsvæddasta network sem ég hef komist í og svoleiðis sambönd ber að rækta.
Ég hef nú þegar sett mér það markmið að heimsækja á næstu 10 árum amk þrjá bekkjarfélaga mína á þeirra heimaslóðir. Við erum 25 í bekknum og frá 15 löndum svo ég held að það sé raunhæft markmið. Svo er bara velja úr þeim löndum og heimsóknum sem standa manni til boða næstu árin. Ég er mest spennt fyrir Indlandi, Kína, Filipseyjum, Víetnam, Eþíópíu, Armeníu, Svartfjallalandi, Íran (held reyndar að vinur minn sem er frá Íran ætli ekkert endilega heim til sín aftur), Argentínu, Kanada og Króatíu.
Ég hef nú þegar sett mér það markmið að heimsækja á næstu 10 árum amk þrjá bekkjarfélaga mína á þeirra heimaslóðir. Við erum 25 í bekknum og frá 15 löndum svo ég held að það sé raunhæft markmið. Svo er bara velja úr þeim löndum og heimsóknum sem standa manni til boða næstu árin. Ég er mest spennt fyrir Indlandi, Kína, Filipseyjum, Víetnam, Eþíópíu, Armeníu, Svartfjallalandi, Íran (held reyndar að vinur minn sem er frá Íran ætli ekkert endilega heim til sín aftur), Argentínu, Kanada og Króatíu.
Friday, December 04, 2009
1 ár, 1 vika, 1 dagur...
Hér á Calle Urazurrutia (prófið að segja þetta hratt 10 sinnum) er allt eins og það á að vera svona miðað við árstíma. Á meðan Jónsson keppir í körfu einu sinni í viku keppist ég við að lesa og skrifa. Eftir akkúrat eina viku verðum við síðan á heimleið til að halda upp á jólin í faðmi fjölskyldunnar.
Þetta með tímann er soldið skondið. Ég hef tekið eftir því að undanfarin ár hafa vinir og vinkonur á svipuðum aldri og ég nefnt það æ oftar að tíminn líði svo hratt. Ég er auðvitað í nákvæmlega sama pakka - geri mér betur og betur grein fyrir því hvað lífið er stutt og finn sífellt betur fyrir því hvernig tíminn gjörsamlega hleypur frá mér. Síðan held ég þetta versni bara þegar maður eignast börn þá finnst manni endanlega að lífið sé á fast forward held ég.
Sem dæmi má nefna að ég er algjörlega steinhissa á því að vera raunverulega að klára síðustu skólaönnina mína í MA náminu. Þegar ég skráði mig í námið haustið 2008 fannst mér ég næstum því vera að koma mér í eitthvað eilífðarverkefni. Tvöþúsundogtíu hugsaði ég og gat nánast ekki ímyndað mér hvenær það ár kæmi það var svo ógurlega langt í framtíðinni eitthvað... En núna er 2010 bara alveg að koma og ég að fara í síðustu "tímana" mína í náminu í næstu viku. Við tekur síðan auðvitað heil önn sem ætluð er undir rannsókn og lokaverkefni og eftir það get ég vonandi kallað mig meistara í.... uuu European Masters in lifelong learning: Policy and Management... hmmm ekki alveg að gera sig kannski?
En það skiptir engu máli það er svo langt í þetta... eða kannski ekki?
Þrátt fyrir tapleik hjá Santuxtu síðasta laugardag þá var engu að síður farið út á lífið þar sem "the rock" (Lárus Jónsson smkv liðsfélögum sínum) varð árinu eldri (þetta með tímann aftur - soldið spes). Við fórum á stað sem kallast Bilbao Deluxe og býður upp á RISA skammta af mat fyrir sanngjarnt verð. Síðan kíktum við á nokkra staði þangað til að við fengum nóg af latino og héldum heim á leið.
Fyrsta stopp heima verður í kósý hjá Fjólu og fjölskyldu og ég hlakka endalaust til!! Þá er nú heppilegt að þessi eina vika verður án efa eins og einn dagur að líða.
Hasta luego, venga, agur!
Subscribe to:
Posts (Atom)