...í lok nóvember. Fengum okkur göngutúr í sólinni og góða veðrinu.
Alltaf eitthvað fallegt að sjá.
Búið að hengja upp jólaljósin á brúnni milli gamla hverfisins og fjármálahverfisins. Það þarf ekkert að kveikja á þeim alveg strax held ég.
Þetta hús finnst mér alltaf jafn flott.
Almenningsbókasafn í Abando - æðislegir stafirnir í gluggunum.
Gamalt og nýtt mætist... ein af óteljandi fallegum kirkjum í Bilbao í hverfinu Indauxtu. Þarna fyrir aftan má síðan sjá svakalegan glerturn sem rís á ógnarhraða og kemur til með að verða stærsti turn í Baskalandi.
Eins mikið og ég vil halda í falleg hús og gamla borgarmynd þá verð ég eiginlega að segja að þeim hefur tekist ótrúlega vel upp með að blanda saman gömlu og nýju hérna í borginni. Samanber myndina af rauða spegla húsinu sem sómir sér vel innan um mis gamlar blokkir.
2 comments:
Skemmtilegar byggingar. Hlakka til að koma til Bilbao og skoða borgina
knús mamma
Hlökkum til að fá ykkur :)
Post a Comment