Saturday, August 29, 2009

Nýju heimkynnin...

verða skoðuðu næstu daga. Ég fékk hugskeyti frá Lárusi og rölti út á götu hérna í Bilbao um hálf ellefu leytið í gærkvöldi. Þar stóð hann nýkominn í borgina, drekkhlaðinn dóti og brosti til mín. Ótrúlegt.

Fórum út að borða um miðnætti í gærkvöldi og borðuðum grínlaust besta mat sem við höfum nokkurn tíman smakkað. Tékkuðum aðeins á stemmingunni og lögðum okkur síðan. Langþráð að kúra saman enda vakti hreingerningarkonan okkur um hádegibilið og sagði okkur að hunskast á lappir ;)

Erum farin út að spássera.

8 comments:

Anonymous said...

Þið eruð krútt :) Hljómar eins og atriði í bíómynd! Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir. Fjölskyldan í Norðurbrúnni er búin að kaupa sér vefmyndavél þannig að núna geti þið séð litla manni og okkur auðvitað að vild ;)

Kv, Guðrún

Lalli og Eva said...

Yndislegt!! Við erum miklir aðdáendur nútímatækninnar þar sem hún gerir okkur kleyft að sjá fólk (aðallega börn) stækka og dafna. Hlökkum til að skæpast við ykkur. Knúz.

Anonymous said...

Heyrðu! þetta með besta matinn sagði ekki Lalli fyrir utan matinn hjá Valdísi? :-)
knús, mamma

Lalli og Eva said...

Hahaha jú hann bætti því við ;)

Berglind said...

ahhh lovely. þarf nú alveg að fara heyra í þér á skype Eva mín.... sakn

Anonymous said...

hahaha valdís er findin..
jú bókað fyrir utan matin hennar.

þetta er svo mikið yndi hjá ykkur
luv
h

Fjóla said...

eins og úr hollywoodrómans...eins og venjulega upplifir maður allt svo raunverulegt í gegnum skrifin þín...er með tár í augunum hérna í vinnunni (snökt) svo sætir endurfundir

gangi ykkur vel í nýjum heimkynnum

Hjörtur Elvar Hilmarsson said...

ólétta konan verður bara klökk af svona lestri... gaman að sjá að gengur allt vel og spennandi að fylgjast með :) Hildur á (nafni Hjartar)