Wednesday, December 31, 2008

Fyrstu áramótin...

...ekki í faðmi foreldra, Möggu frænku og fjölskyldu. Engin áramótabrenna, engir flugeldar sem skotið er upp af hraðahindrun á Heiðmörkinni, ekkert ár sem feidar út í sjónvarpinu. En allt er breytingum háð og í ár ætlum við skötuhjú að eiga notalega kvöldstund tvö saman. Elda góðan mat og hitta síðan vini síðar um kvöldið. 

Matseðill kvöldsins er svohljóðandi: 

Forréttur: Brucettur með geitaosti, parmaskinku og kirsuberjatómötum

Aðalréttur: Beef Wellington (look it up ég er mega stressuð að elda þetta), með heimatilbúnni sveppamyrju, vafið inn í smjördeig og parmaskinku, kryddaðar kartöflur og salat. 

Næturréttur: (til að eiga þegar við komum heim af djamminu) Hvítlauks-pennepasta með ólívum, shallotlauk og chilli. 

Við eigum ekta kampavín inn í ískáp og hlökkum mikið til að prófa öðruvísi áramót ;) 

 

6 comments:

Anonymous said...

ummm girnilegur matseðill! Ferlega sniðugt að vera með svona næturrétt! Hafið það sem allra allra best saman tvö í kvöld og svo í partýi og stuði fram á morgun :) Bara gott að breyta til! Gleðilegt ár mín kæru, takk fyrir liðið! Knús og þúsund kossar frá Giljum, Elfa

Lalli og Eva said...

Þúsund kossar og knús á Giljur!!! Elskum ykkur og takk fyrir allt gamla...

Smá panik í gangi hérna í Vesterbro, gleymdum að kaupa parmaskinku í réttinn rosalega og Lalli hljóp út til að ath hvort hann næði í skottið á einhverjum búðum.... Held að allt sé lokað, þá verður þetta eitthvað spes Beef Wellington ;)

Kiss frá Köben.

Anonymous said...

Matseðilinn er mjög girnilegur þetta verður næs hjá ykkur. Mikið var nú gaman að sjá ykkur smá í jólafríinu og við hlökkum til að sjá ykkur aftur í vor !! vonum amk að þið komið heim í sumar :-) ástarkveðjur og takk fyrir endalaust margar góðar stundir í gegnum árin p.s. það varð einhver misskilningur með jólakortið svo þið fáið það sennilega bara í póst til DK........... kossar Holtsgötugengið

Anonymous said...

Eigið yndislegt áramót saman og gangið varlega inn í nýtt ár sem verður eflaust spennandi :)

Áramótakveðja frá Boston!

Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár 2009 elskurnar og takk fyrir yndislegar stundir á árinu sem var að líða undir lok, ykkar er sárt saknað!

Kveðja frá okkur öllum hérna uppi á kreppuskeri

Fjóla & Emma Lind

Anonymous said...

Vonandi höfðuð þið það rosa gott í gær og í dag.
Bestu nýárskveðjur frá okkur á Hringbrautinni!
Elín og co.