Hér á Matthæusgade 48, fimmtu hæð til vinstri var hitað upp fyrir Bilbao í kvöld með því að matreiða paellu. Uppskriftin var uppspuni frá rótum og kom því skemmtilega á óvart.
Upphitunar-paella f. 2
1/2 laukur
1 rauð paprika
2 gulrætur
1 stórt hvítlauksrif
ólívur (4-6)
1 lítill poki rækjur
3 dl brún hrísgrjón
6 dl soð (1 grænmetis- eða kjötteningur)
Sjávasalt, svartur pipar og karrý
Aðferð
Saxa lauk, pressa hvítlauk og skera papriku og gulrætur eftir smekk
Dass af ólivíuolíu í pott eða djúpa pönnu
Mýkja lauk, hvítlauk, papriku og gulrætur
Hrísgrjónin út í
Soðið út í blanda vel saman
Krydda með salt, pipar og svona einni skvettu af karrý
Dass af hvítvíni
Láta malla (við suðu) í svona 20 mínútur eða þangað til grjónin eru orðin ready
Bæta ólívum og rækjum út í og hita aðeins betur í svona 10 mínútur
Við borðuðum síðan rúkóla salat með plómutómötum og fetaosti með þessu. Næst ætla ég að bæta alls konar fleiri sjávarréttum út í... held það verði ennþá betra. Nammi namm!!
4 comments:
Næst gæti verið til dæmis í byrjun ágúst :) Jammí! Ég ætla að koma til þín í viku á matreiðlsunámskeið! Hlakka mikið til :)
mmm... ég fæ alveg vatn í munninn... ég prófa þessa uppskrift án ef einhvern daginn:)
Júhú velkomin Elfa og hlakka svo til líka!!
Jamm Inga þetta sló alaveg í gegn hérna megin við Enghavevej ;)
Ég set nú meira en dass af hvítvíni í mína Palleu. Síðan er líka gott að hafa smátt britjað kjúklingakjöt, pepperoni og krækling í skel ásamt því sem manni dettur í hug. Það er galdurinn við Paellu.
Knús mamma
Post a Comment