Hérna í Kaupmannahöfn er ennþá yndislegt veður, sólin skín ca annan hvern dag og hitinn ennþá í kringum 10-14 stigin. Ekki amalegt það, sérstaklega þar sem við fengum sko heldur betur forsmekkinn af vetrinum í Íslandsheimsókninni okkar í síðustu viku. Þá var nú gott að koma hingað í sól og gott veður.
Vöruúrvalið í búðunum gefur hins vegar sterklega til kynna að jólin séu að nálgast! Alveg magnað hvernig tíminn getur liðið á þvílíkum ógnarhraða. Ótrúlegt til þess að hugsa að um jólin verður deildin og körfuboltatímabilið hálfnað, ég búin að skila tveimur stórum ritgerðum og 1/4 af náminu mínu lokið.
Lokaritgerðirnar mínar fjalla um Citizenship Education. Ég verð með tvær mismunandi nálganir. Annars vegar ætla ég að skoða stefnur og tilmæli Evrópusambandsins og Evrópuráðsins er varða citizenship education í samhengi við stóra alþjóðlega rannsókn sem IEA lét gera á borgaravitund ungmenna í 30 löndum víðsvegar um heim. Hins vegar ætla ég að einbeita mér meira að einstaklingnum og setja námskenningar um mikilvægi þátttöku nemenda og mikilvægi opinna og þroskandi samræðna í citizenship education.
Þetta er allt saman mjög skemmtilegt að skoða - sérstaklega þar sem citizenship education sem slík þekkist ekki í miklu mæli á Íslandi eða innan íslensk menntakerfis. Það er hægt að finna líkindi með citizenship education og lífsleikni eða þeirri kennslu sem fer fram í einhverjum samfélagsfræði tímum.
Jæja nóg af akademískri umræðu, ætla að spara orðin í ritgerðirnar. Veitir víst ekki af enda um engar smá ritgerðir að ræða. Ég er hins vegar að leita að vinnu enda þýðir ekki að ætla að láta Lárus algjörlega sjá um að halda okkur uppi í krepputíðinni. Ég var svo einstaklega heppin að vera boðuð í starfsviðtal á föstudaginn í Copenhagen International School sem er grunn- og menntaskóli hérna í Kaupmannahöfn þar sem kennt er á ensku og mótast af mjög alþjóðlegu og multicultural umhverfi. Nú er bara að standa sig vel í viðtalinu og krossleggja putta :)