Wednesday, September 24, 2008

Sisu vs. Grindavík

Spennandi leikur framundan á laugardaginn. Sisu spilar við Grindavík sem er í æfingaferð hérna í Danmörku. Leikurinn verður nokkurs konar generalprufa fyrir leiktíðina sem byrjar síðan formlega á laugardaginn þarnæsta. Leikurinn verður örugglega mjög spennandi þar sem Grindavík er heldur betur búið að bæta við sig mannskap og er með mjög öflugt lið. Hlakka mjög til að sjá leikinn en verður eflaust soldið skrýtið að sjá Lalla spila á móti þessu strákum hérna í Kaupmannöfn en ekki með félögum sínum úr Hamri.

Lísa og Jónas eru væntanlega í mat til okkar í kvöld. Eitt mjög gott sparnaðarráð sem Hrund samstarfskona mín af rannsóknarsetrinu kenndi mér er að þegar fátækir námsmenn bjóða í mat þá er ódýrast að vera með lasagnea og rauðvín. Rauðvínið er ódýrara en bæði gos eða bjór og hakkið kostar ekki svo mikið heldur. Svo það er víst það sem Jónas og Lísa þurfa að sætta sig við í kvöld. Hrund var námsmaður hérna í Köben í mörg mörg ár og kann sko heldur betur að gefa góð ráð í þeim efnum. Við ætlum að sýna Jónasi myndir frá Argentínu því hann er að fara þangað til að rannsaka einhverja steina fyrir MA verkefnið sitt. Get ég ekki valið mér eitthvað tengt Argentínu í MA ritgerðina mína??

5 comments:

Anonymous said...

Af hverju rannsakarðu ekki bara hvernig Jónas rannsakar steina? Ég bið að heilsa þeim :)

Anonymous said...

ég mæti á leik

mambó

Lalli og Eva said...

Hehehe það væri gott ráð Eyrún, rannsaka hvernig Jónas lærir - það er valdi efni til Mastersriterðar í Lifelong Learning. Skila kveðjunni :)

Mambó ég hlakka svo til að sjá þig!!!

Jonas og lísa said...

Þakka kærlega fyrir dýrindismáltíð.

Ætli þú yrðir ekki ansi lengi að skrifa ritgerðina þína ef þú ætlaðir að fylgjast með mér læra...

Hæ Eyrún!

Kv.Jónas og Lísa

Lalli og Eva said...

Ha ertu eitthvað lengi að læra?? Ég meina ég er í námi sem heitir Lifelong Learning.... All the time in the world ;)