Lögreglumaður lést í sprengjutilræði
Varðstjóri í spænsku lögreglunni lést í dag eftir að bílasprengja sprakk í borginni Bilbao í Baskalandi. Yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu kenna ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska, um tilræðið.
ETA hefur lengi barist fyrir sjálfstæðu ríki Baska og hafa alls 800 manns misst lífið í árásum þeirra síðustu 40 ár. Samtökin bundu endi á friðarviðræður við yfirvöld þegar þau gerðu sprengjuárás í Madríd árið 2006. Þetta er fyrsta banatilræði þeirra í um hálft ár.
Zapatero, forsætisráðherra landsins, segist aldrei munu sætta sig við aðgerðir af þessu tagi, þó hættan af þeim kunni að vera til staðar.
...annars er þetta almennt hin rólegasta borg að mínu mati. Held að það hafi verið skotnir fleiri á færi hér í Köben en nokkurn tíman sprengdir í Bilbao. Spurning hvort það sé ekki líka sprengt fyrir göfugari málstað? Dregur að minnsta kosti ekkert úr tilhlökkun hjá mér!
Fjölskyldan hans Lalla er hér í Köben að njóta lífsins með okkur og það er yndislegt!
No comments:
Post a Comment